Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Steinu, staðfestir við Vísi að Landsréttur hafi samþykkti beiðni hennar um áfrýjunarleyfi fyrir helgi.
Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi hana fyrir manndráp af gáleysi í desember. Það var í annað skipti sem dómurinn tók mál með hennar fyrir en hún var upphaflega sýknuð af ákæru um manndráp. Ekki taldist sannað að hún hefði ætlað sér að ráða sjúklingum bana.
Landsréttur vísaði málinu aftur til héraðs þar sem hann taldi að saksóknara hefði átt að gefast tækifæri til þess að færa rök fyrir því að Steina hefði gerst sek um manndráp af gáleysi.
Steina var dæmd sek um að hafa valdið dauða konu á sextugsaldri með geðklofa með því að þvinga tveimur næringardrykkjum ofan í hana á geðdeild Landspítalans í ágúst árið 2021.