Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2025 12:16 Ólíklegt er að Katrín Jakobsdóttir verði næsti borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Meirihlutaviðræður í borginni ganga mjög vel að sögn oddvita Samfylkingarinnar. Hún telur allar líkur á að viðræðurnar endi á því að meirihluti verður myndaður. Litlar líkur séu á að Katrín Jakobsdóttir verði næsti borgarstjóri. Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Samræður um stóra málaflokka, til að mynda húsnæðismál og samgöngur verða kláraðar í dag. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að flýta sér ekki um of. „Vera með raunhæfar og góðar áætlanir. Það styttist í að þetta klárist,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmarsdóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir/vilhelm Telur þú að þetta takist á endanum? „Já, ég tel það. Annars væri ég ekki hérna alla daga ef ég teldi það ekki.” Skammt er eftir af kjörtímabilinu og segir Heiða því mikilvægt að meirihlutinn gangi strax til verka. „Það er það sem við erum að hugsa um. Það eru verkin og borgarbúar. Og að þeir hætti ekki að treysta okkur þó að þetta uppþot hafi komið upp í síðustu viku. Við erum ekki hér fyrir hver er í hvaða stól, við erum hérna því við erum að reyna að gera gagn. Það er einbeitt finnst mér hjá öllum þessum fimm flokkum að við viljum gera það. Skapa stöðugleika og ná árangri,“ segir Heiða. Hún segir oddvitana ekki hafa rætt um stólaskipan enn sem komið er. „Við erum algjörlega að einblína á verkefnin. Ég veit að mörgum finnst það ótrúlegt en það er samt satt. Við erum algjörlega að fókusera á það hvað er það sem við getum gert að gagni, hvernig getum við gert það, hvað erum við sammála um og hvernig getum við flýtt því. Síðan munum við skipta með okkur verkum og vinna þétt saman,“ segir Heiða. Það hefur verið rætt um að Katrín Jakobsdóttir verði borgarstjóri, er það eitthvað sem þið hafið rætt? „Ég myndi telja það afar ólíklegt. En við höfum ekki rætt um neina utanaðkomandi og ekki nein nöfn í því samhengi.“ Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Samræður um stóra málaflokka, til að mynda húsnæðismál og samgöngur verða kláraðar í dag. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að flýta sér ekki um of. „Vera með raunhæfar og góðar áætlanir. Það styttist í að þetta klárist,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmarsdóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir/vilhelm Telur þú að þetta takist á endanum? „Já, ég tel það. Annars væri ég ekki hérna alla daga ef ég teldi það ekki.” Skammt er eftir af kjörtímabilinu og segir Heiða því mikilvægt að meirihlutinn gangi strax til verka. „Það er það sem við erum að hugsa um. Það eru verkin og borgarbúar. Og að þeir hætti ekki að treysta okkur þó að þetta uppþot hafi komið upp í síðustu viku. Við erum ekki hér fyrir hver er í hvaða stól, við erum hérna því við erum að reyna að gera gagn. Það er einbeitt finnst mér hjá öllum þessum fimm flokkum að við viljum gera það. Skapa stöðugleika og ná árangri,“ segir Heiða. Hún segir oddvitana ekki hafa rætt um stólaskipan enn sem komið er. „Við erum algjörlega að einblína á verkefnin. Ég veit að mörgum finnst það ótrúlegt en það er samt satt. Við erum algjörlega að fókusera á það hvað er það sem við getum gert að gagni, hvernig getum við gert það, hvað erum við sammála um og hvernig getum við flýtt því. Síðan munum við skipta með okkur verkum og vinna þétt saman,“ segir Heiða. Það hefur verið rætt um að Katrín Jakobsdóttir verði borgarstjóri, er það eitthvað sem þið hafið rætt? „Ég myndi telja það afar ólíklegt. En við höfum ekki rætt um neina utanaðkomandi og ekki nein nöfn í því samhengi.“
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira