Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 10. febrúar 2025 10:51 Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Einar Árnason Hafrannsóknastofnun í samvinnu við loðnuútgerðir gerir núna lokatilraun til að finna loðnu við landið í nægjanlegu magni svo unnt sé að gefa út veiðikvóta áður en loðnan hrygnir og drepst. Að öðrum kosti blasir við loðnubrestur, annað árið í röð. Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt út frá Hafnarfirði til loðnuleitar á laugardag. Áður var Bjarni Sæmundsson farinn í árlegan vetrarleiðangur til að kanna ástand sjávar í kringum landið en áhöfnin er jafnframt á útkikki eftir loðnu. Bæði skipin voru um helgina norður af Vestfjörðum. Siglingaferlar rannsóknaskipanna í morgun. Árni Friðriksson var staddur norður af Horni en Bjarni Sæmundsson norður af Húnaflóa.Hafrannsóknastofnun „Ætlunin er að þau vinni sig til austurs frá þeim stað sem þau byrjuðu á. Til viðbótar við Árna fer Heimaey frá Vestmannaeyjum um hádegisbil í dag og Polar Ammassak sömuleiðis í fyrramálið. Þau tvö munu byrja norðaustan við land og skanna norðursvæðið til móts við Árna,“ segir fiskifræðingurinn Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélagsins, heldur til loðnuleitar í dag.Vilhelm Gunnarsson „Leiðangur Árna var alltaf fyrirhugaður og beinist sérstaklega að því að kanna mögulega vestangöngu. Við höfum ekki fengið neinar ábendingar sem verið er að kanna. Hér er sem sagt fyrst og fremst verið að kanna hvort eitthvað af hrygningarloðnu sé seinna á ferðinni og hafi gengið inn á svæðið síðan að mælingar fóru fram þarna í janúar,“ segir fiskifræðingurinn. En hafa áhafnir rannsóknaskipanna séð eitthvað af loðnu núna úti af Vestfjörðum? „Þau á Árna og Bjarna hafa orðið vör við loðnu en það var ókynþroska loðna að mestu leyti. Annars er alltof snemmt að álykta nokkuð enda yfirferðin nýbyrjuð,“ svarar Guðmundur. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Tengdar fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58 Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Bráðabirgðaniðurstöður bergmálsmælinga Hafrannsóknarstofnunar sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025. 24. janúar 2025 16:48 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt út frá Hafnarfirði til loðnuleitar á laugardag. Áður var Bjarni Sæmundsson farinn í árlegan vetrarleiðangur til að kanna ástand sjávar í kringum landið en áhöfnin er jafnframt á útkikki eftir loðnu. Bæði skipin voru um helgina norður af Vestfjörðum. Siglingaferlar rannsóknaskipanna í morgun. Árni Friðriksson var staddur norður af Horni en Bjarni Sæmundsson norður af Húnaflóa.Hafrannsóknastofnun „Ætlunin er að þau vinni sig til austurs frá þeim stað sem þau byrjuðu á. Til viðbótar við Árna fer Heimaey frá Vestmannaeyjum um hádegisbil í dag og Polar Ammassak sömuleiðis í fyrramálið. Þau tvö munu byrja norðaustan við land og skanna norðursvæðið til móts við Árna,“ segir fiskifræðingurinn Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Heimaey VE-1, eitt af skipum Ísfélagsins, heldur til loðnuleitar í dag.Vilhelm Gunnarsson „Leiðangur Árna var alltaf fyrirhugaður og beinist sérstaklega að því að kanna mögulega vestangöngu. Við höfum ekki fengið neinar ábendingar sem verið er að kanna. Hér er sem sagt fyrst og fremst verið að kanna hvort eitthvað af hrygningarloðnu sé seinna á ferðinni og hafi gengið inn á svæðið síðan að mælingar fóru fram þarna í janúar,“ segir fiskifræðingurinn. En hafa áhafnir rannsóknaskipanna séð eitthvað af loðnu núna úti af Vestfjörðum? „Þau á Árna og Bjarna hafa orðið vör við loðnu en það var ókynþroska loðna að mestu leyti. Annars er alltof snemmt að álykta nokkuð enda yfirferðin nýbyrjuð,“ svarar Guðmundur.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Tengdar fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58 Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Bráðabirgðaniðurstöður bergmálsmælinga Hafrannsóknarstofnunar sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025. 24. janúar 2025 16:48 Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35
Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28
Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58
Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Bráðabirgðaniðurstöður bergmálsmælinga Hafrannsóknarstofnunar sýna að heildarmagn fullorðinnar loðnu sem myndar veiðistofn vertíðarinnar, er aðeins um tveir þriðju þess sem mældist í september 2024. Það er því fyrirséð að þessar mælingar sem lokið er við nægja ekki til að breyta fyrri ráðgjöf um að engar veiðar verði leyfðar veturinn 2024/2025. 24. janúar 2025 16:48