Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 16:12 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var til viðtals hjá breska blaðinu Telegraph á dögunum. Vísir/Egill Aðalsteinsson Breska blaðið Telegraph fjallar um Icelandair og þau sóknarfæri sem sögð eru felast í áherslum Trump-stjórnarinnar í Bandaríkjunum fyrir íslenska flugfélagið. Með útvíkkun leiðarkerfis Icelandair um Atlantshafið stimpli félagið sig inn sem alvöru keppinautur annarra risa á flugmarkaði og félagið sé í kjörstöðu til að heilla Trump með því að opna á fleiri áfangastaði á Bandaríkjamarkaði. Uppsveifla hagkerfis Bandaríkjanna undir stjórn Trump geti kynt undir vaxtaráform Icelandair. „Við munum keppa við þá stóru, en við höfum forskot sem mun alltaf vera til staðar,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra félagsins, í umfjöllun Telegraph. „Við erum á miðju Athlangshafi og getum flogið nettari flugvélum lengra inn í Norður-Ameríku en evrópskir keppinautar okkar og lengra inn í Evrópu en Ameríkanarnir,“ segir Bogi. Vísað er til að mynda til risa á flugmarkaði á borð við British Airwaves og American Airlines sem eru keppinautar Icelandair í áætlunarflugi yfir Atlantshafið. Haft er eftir Boga að það að gera út smærri flugvélar frá Íslandi geri Icelandair kleift að undirbjóða risa á markaði á borð við fyrrnefnd flugfélög. Fyrsta Airbus A321 LR-þota Icelandair í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Áform eru um að fjölga áfangastöðum Icelandair í Norður-Ameríku en fyrirtækið greindi til að mynda frá því í lok janúar Miami á Flórída muni bætast við leiðakerfið. „Nýju Airbus vélarnar, sem eru bæði langdrægar og sparneytnar, gera okkur kleift að bæta við nýjum og spennandi áfangastöðum og er Miami gott dæmi um það. Flugleiðin opnar auk þess öflugar tengingar fyrir íbúa Miami til 34 áfangastaða okkar í Evrópu, um Ísland og sömuleiðis fyrir Evrópubúa til Miami,“ sagði Bogi Níls við það tilefni. Icelandair geti hagnast á Grænlandsáhuga Trumps Í frétt Telegraph víkur sögunni næst að þeim áhuga sem Donald Trump hefur sýnt Grænlandi og tekið fram að Ísland geti notið góðs af forsetatíð Trumps. Búist sé við að bandarískt hagkerfi haldi áfram að blómstra á næstu tveimur árum og Evrópa muni á sama tíma dragast aftur úr. Það ætti, samkvæmt umfjöllun Telegraph, að skapa traustan grunn undir stækkunaráform Icelandair. Félagið geti til að mynda notið góðs af auknum áhuga bandarískra ferðamanna á Grænlandi sem áfangastað, sem skýrist af útþensluáhuga Trumps til Grænlands. Vísbendingar séu þegar um að málflutningur Trump hafi þegar ýtt undir áhuga Bandaríkjamanna á ferðalögum til Grænlands, og í þessu felist mikil tækifæri fyrir Icelandair. Sama eigi við um ferðamenn sem vilji heimsækja Ísland. Fleiri gluggar opnist jafnframt fyrir félagið með komu nýrra Airbus-véla sem séu nógu langdrægar til að gera út til Kaliforníu og Texas en bjóði á sama tíma upp á rekstrarhagkvæmni smærri flugvéla. Hnattræn lega Íslands sé jafnframt hagkvæm fyrir ferðir milli Asíu og Norður-Ameríku og þannig sé tækifæri fyrir Ísland til að gegna hlutverki flugmóðurskips fyrir ferðir heimsálfa á milli, jafnvel að vera „Dubai norðursins,“ en flugvöllurinn í Dubai er ein stærsta miðstöð flugsamgangna þess heimshluta. Nánar er fjallað um málið í frétt Telegraph. Icelandair Fréttir af flugi Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Uppsveifla hagkerfis Bandaríkjanna undir stjórn Trump geti kynt undir vaxtaráform Icelandair. „Við munum keppa við þá stóru, en við höfum forskot sem mun alltaf vera til staðar,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra félagsins, í umfjöllun Telegraph. „Við erum á miðju Athlangshafi og getum flogið nettari flugvélum lengra inn í Norður-Ameríku en evrópskir keppinautar okkar og lengra inn í Evrópu en Ameríkanarnir,“ segir Bogi. Vísað er til að mynda til risa á flugmarkaði á borð við British Airwaves og American Airlines sem eru keppinautar Icelandair í áætlunarflugi yfir Atlantshafið. Haft er eftir Boga að það að gera út smærri flugvélar frá Íslandi geri Icelandair kleift að undirbjóða risa á markaði á borð við fyrrnefnd flugfélög. Fyrsta Airbus A321 LR-þota Icelandair í flugskýli félagsins á Keflavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Áform eru um að fjölga áfangastöðum Icelandair í Norður-Ameríku en fyrirtækið greindi til að mynda frá því í lok janúar Miami á Flórída muni bætast við leiðakerfið. „Nýju Airbus vélarnar, sem eru bæði langdrægar og sparneytnar, gera okkur kleift að bæta við nýjum og spennandi áfangastöðum og er Miami gott dæmi um það. Flugleiðin opnar auk þess öflugar tengingar fyrir íbúa Miami til 34 áfangastaða okkar í Evrópu, um Ísland og sömuleiðis fyrir Evrópubúa til Miami,“ sagði Bogi Níls við það tilefni. Icelandair geti hagnast á Grænlandsáhuga Trumps Í frétt Telegraph víkur sögunni næst að þeim áhuga sem Donald Trump hefur sýnt Grænlandi og tekið fram að Ísland geti notið góðs af forsetatíð Trumps. Búist sé við að bandarískt hagkerfi haldi áfram að blómstra á næstu tveimur árum og Evrópa muni á sama tíma dragast aftur úr. Það ætti, samkvæmt umfjöllun Telegraph, að skapa traustan grunn undir stækkunaráform Icelandair. Félagið geti til að mynda notið góðs af auknum áhuga bandarískra ferðamanna á Grænlandi sem áfangastað, sem skýrist af útþensluáhuga Trumps til Grænlands. Vísbendingar séu þegar um að málflutningur Trump hafi þegar ýtt undir áhuga Bandaríkjamanna á ferðalögum til Grænlands, og í þessu felist mikil tækifæri fyrir Icelandair. Sama eigi við um ferðamenn sem vilji heimsækja Ísland. Fleiri gluggar opnist jafnframt fyrir félagið með komu nýrra Airbus-véla sem séu nógu langdrægar til að gera út til Kaliforníu og Texas en bjóði á sama tíma upp á rekstrarhagkvæmni smærri flugvéla. Hnattræn lega Íslands sé jafnframt hagkvæm fyrir ferðir milli Asíu og Norður-Ameríku og þannig sé tækifæri fyrir Ísland til að gegna hlutverki flugmóðurskips fyrir ferðir heimsálfa á milli, jafnvel að vera „Dubai norðursins,“ en flugvöllurinn í Dubai er ein stærsta miðstöð flugsamgangna þess heimshluta. Nánar er fjallað um málið í frétt Telegraph.
Icelandair Fréttir af flugi Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira