Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Lovísa Arnardóttir skrifar 14. febrúar 2025 17:04 Kötturin var aflífaður vegna veikindanna. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Skæð fuglaflensuinflúensa af gerðinni H5N5 greindist í gær í sýni sem tekið var úr ketti frá Raufarhöfn fyrir viku síðan. Í tilkynningu frá Matvælastofnun, MAST, segir að um sé að ræða átta mánaða gamlan kettling sem varð skyndilega veikur. Á öðrum degi hafi hann verið orðinn mjög slappur og krampa á þeim þriðja. Eftir það var kötturinn aflífaður. Í tilkynningu segir að annar köttur sé á sama heimili en hann sé frískur. Um er að ræða þriðja köttinn sem greinist með fuglainflúensu H5N5, sá fyrsti veiktist í byrjun desember. Alls hafa sýni verið tekin úr tólf köttum frá því í desember en níu þeirra voru neikvæðir. Smitaður af fugli Þá segir að engar vísbendingar séu um að þetta afbrigði af fuglainflúensu berist á milli spendýra og því er talið líklegast að þessi kettlingur hafi smitast af sýktum villtum fugli, þrátt fyrir að ekki hafi borist margar tilkynningar um veika eða dauða fugla í nágrenni Raufarhafnar. Fimmtán sýni hafa verið tekin úr fuglum á norðausturhorni landsins frá því í september á síðasta ári. Fuglainflúensa af gerðinni H5N5 greindist í sex þeirra, í einum fálka sem fannst nálægt Kópaskeri í september, í fjórum hettumáfum á Húsavík í sama mánuði og í einum silfurmáfi þar í nóvember. MAST hvetur dýraeigendur til að vera vakandi fyrir sjúkdómseinkennum í dýrum sínum sem geti bent til fuglaflensu. Þau ættu að leita tafarlaust til dýralækna verði dýrin skyndilega mjög slöpp og fái taugaeinkenni. Viðkomandi dýralæknar myndu svo hafa samband við Matvælastofnun er þeir telja ástæðu til. Almenningur er líka áfram beðinn um að tilkynna til Matvælastofnunar um veika eða dauða villta fugla og villt spendýr. Það er gert með því að smella á hnappinn „Ábendingar og fyrirspurnir“ á heimasíðu stofnunarinnar. Mikilvægt er að lýsa nákvæmlega staðsetningu, helst með hnitum, og gott ef hægt er að senda mynd með. Engin tilfelli eru þekkt í heiminum af sýkingum í fólki vegna fuglainflúensuveiru af því afbrigði sem hefur verið að greinast hér á landi síðustu mánuði. Dýr Dýraheilbrigði Norðurþing Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Á öðrum degi hafi hann verið orðinn mjög slappur og krampa á þeim þriðja. Eftir það var kötturinn aflífaður. Í tilkynningu segir að annar köttur sé á sama heimili en hann sé frískur. Um er að ræða þriðja köttinn sem greinist með fuglainflúensu H5N5, sá fyrsti veiktist í byrjun desember. Alls hafa sýni verið tekin úr tólf köttum frá því í desember en níu þeirra voru neikvæðir. Smitaður af fugli Þá segir að engar vísbendingar séu um að þetta afbrigði af fuglainflúensu berist á milli spendýra og því er talið líklegast að þessi kettlingur hafi smitast af sýktum villtum fugli, þrátt fyrir að ekki hafi borist margar tilkynningar um veika eða dauða fugla í nágrenni Raufarhafnar. Fimmtán sýni hafa verið tekin úr fuglum á norðausturhorni landsins frá því í september á síðasta ári. Fuglainflúensa af gerðinni H5N5 greindist í sex þeirra, í einum fálka sem fannst nálægt Kópaskeri í september, í fjórum hettumáfum á Húsavík í sama mánuði og í einum silfurmáfi þar í nóvember. MAST hvetur dýraeigendur til að vera vakandi fyrir sjúkdómseinkennum í dýrum sínum sem geti bent til fuglaflensu. Þau ættu að leita tafarlaust til dýralækna verði dýrin skyndilega mjög slöpp og fái taugaeinkenni. Viðkomandi dýralæknar myndu svo hafa samband við Matvælastofnun er þeir telja ástæðu til. Almenningur er líka áfram beðinn um að tilkynna til Matvælastofnunar um veika eða dauða villta fugla og villt spendýr. Það er gert með því að smella á hnappinn „Ábendingar og fyrirspurnir“ á heimasíðu stofnunarinnar. Mikilvægt er að lýsa nákvæmlega staðsetningu, helst með hnitum, og gott ef hægt er að senda mynd með. Engin tilfelli eru þekkt í heiminum af sýkingum í fólki vegna fuglainflúensuveiru af því afbrigði sem hefur verið að greinast hér á landi síðustu mánuði.
Dýr Dýraheilbrigði Norðurþing Mest lesið Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Erlent Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira