Innlent

Orðið sam­staða sé á allra vörum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Kristrún Frostadóttir er
Kristrún Frostadóttir er

Forsætisráðherra sækir öryggisráðstefnu í München. Hún segir mikið rætt um samstöðu þrátt fyrir að fulltrúar á fundinum hafi skiptar skoðanir. Leiðtogar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna ítrekuðu stuðning sinn við Úkraínu.

„Ég held það sé fyrst og fremst ríkari ábyrgðartilfinning sem er komin yfir fólk. Maður heyrir mjög mikið orðið samstaða, Evrópa áttar sig á ábyrgð sinni gagnvart Úkraínu, áhrifum sínum gagnvart vörnum og sameiginlegum vörnum. Fólk er fyrst og fremst þar,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sem stödd er á öryggisráðstefnu í München. 

Margir hafi beðið í ofvæni eftir ræðu JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna.

„Það eru einhver viðbrögð sem komu úr því en fréttirnar eru þær að fólk hefur komið hingað til að tala saman. Það eru allir meðvitaðir um það að þó það þurfi að styrkja Evrópu þegar kemur að öryggismálum þá er það ekki endilega og á ekki vera á kostnað sambands þeirra við Bandaríkin. Heldur er það einmitt til þess að efla Evrópu og efla ríki innan NATO til að geta þannig líka átt sterkara samband við Bandaríkin,“ segir Kristrún.

Hún segir enga formlega ályktun verða gefna út eftir fundin. Hins vegar komu Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sér saman um ályktun fyrr í dag varðandi stuðning við Úkraínu. Forsætisráðherra birti mynd af leiðtogunum saman á X síðu sinni. 

„Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin vinna nú að því að passa að Úkraína sé eins vel varin og hægt sé. Úkraína verður að sigra árásir Rússa“ skrifar forsætisráðherra á samfélagsmiðlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×