Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 10:42 Skógarhögg hefst í Öskjuhlíð í dag. Vísir/Sigurjón Það er ekki aðeins meirihlutinn í Reykjavík sem er fallinn heldur bíða sömu örlög trjáa í Öskjuhlíð í dag. Undirbúningur að skógarhöggi á svæðinu er hafinn og til stendur að hefjast handa við að fella trén í kringum hádegið. Einhver tré virðast þó þegar hafa verið felld á svæðinu líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. Líkt og kunnugt er var annarri flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli lokað á dögum vegna mikils trjágróður í Öskjuhlíð. Hæð trjánna er sögð hafa áhrif á öryggi flugfarþega um Reykjavíkurflugvöll. Lokunin átti sér langan aðdraganda en málið er meðal þess sem valdið hefur óróleika í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þessi skógarhöggsmaður var byrjaður að fella tré upp úr klukkan ellefu.Vísir/Egill Sjá einnig: Fyrstu trén felld á morgun Og nú er hafinn undirbúningur að skógarhöggi. „Þeir eru úti í skógi núna þarna á þessu svæði fólkið sem sér um borgarskógana og eru að undirbúa. Ætli þau fari ekki að saga um hádegið, upp úr ellefu kannski,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. Til stendur að fella fleiri tré í Öskjuhlíðinni í dag.Vísir/Sigurjón „Það þarf að merkja þetta upp og það er ýmiss undirbúningur sem þarf að fara fram áður en allt hefst. Verkefnið verður hafið innan fárra klukkustunda,“ segir Hjalti. Nokkuð hefur verið deilt um trén í Öskjuhlíð í tengslum við lokun flugbrautar.Vísir/Sigurjón Tökumaður fréttastofu tók meðfylgjandi myndir af nýfelldum trjám í Öskjuhlíðinni rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Hjalta var ekki kunnugt um nákvæma málavexti vegna þeirra trjáa sem þegar hafa verið felld en gerir ráð fyrir að föllnu trén tengist sama verkefni. „Ef það eru einhver nýfelld tré á þessu svæði þá er það örugglega tengt verkefninu,“ segir Hjalti. Frekari undirbúningur stendur yfir á svæðinu.Vísir/Sigurjón Einar Þorsteinsson borgarstjóri skýrði frá því í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að borgin hygðist byrja á því að fella 23 tré í Öskjuhlíðinni í dag. Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Reykjavíkurflugvöllur Tré Fréttir af flugi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Líkt og kunnugt er var annarri flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli lokað á dögum vegna mikils trjágróður í Öskjuhlíð. Hæð trjánna er sögð hafa áhrif á öryggi flugfarþega um Reykjavíkurflugvöll. Lokunin átti sér langan aðdraganda en málið er meðal þess sem valdið hefur óróleika í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þessi skógarhöggsmaður var byrjaður að fella tré upp úr klukkan ellefu.Vísir/Egill Sjá einnig: Fyrstu trén felld á morgun Og nú er hafinn undirbúningur að skógarhöggi. „Þeir eru úti í skógi núna þarna á þessu svæði fólkið sem sér um borgarskógana og eru að undirbúa. Ætli þau fari ekki að saga um hádegið, upp úr ellefu kannski,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Vísi. Til stendur að fella fleiri tré í Öskjuhlíðinni í dag.Vísir/Sigurjón „Það þarf að merkja þetta upp og það er ýmiss undirbúningur sem þarf að fara fram áður en allt hefst. Verkefnið verður hafið innan fárra klukkustunda,“ segir Hjalti. Nokkuð hefur verið deilt um trén í Öskjuhlíð í tengslum við lokun flugbrautar.Vísir/Sigurjón Tökumaður fréttastofu tók meðfylgjandi myndir af nýfelldum trjám í Öskjuhlíðinni rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Hjalta var ekki kunnugt um nákvæma málavexti vegna þeirra trjáa sem þegar hafa verið felld en gerir ráð fyrir að föllnu trén tengist sama verkefni. „Ef það eru einhver nýfelld tré á þessu svæði þá er það örugglega tengt verkefninu,“ segir Hjalti. Frekari undirbúningur stendur yfir á svæðinu.Vísir/Sigurjón Einar Þorsteinsson borgarstjóri skýrði frá því í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að borgin hygðist byrja á því að fella 23 tré í Öskjuhlíðinni í dag.
Reykjavík Skógrækt og landgræðsla Reykjavíkurflugvöllur Tré Fréttir af flugi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira