Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2025 11:31 Miguel Martins er ánægður með að vera laus úr banni sem hann hefði aldrei átt að lenda í. Getty/Christian Charisius Portúgalski landsliðsmaðurinn Miguel Martins er saklaus og má nú spila handbolta að nýju, eftir að hafa ranglega verið settur í bann vegna lyfjamáls og misst af nýafstöðnu heimsmeistaramóti. Hann er ánægður en vill komast til botns í því hvernig þetta gat gerst. Martins missti af afar skemmtilegu móti Portúgala sem náðu sínum besta árangri frá upphafi og töpuðu naumlega gegn Frökkum í leik um bronsverðlaun HM. Rétt fyrir mótið setti Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hann í bann vegna lyfjaprófs sem Martins átti að hafa fallið á. Svokallað B-sýni, sem kallað var eftir í framhaldinu, reyndist hins vegar neikvætt, sem gerist nánast aldrei, og nú krefjast Martins og forráðamenn danska félagsins Aalborg, sem Martins leikur með, skýringa. Portúgalinn er þó að sjálfsögðu ánægður með að geta nú snúið aftur til æfinga og keppni. „Bannið var auðvitað algjört áfall fyrir mig og síðastliðinn mánuður hefur verið ótrúlega erfiður fyrir bæði mig og fjölskyldu mína. Ég er samt óhemju glaður yfir því að B-sýnið haf sannað sakleysi mitt, sem ég hef alltaf verið viss um að yrði raunin,“ segir Martins í yfirlýsingu en hann mun ekki gefa kost á viðtali um málið að sinni. Krefjast nákvæmra skýringa á mistökunum Svo virðist sem að lyfjaprófið hafi verið tekið í tengslum við lokakeppni EM fyrir ári síðan. Jan Larsen, stjórnandi hjá Aalborg, furðar sig á málinu öllu í samtali við DR, þó að hann sé glaður yfir nýjustu vendingum. „Að því sögðu þá vantar okkur nákvæmar skýringar á því hvernig það gat gerst að hann væri settur í bann, og að leikmaður geti misst af fjölda mikilvægra leikja og frábærrar upplifunar auk þess að þurfa að eiga við óhemju mikla pressu sjálfur. Við treystum því að IHF, sem stóð að baki banninu, og WADA [alþjóða lyfjaeftirlitið] rannsaki málið og komist til botns í því, svo að svona grafalvarleg mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni,“ sagði Larsen. Aalborg spilar í úrslitahelgi dönsku bikarkeppninnar um helgina en þó að Martins megi spila þá verður hann ekki með enda þarf hann tíma til að komast af stað eftir bannið. HM karla í handbolta 2025 Danski handboltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Martins missti af afar skemmtilegu móti Portúgala sem náðu sínum besta árangri frá upphafi og töpuðu naumlega gegn Frökkum í leik um bronsverðlaun HM. Rétt fyrir mótið setti Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hann í bann vegna lyfjaprófs sem Martins átti að hafa fallið á. Svokallað B-sýni, sem kallað var eftir í framhaldinu, reyndist hins vegar neikvætt, sem gerist nánast aldrei, og nú krefjast Martins og forráðamenn danska félagsins Aalborg, sem Martins leikur með, skýringa. Portúgalinn er þó að sjálfsögðu ánægður með að geta nú snúið aftur til æfinga og keppni. „Bannið var auðvitað algjört áfall fyrir mig og síðastliðinn mánuður hefur verið ótrúlega erfiður fyrir bæði mig og fjölskyldu mína. Ég er samt óhemju glaður yfir því að B-sýnið haf sannað sakleysi mitt, sem ég hef alltaf verið viss um að yrði raunin,“ segir Martins í yfirlýsingu en hann mun ekki gefa kost á viðtali um málið að sinni. Krefjast nákvæmra skýringa á mistökunum Svo virðist sem að lyfjaprófið hafi verið tekið í tengslum við lokakeppni EM fyrir ári síðan. Jan Larsen, stjórnandi hjá Aalborg, furðar sig á málinu öllu í samtali við DR, þó að hann sé glaður yfir nýjustu vendingum. „Að því sögðu þá vantar okkur nákvæmar skýringar á því hvernig það gat gerst að hann væri settur í bann, og að leikmaður geti misst af fjölda mikilvægra leikja og frábærrar upplifunar auk þess að þurfa að eiga við óhemju mikla pressu sjálfur. Við treystum því að IHF, sem stóð að baki banninu, og WADA [alþjóða lyfjaeftirlitið] rannsaki málið og komist til botns í því, svo að svona grafalvarleg mistök endurtaki sig ekki í framtíðinni,“ sagði Larsen. Aalborg spilar í úrslitahelgi dönsku bikarkeppninnar um helgina en þó að Martins megi spila þá verður hann ekki með enda þarf hann tíma til að komast af stað eftir bannið.
HM karla í handbolta 2025 Danski handboltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita