Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 11:18 Hverfið sem hýsir heimili fræga fólksins í Beverly Hills myndi ekki fara varhluta af áformunum ef af yrði. Hugmyndirnar eru þó settar fram í gamni og ólíklegt að þær verði að veruleika. Getty Ákall um að Danmörk eignist Kaliforníu hefur vakið athygli. Ríflega tvö hundruð þúsund manns hafa lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Danmörk kaupi Kaliforníu af Bandaríkjamönnum. Um er að ræða svar við hugmyndum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland. Undirtónninn er gamansamur enda um satírískan gjörning að ræða. Öllu alvarlegri undirtónn er í áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi en málið verður til umfjöllunar í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings síðar í dag. Undirskriftasöfnunin hefur hins vegar vakið athygli fréttamiðla á borð við Guardian en danska ríkisútvarpið DR fjallar einnig um málið. „Hefur þú einhvern tímann skoðað kort og hugsað, „veistu hverju Danmörk þarf á að halda? Meira sólskini, pálmatrjám og hjólaskautum.“ Nú erum við með sögulegt tækifæri til að gera þann draum að veruleika. Kaupum Kaliforníu af Donald Trump!“ segir um undirskriftasöfnunina sem er hýst á heimasíðunni denmarkification.com, með vísan til „Danmerkurvæðingar“ á ríkinu sólríka á Vesturströnd Bandaríkjanna. Hygge til Hollywood Glöggir geta einnig séð að orðin „Gerum Kaliforníu stórkostlega ný“ eru rituð efst á síðunni, á ensku en þó hafa danskir stafir laumað sér inn í textann, „Måke Califørnia Great Ægain”. Farið er alla leið með gamanið og er hugmyndin kynnt sem viðskiptaáætlun með aðgerðum í fjórum liðum og rök færð fyrir því hvers vegna Trump sé líklegur til að selja. Meðal annars verði danska leikfangarisanum Lego falið að leiða samninga með stuðningi aðalleikara úr dönsku sjónvarpsþáttunum Borginni, en fjórða nýjasta sería þáttanna snýst einmitt að miklu leiti um pólitík Danmerkur gagnvart Grænlandi. Smurbrauð er alla jafna allsráðandi við Nýhöfn í Kaupmannahöfn.Getty Þá er því heitið að dönsk gildi verði innleidd í Kaliforníu. „Við munum mæta með hygge til Hollywood, hjólastígar í Beverly Hills, og lífrænt smurbrauð á hvert götuhorn. Laganna reglur, opinbert heilbrigðiskerfi og stjórnmál sem byggja á staðreyndum koma til greina,“ segir meðal annars í aðgerðaáætluninni. Þá er Trump sagður líklegur til að vilja selja þar sem fyrir liggi að Kalifornía sé ekki beinlínis hans uppáhalds ríki sem hann hafi kallað „ónýtasta ríki sambandsins“. Þingnefnd fjallar um Grænland Þótt undirskriftarlistinn sé til gamans gerður sem svar við málflutningi Trump um Grænland er áhugi hans á Grænlandi öllu alvarlegri og raunverulegri. Í dag fer fram fundur í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings undir yfirskriftinni „Nuuk og Cranny: Horft til Norðurskautsins og mikilvægi landfræðlilega strategískar staðsetningar Grænlands fyrir hagsmuni Bandaríkjanna.“ Það er öldungardeildarþingmaður Repúblikana Ted Cruz sem fer fyrir umræðunum en hann er formaður þingnefndar um viðskipti, vísindi og flutninga. Yfirskrift fundarins rímar vel við þær áherslur Trumps um það hvers vegna hann vill eignast Grænland. Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Öllu alvarlegri undirtónn er í áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi en málið verður til umfjöllunar í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings síðar í dag. Undirskriftasöfnunin hefur hins vegar vakið athygli fréttamiðla á borð við Guardian en danska ríkisútvarpið DR fjallar einnig um málið. „Hefur þú einhvern tímann skoðað kort og hugsað, „veistu hverju Danmörk þarf á að halda? Meira sólskini, pálmatrjám og hjólaskautum.“ Nú erum við með sögulegt tækifæri til að gera þann draum að veruleika. Kaupum Kaliforníu af Donald Trump!“ segir um undirskriftasöfnunina sem er hýst á heimasíðunni denmarkification.com, með vísan til „Danmerkurvæðingar“ á ríkinu sólríka á Vesturströnd Bandaríkjanna. Hygge til Hollywood Glöggir geta einnig séð að orðin „Gerum Kaliforníu stórkostlega ný“ eru rituð efst á síðunni, á ensku en þó hafa danskir stafir laumað sér inn í textann, „Måke Califørnia Great Ægain”. Farið er alla leið með gamanið og er hugmyndin kynnt sem viðskiptaáætlun með aðgerðum í fjórum liðum og rök færð fyrir því hvers vegna Trump sé líklegur til að selja. Meðal annars verði danska leikfangarisanum Lego falið að leiða samninga með stuðningi aðalleikara úr dönsku sjónvarpsþáttunum Borginni, en fjórða nýjasta sería þáttanna snýst einmitt að miklu leiti um pólitík Danmerkur gagnvart Grænlandi. Smurbrauð er alla jafna allsráðandi við Nýhöfn í Kaupmannahöfn.Getty Þá er því heitið að dönsk gildi verði innleidd í Kaliforníu. „Við munum mæta með hygge til Hollywood, hjólastígar í Beverly Hills, og lífrænt smurbrauð á hvert götuhorn. Laganna reglur, opinbert heilbrigðiskerfi og stjórnmál sem byggja á staðreyndum koma til greina,“ segir meðal annars í aðgerðaáætluninni. Þá er Trump sagður líklegur til að vilja selja þar sem fyrir liggi að Kalifornía sé ekki beinlínis hans uppáhalds ríki sem hann hafi kallað „ónýtasta ríki sambandsins“. Þingnefnd fjallar um Grænland Þótt undirskriftarlistinn sé til gamans gerður sem svar við málflutningi Trump um Grænland er áhugi hans á Grænlandi öllu alvarlegri og raunverulegri. Í dag fer fram fundur í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings undir yfirskriftinni „Nuuk og Cranny: Horft til Norðurskautsins og mikilvægi landfræðlilega strategískar staðsetningar Grænlands fyrir hagsmuni Bandaríkjanna.“ Það er öldungardeildarþingmaður Repúblikana Ted Cruz sem fer fyrir umræðunum en hann er formaður þingnefndar um viðskipti, vísindi og flutninga. Yfirskrift fundarins rímar vel við þær áherslur Trumps um það hvers vegna hann vill eignast Grænland.
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira