Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 11:18 Hverfið sem hýsir heimili fræga fólksins í Beverly Hills myndi ekki fara varhluta af áformunum ef af yrði. Hugmyndirnar eru þó settar fram í gamni og ólíklegt að þær verði að veruleika. Getty Ákall um að Danmörk eignist Kaliforníu hefur vakið athygli. Ríflega tvö hundruð þúsund manns hafa lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Danmörk kaupi Kaliforníu af Bandaríkjamönnum. Um er að ræða svar við hugmyndum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland. Undirtónninn er gamansamur enda um satírískan gjörning að ræða. Öllu alvarlegri undirtónn er í áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi en málið verður til umfjöllunar í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings síðar í dag. Undirskriftasöfnunin hefur hins vegar vakið athygli fréttamiðla á borð við Guardian en danska ríkisútvarpið DR fjallar einnig um málið. „Hefur þú einhvern tímann skoðað kort og hugsað, „veistu hverju Danmörk þarf á að halda? Meira sólskini, pálmatrjám og hjólaskautum.“ Nú erum við með sögulegt tækifæri til að gera þann draum að veruleika. Kaupum Kaliforníu af Donald Trump!“ segir um undirskriftasöfnunina sem er hýst á heimasíðunni denmarkification.com, með vísan til „Danmerkurvæðingar“ á ríkinu sólríka á Vesturströnd Bandaríkjanna. Hygge til Hollywood Glöggir geta einnig séð að orðin „Gerum Kaliforníu stórkostlega ný“ eru rituð efst á síðunni, á ensku en þó hafa danskir stafir laumað sér inn í textann, „Måke Califørnia Great Ægain”. Farið er alla leið með gamanið og er hugmyndin kynnt sem viðskiptaáætlun með aðgerðum í fjórum liðum og rök færð fyrir því hvers vegna Trump sé líklegur til að selja. Meðal annars verði danska leikfangarisanum Lego falið að leiða samninga með stuðningi aðalleikara úr dönsku sjónvarpsþáttunum Borginni, en fjórða nýjasta sería þáttanna snýst einmitt að miklu leiti um pólitík Danmerkur gagnvart Grænlandi. Smurbrauð er alla jafna allsráðandi við Nýhöfn í Kaupmannahöfn.Getty Þá er því heitið að dönsk gildi verði innleidd í Kaliforníu. „Við munum mæta með hygge til Hollywood, hjólastígar í Beverly Hills, og lífrænt smurbrauð á hvert götuhorn. Laganna reglur, opinbert heilbrigðiskerfi og stjórnmál sem byggja á staðreyndum koma til greina,“ segir meðal annars í aðgerðaáætluninni. Þá er Trump sagður líklegur til að vilja selja þar sem fyrir liggi að Kalifornía sé ekki beinlínis hans uppáhalds ríki sem hann hafi kallað „ónýtasta ríki sambandsins“. Þingnefnd fjallar um Grænland Þótt undirskriftarlistinn sé til gamans gerður sem svar við málflutningi Trump um Grænland er áhugi hans á Grænlandi öllu alvarlegri og raunverulegri. Í dag fer fram fundur í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings undir yfirskriftinni „Nuuk og Cranny: Horft til Norðurskautsins og mikilvægi landfræðlilega strategískar staðsetningar Grænlands fyrir hagsmuni Bandaríkjanna.“ Það er öldungardeildarþingmaður Repúblikana Ted Cruz sem fer fyrir umræðunum en hann er formaður þingnefndar um viðskipti, vísindi og flutninga. Yfirskrift fundarins rímar vel við þær áherslur Trumps um það hvers vegna hann vill eignast Grænland. Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Öllu alvarlegri undirtónn er í áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi en málið verður til umfjöllunar í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings síðar í dag. Undirskriftasöfnunin hefur hins vegar vakið athygli fréttamiðla á borð við Guardian en danska ríkisútvarpið DR fjallar einnig um málið. „Hefur þú einhvern tímann skoðað kort og hugsað, „veistu hverju Danmörk þarf á að halda? Meira sólskini, pálmatrjám og hjólaskautum.“ Nú erum við með sögulegt tækifæri til að gera þann draum að veruleika. Kaupum Kaliforníu af Donald Trump!“ segir um undirskriftasöfnunina sem er hýst á heimasíðunni denmarkification.com, með vísan til „Danmerkurvæðingar“ á ríkinu sólríka á Vesturströnd Bandaríkjanna. Hygge til Hollywood Glöggir geta einnig séð að orðin „Gerum Kaliforníu stórkostlega ný“ eru rituð efst á síðunni, á ensku en þó hafa danskir stafir laumað sér inn í textann, „Måke Califørnia Great Ægain”. Farið er alla leið með gamanið og er hugmyndin kynnt sem viðskiptaáætlun með aðgerðum í fjórum liðum og rök færð fyrir því hvers vegna Trump sé líklegur til að selja. Meðal annars verði danska leikfangarisanum Lego falið að leiða samninga með stuðningi aðalleikara úr dönsku sjónvarpsþáttunum Borginni, en fjórða nýjasta sería þáttanna snýst einmitt að miklu leiti um pólitík Danmerkur gagnvart Grænlandi. Smurbrauð er alla jafna allsráðandi við Nýhöfn í Kaupmannahöfn.Getty Þá er því heitið að dönsk gildi verði innleidd í Kaliforníu. „Við munum mæta með hygge til Hollywood, hjólastígar í Beverly Hills, og lífrænt smurbrauð á hvert götuhorn. Laganna reglur, opinbert heilbrigðiskerfi og stjórnmál sem byggja á staðreyndum koma til greina,“ segir meðal annars í aðgerðaáætluninni. Þá er Trump sagður líklegur til að vilja selja þar sem fyrir liggi að Kalifornía sé ekki beinlínis hans uppáhalds ríki sem hann hafi kallað „ónýtasta ríki sambandsins“. Þingnefnd fjallar um Grænland Þótt undirskriftarlistinn sé til gamans gerður sem svar við málflutningi Trump um Grænland er áhugi hans á Grænlandi öllu alvarlegri og raunverulegri. Í dag fer fram fundur í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings undir yfirskriftinni „Nuuk og Cranny: Horft til Norðurskautsins og mikilvægi landfræðlilega strategískar staðsetningar Grænlands fyrir hagsmuni Bandaríkjanna.“ Það er öldungardeildarþingmaður Repúblikana Ted Cruz sem fer fyrir umræðunum en hann er formaður þingnefndar um viðskipti, vísindi og flutninga. Yfirskrift fundarins rímar vel við þær áherslur Trumps um það hvers vegna hann vill eignast Grænland.
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira