Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar 6. febrúar 2025 07:04 Í dag, 6. febrúar, fögnum við Degi leikskólans, líkt og gert hefur verið um langt árabil. Á þessum merkisdegi í sögu leikskólans stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök fyrir 75 árum. Stofnun samtakanna árið 1950 markaði upphaf þeirrar baráttu sem enn er til staðar, að efla og styrkja starf leikskóla og um leið að vekja athygli á mikilvægi hans. Á Degi leikskólans gefst tækifæri til að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og heiðra kennara og annað starfsfólk skólana fyrir það faglega og metnaðarfulla starf sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum. Um leið minnir dagurinn á að leikskólinn er undirstaða þess að börn og ungmenni þroskist og dafni á allri sinni skólagöngu. Þar er lagður mikilvægur grunnur að félags-, tilfinninga-, vitsmuna-, mál- og hreyfiþroska barna. Þar fá börn tækifæri til að þroskast í gegnum leik og öðlast færni sem fylgir þeim allt lífið. Í leikskóla þróa börn með sér félagslega færni, þau læra að eiga í samskiptum við aðra, leika sér með öðrum, deila, taka tillit til annarra og leysa ágreining. Í leikskóla læra börn að skilja og tjá tilfinningar sínar og tilfinningar annarra. Með öðrum orðum hjálpar leikskólastarf börnum að byggja upp heilbrigð tengsl og sambönd við aðra. Leikskólinn er einnig vettvangur fyrir börn til að kynnast menningu og því samfélagi sem þau búa í auk þess sem þau kynnast mikilvægi inngildingar og jafnréttis. Í leikskóla fá börn tækifæri til að efla sjálfstæði sitt og sjálfstraust. Þau kynnast nýjum áskorunum og öðlast nýja færni; þroska og efla ímyndunarafl sitt og sköpunargáfu og þjálfast í lausnaleit og ákvarðanatöku sem styrkir þau og gerir þau öruggari við að takast á við nýjar aðstæður. Það gefur auga leið að allt þetta þroskaferli og lærdómur verður ekki til í tómarúmi. Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn. Starf kennara er afar fjölbreytt og gegnir það lykilhlutverki í uppvexti, þroska og námi barna. Það er kennarinn sem skipuleggur og leiðbeinir í gegnum leik, listsköpun, tónlist, útiveru og hreyfingu. Það er kennarinn sem fylgist með þroska hvers barns og veitir stuðning við þau sem þurfa á því að halda og hvetur áfram. Það er kennarinn sem vinnur náið með foreldrum til að tryggja samfelldan stuðning við barnið. Það er kennarinn sem tengir leikskólann við samfélagið í kringum sig. Það er kennarinn sem er í stöðugri þróun og kynnir sér nýjar kennsluaðferðir og hugmyndafræði til að mæta þörfum allra barna sem best. Svo öll börn fái notið gæða menntunar þarf að tryggja þeim aðgang að góðum leikskólum þar sem kennarar starfa með fagmennsku að leiðarljósi. Því verða rekstraraðilar að fjárfesta í skólakerfinu, tryggja kennurum samkeppnishæf laun og góð starfsskilyrði. Það þarf stórsókn í menntamálum svo þetta raungerist því í dag eru einungis um 25% þeirra sem starfa við kennslu og umönnun í leikskólum kennarar, þvert á lög sem kveða á um 67% lágmark. Nýtum daginn til að fagna því sem vel er gert og krefjast um leið fjárfestingar í kennurum til að tryggja öllum börnum fagmennsku og stöðugleika. Til hamingju öll með dag leikskólans. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Skóla- og menntamál Jónína Hauksdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 6. febrúar, fögnum við Degi leikskólans, líkt og gert hefur verið um langt árabil. Á þessum merkisdegi í sögu leikskólans stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök fyrir 75 árum. Stofnun samtakanna árið 1950 markaði upphaf þeirrar baráttu sem enn er til staðar, að efla og styrkja starf leikskóla og um leið að vekja athygli á mikilvægi hans. Á Degi leikskólans gefst tækifæri til að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og heiðra kennara og annað starfsfólk skólana fyrir það faglega og metnaðarfulla starf sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum. Um leið minnir dagurinn á að leikskólinn er undirstaða þess að börn og ungmenni þroskist og dafni á allri sinni skólagöngu. Þar er lagður mikilvægur grunnur að félags-, tilfinninga-, vitsmuna-, mál- og hreyfiþroska barna. Þar fá börn tækifæri til að þroskast í gegnum leik og öðlast færni sem fylgir þeim allt lífið. Í leikskóla þróa börn með sér félagslega færni, þau læra að eiga í samskiptum við aðra, leika sér með öðrum, deila, taka tillit til annarra og leysa ágreining. Í leikskóla læra börn að skilja og tjá tilfinningar sínar og tilfinningar annarra. Með öðrum orðum hjálpar leikskólastarf börnum að byggja upp heilbrigð tengsl og sambönd við aðra. Leikskólinn er einnig vettvangur fyrir börn til að kynnast menningu og því samfélagi sem þau búa í auk þess sem þau kynnast mikilvægi inngildingar og jafnréttis. Í leikskóla fá börn tækifæri til að efla sjálfstæði sitt og sjálfstraust. Þau kynnast nýjum áskorunum og öðlast nýja færni; þroska og efla ímyndunarafl sitt og sköpunargáfu og þjálfast í lausnaleit og ákvarðanatöku sem styrkir þau og gerir þau öruggari við að takast á við nýjar aðstæður. Það gefur auga leið að allt þetta þroskaferli og lærdómur verður ekki til í tómarúmi. Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn. Starf kennara er afar fjölbreytt og gegnir það lykilhlutverki í uppvexti, þroska og námi barna. Það er kennarinn sem skipuleggur og leiðbeinir í gegnum leik, listsköpun, tónlist, útiveru og hreyfingu. Það er kennarinn sem fylgist með þroska hvers barns og veitir stuðning við þau sem þurfa á því að halda og hvetur áfram. Það er kennarinn sem vinnur náið með foreldrum til að tryggja samfelldan stuðning við barnið. Það er kennarinn sem tengir leikskólann við samfélagið í kringum sig. Það er kennarinn sem er í stöðugri þróun og kynnir sér nýjar kennsluaðferðir og hugmyndafræði til að mæta þörfum allra barna sem best. Svo öll börn fái notið gæða menntunar þarf að tryggja þeim aðgang að góðum leikskólum þar sem kennarar starfa með fagmennsku að leiðarljósi. Því verða rekstraraðilar að fjárfesta í skólakerfinu, tryggja kennurum samkeppnishæf laun og góð starfsskilyrði. Það þarf stórsókn í menntamálum svo þetta raungerist því í dag eru einungis um 25% þeirra sem starfa við kennslu og umönnun í leikskólum kennarar, þvert á lög sem kveða á um 67% lágmark. Nýtum daginn til að fagna því sem vel er gert og krefjast um leið fjárfestingar í kennurum til að tryggja öllum börnum fagmennsku og stöðugleika. Til hamingju öll með dag leikskólans. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun