Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar 14. febrúar 2025 13:30 Merki um öryggi (e. Signs of safety) er viðurkennt verklag í barnavernd sem miðar að því að valdefla börn og foreldra og draga úr þörf á íþyngjandi inngripum. Um er að ræða gagnreynda hugmyndafræði, verkfæri og samræmt verklag sem fagaðilar um allan heim nota með góðum árangri í þjónustu við börn og fjölskyldur. Á Íslandi starfa um það bil 140 fagaðilar í barnaverndarþjónustu í þágu barna og fjölskyldna. Þessi hópur leggur sig daglega fram við að aðstoða börn og fjölskyldur við að tryggja öryggi og vellíðan barna á heimilum. Öll börn eiga rétt á að lifa áhyggjulausu lífi og alast upp við þroskavænar aðstæður. Hlutverk barnaverndarfagfólks og annarra aðila sem tengjast fjölskyldunni er að leiða fjölskylduna áfram í átt að þessu markmiði. Áherslan er á fyrirbyggjandi stuðning og inngrip og þannig reyna að koma í veg fyrir að þörf verði á meira íþyngjandi inngripi og úrræðum. Í framkvæmdaáætlun stjórnvalda á sviði barnaverndar fyrir árin 2023-2027 eru fjölmörg atriði sem stjórnvöld hafa sett á oddinn í málefnum barna en allar þær aðgerðir miða að því að börn séu sett í öndvegi í allri nálgun og að tryggja réttindi þeirra. Meðal verkefna er að efla og bæta verklag í barnaverndarþjónustu, með því að innleiða Merki um öryggi í verklag í allri barnavernd á Íslandi. Undirbúningur hjá Barna- og fjölskyldustofu er hafinn og mun heildræn innleiðing í barnavernd og félagsþjónustu á hugmyndafræði Merkis um öryggi hefjast á árinu 2025. Gert er ráð fyrir þriggja ára innleiðingarferli og að á tímabilinu verði verklag og áhættumat um viðbrögð á sviði barnaverndar samræmt og innleitt á landsvísu. Með nálgun Merkis um öryggi er sérstök áhersla á að efla stuðningsnet fjölskyldna, sem og að efla foreldra í uppeldishlutverki sínu og þannig draga úr þörf á langtímavistunum utan heimilis. Nálgunin er tengsla- og öryggismiðuð barnavernd þróuð og skipulögð til þess að aðstoða fjölskyldur við að tryggja raunverulegt öryggi barna til langframa. Það er ávallt gert án þess að slá af kröfum um vellíðan og öryggi barna, með því að leggja áherslu á og upphefja styrkleika sem fyrir liggja í hverri og einni fjölskyldu og með því að virkja tengslanet fjölskyldna með markvissari hætti. Meginhugsunin í hugmyndafræði Merkis um öryggi er valdefling, virðing fyrir fólki og að fjölskyldan sjálf og stuðningsnetið í samvinnu við fagfólk, sé best til þess fallin að vinna að breytingum sem skapar öryggi fyrir börn í viðkomandi fjölskyldum. Þannig er lagt upp með að byggja á fyrirliggjandi styrkleikum fjölskyldunnar, með því að efla það sem vel er gert. Sérstök áhersla er á að foreldrar og börn viti nákvæmlega hvað þarf að gerast og hver á að gera hvað til þess að öryggi sé tryggt í fjölskyldunni, svo hægt sé að ljúka afskiptum hins opinbera af málefnum fjölskyldunnar. Fagfólk nýtir skýrt samræmt verklag til að vinna eftir, ásamt hagnýtum verkfærum til að nota í daglegu starfi með börnum og foreldrum. Væntingar standa til að hugmyndafræði Merkis um öryggi, verklag og verkfæri muni leiða til samræmis í allri barnaverndarvinnslu óháð búsetu barna og fjölskyldna. Hugmyndafræði og verklag Merki um öryggi fellur vel að íslenskum lögum, sér í lagi að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og er nálgun sem eflir fjölskyldur í flóknu nútímasamfélagi. Til þess að vel takist til þarf að eiga sér stað almenn vitundarvakning og viðhorfsbreyting gagnvart barnavernd í samfélaginu, bæði hjá fagfólki, börnum, foreldrum og ekki síst almenningi. Nú er kominn tími til að „barnaverndargrýlan“ víki fyrir nútímalegri og manneskjulegri sýn á barnavernd. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur starfar sem sérfræðingur hjá Barna og fjölskyldustofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Barnavernd Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Merki um öryggi (e. Signs of safety) er viðurkennt verklag í barnavernd sem miðar að því að valdefla börn og foreldra og draga úr þörf á íþyngjandi inngripum. Um er að ræða gagnreynda hugmyndafræði, verkfæri og samræmt verklag sem fagaðilar um allan heim nota með góðum árangri í þjónustu við börn og fjölskyldur. Á Íslandi starfa um það bil 140 fagaðilar í barnaverndarþjónustu í þágu barna og fjölskyldna. Þessi hópur leggur sig daglega fram við að aðstoða börn og fjölskyldur við að tryggja öryggi og vellíðan barna á heimilum. Öll börn eiga rétt á að lifa áhyggjulausu lífi og alast upp við þroskavænar aðstæður. Hlutverk barnaverndarfagfólks og annarra aðila sem tengjast fjölskyldunni er að leiða fjölskylduna áfram í átt að þessu markmiði. Áherslan er á fyrirbyggjandi stuðning og inngrip og þannig reyna að koma í veg fyrir að þörf verði á meira íþyngjandi inngripi og úrræðum. Í framkvæmdaáætlun stjórnvalda á sviði barnaverndar fyrir árin 2023-2027 eru fjölmörg atriði sem stjórnvöld hafa sett á oddinn í málefnum barna en allar þær aðgerðir miða að því að börn séu sett í öndvegi í allri nálgun og að tryggja réttindi þeirra. Meðal verkefna er að efla og bæta verklag í barnaverndarþjónustu, með því að innleiða Merki um öryggi í verklag í allri barnavernd á Íslandi. Undirbúningur hjá Barna- og fjölskyldustofu er hafinn og mun heildræn innleiðing í barnavernd og félagsþjónustu á hugmyndafræði Merkis um öryggi hefjast á árinu 2025. Gert er ráð fyrir þriggja ára innleiðingarferli og að á tímabilinu verði verklag og áhættumat um viðbrögð á sviði barnaverndar samræmt og innleitt á landsvísu. Með nálgun Merkis um öryggi er sérstök áhersla á að efla stuðningsnet fjölskyldna, sem og að efla foreldra í uppeldishlutverki sínu og þannig draga úr þörf á langtímavistunum utan heimilis. Nálgunin er tengsla- og öryggismiðuð barnavernd þróuð og skipulögð til þess að aðstoða fjölskyldur við að tryggja raunverulegt öryggi barna til langframa. Það er ávallt gert án þess að slá af kröfum um vellíðan og öryggi barna, með því að leggja áherslu á og upphefja styrkleika sem fyrir liggja í hverri og einni fjölskyldu og með því að virkja tengslanet fjölskyldna með markvissari hætti. Meginhugsunin í hugmyndafræði Merkis um öryggi er valdefling, virðing fyrir fólki og að fjölskyldan sjálf og stuðningsnetið í samvinnu við fagfólk, sé best til þess fallin að vinna að breytingum sem skapar öryggi fyrir börn í viðkomandi fjölskyldum. Þannig er lagt upp með að byggja á fyrirliggjandi styrkleikum fjölskyldunnar, með því að efla það sem vel er gert. Sérstök áhersla er á að foreldrar og börn viti nákvæmlega hvað þarf að gerast og hver á að gera hvað til þess að öryggi sé tryggt í fjölskyldunni, svo hægt sé að ljúka afskiptum hins opinbera af málefnum fjölskyldunnar. Fagfólk nýtir skýrt samræmt verklag til að vinna eftir, ásamt hagnýtum verkfærum til að nota í daglegu starfi með börnum og foreldrum. Væntingar standa til að hugmyndafræði Merkis um öryggi, verklag og verkfæri muni leiða til samræmis í allri barnaverndarvinnslu óháð búsetu barna og fjölskyldna. Hugmyndafræði og verklag Merki um öryggi fellur vel að íslenskum lögum, sér í lagi að lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og er nálgun sem eflir fjölskyldur í flóknu nútímasamfélagi. Til þess að vel takist til þarf að eiga sér stað almenn vitundarvakning og viðhorfsbreyting gagnvart barnavernd í samfélaginu, bæði hjá fagfólki, börnum, foreldrum og ekki síst almenningi. Nú er kominn tími til að „barnaverndargrýlan“ víki fyrir nútímalegri og manneskjulegri sýn á barnavernd. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur starfar sem sérfræðingur hjá Barna og fjölskyldustofu.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar