Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. febrúar 2025 11:14 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fundaði nú fyrir hádegi með ríkissáttasemjara. Formaður samninganefndarinnar segir yfirvofandi verkföll ekki liðka fyrir samningsvilja en væntir þess að funda með samninganefnd Kennarasambandsins í vikunni sem kemur. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar SÍS, fundar ásamt samninganefnd sinni með Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara í dag. Í Karphúsinu fer í dag fram vinnufundur sem stendur fram eftir degi. Hún segir að það sé upp á ríkissáttasemjara komið hvenær hann boði báðar fylkingar til sameiginlegs fundar en að það verði væntanlega í næstu viku. Aðspurð segist Inga ekki vera sammála því að viðræðum hafi best miðað þegar verkföll stóðu yfir eða voru yfirvofandi, líkt og Magnús Þór Kjartansson, formaður KÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjá einnig: Sér samninginn endurtekið í hyllingum „Það er einbeittur vilji til að ná samningum og það þarf ekki verkfall til þess. Þetta er langvinn deila og gríðarlega mikilvægt að ná samningum. Það er auðvitað erfitt þegar verkföll eru en það þarf ekki til að ná samningsvilji,“ Inga Rún formaður samninganefndar SÍS. „Klárlega vonbrigði“ Ótímabundið verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst að öllu óbreyttu þann þriðja mars næstkomandi í öllum 22 leikskólum í Kópavogsbæ. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfuss fara einnig í verkfall þriðja mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir aðgerðirnar vonbrigði. „Það blasir við að þetta mun fyrst og fremst bitna á börnum í Kópavogi. Við höfum farið í breytingar á leikskólaumhverfinu til þess að bæta starfsumhverfið og höfum gengið einna lengst í þeim efnum. Ég verð að segja það að þetta eru klárlega vonbrigði en auðvitað vonum við það að þetta komi ekki til og að samningar náist. Það er auðvitað forgangsmál og Kópavogur eins og öll sveitarfélög stendur hundrða prósent á bak við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga,“ segir hún. Sveitarstjórar fylgist vel með Ásdís segir mikinn vilja meðal sveitarstjórna landsins að ná samningum sem fyrst. Sveitarstjórar sæki reglulega upplýsingafundi með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og hafi stutt innanhústillögu ríkissáttasemjara sem leiddi þó ekki til samkomulags. Aðspurð segir Ásdís bæinn munu skoða það hvernig hann geti komið til móts við starfsmenn sína sem eiga börn sem eru sem stendur á leið í verkfall. „Við þurfum aðeins að skoða hver staðan er og hvað við getum gert en það blasir við að ótímabundið verkfall á leikskólum í svona stóru samfélagi mun hafa víðtæk áhrif og ekki bara á börnin okkar heldur líka foreldra sem treysta á svona þjónustu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Börn og uppeldi Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar SÍS, fundar ásamt samninganefnd sinni með Ástráði Haraldssyni ríkissáttasemjara í dag. Í Karphúsinu fer í dag fram vinnufundur sem stendur fram eftir degi. Hún segir að það sé upp á ríkissáttasemjara komið hvenær hann boði báðar fylkingar til sameiginlegs fundar en að það verði væntanlega í næstu viku. Aðspurð segist Inga ekki vera sammála því að viðræðum hafi best miðað þegar verkföll stóðu yfir eða voru yfirvofandi, líkt og Magnús Þór Kjartansson, formaður KÍ, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjá einnig: Sér samninginn endurtekið í hyllingum „Það er einbeittur vilji til að ná samningum og það þarf ekki verkfall til þess. Þetta er langvinn deila og gríðarlega mikilvægt að ná samningum. Það er auðvitað erfitt þegar verkföll eru en það þarf ekki til að ná samningsvilji,“ Inga Rún formaður samninganefndar SÍS. „Klárlega vonbrigði“ Ótímabundið verkfall félagsfólks Félags leikskólakennara hefst að öllu óbreyttu þann þriðja mars næstkomandi í öllum 22 leikskólum í Kópavogsbæ. Grunnskólakennarar Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfuss fara einnig í verkfall þriðja mars sem stendur til og með 21. mars 2025. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs segir aðgerðirnar vonbrigði. „Það blasir við að þetta mun fyrst og fremst bitna á börnum í Kópavogi. Við höfum farið í breytingar á leikskólaumhverfinu til þess að bæta starfsumhverfið og höfum gengið einna lengst í þeim efnum. Ég verð að segja það að þetta eru klárlega vonbrigði en auðvitað vonum við það að þetta komi ekki til og að samningar náist. Það er auðvitað forgangsmál og Kópavogur eins og öll sveitarfélög stendur hundrða prósent á bak við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga,“ segir hún. Sveitarstjórar fylgist vel með Ásdís segir mikinn vilja meðal sveitarstjórna landsins að ná samningum sem fyrst. Sveitarstjórar sæki reglulega upplýsingafundi með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og hafi stutt innanhústillögu ríkissáttasemjara sem leiddi þó ekki til samkomulags. Aðspurð segir Ásdís bæinn munu skoða það hvernig hann geti komið til móts við starfsmenn sína sem eiga börn sem eru sem stendur á leið í verkfall. „Við þurfum aðeins að skoða hver staðan er og hvað við getum gert en það blasir við að ótímabundið verkfall á leikskólum í svona stóru samfélagi mun hafa víðtæk áhrif og ekki bara á börnin okkar heldur líka foreldra sem treysta á svona þjónustu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Börn og uppeldi Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent