Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2025 15:02 Kjartan Flosi klippir á borðann við opnun verksmiðjunnar í Smáralind í gær. Hagkaup opnuðu í gær Build-A-Bear-bangsaverksmiðju í verslun sinni í Smáralind. Fjöldi fólks lagði leið sína í bangsaverksmiðjuna og myndaðist löng röð fyrir opnunina. Bangsaverksmiðja Build-A-Bear gefur viðskiptavinum tækifæri til þess að búa til sinn persónulega bangsa og hafa slíkar verksmiðjur notið gríðarlegra vinsælda síðustu tvo áratugi. Hinn fimm ára Kjartan Flosi aðstoðaði lukkudýr Build-A-Bear við að klippa á borðann og opna verksmiðjuna formlega. Hann fékk í kjölfarið að verða fyrstur til að búa til bangsann sinn í Hagkaup Smáralind. Það myndaðist töluverð röð fyrir opnun bangsaverkmiðjunnar í gær. „Það var mikil spenna hjá viðstöddum sem voru mætt hér í Smáralindina allt að klukkutíma áður en við opnuðum. Við erum virkilega þakklát fyrir viðbrögðin og þolinmæðina því viðskiptavinir lögðu á sig töluverða bið eftir því að komast að,“ segir Lilja Gísladóttir, sérfræðingur markaðsmála hjá Hagkaup. Tilvonandi bangsaeigendur bíða spenntir eftir nýjum bangsa. Álagið varð svo mikið um tíma að vélin sem fyllir bangsana bilaði og því þurfti fylla bangsana handvirkt í smá stund. Orsakaði það smá spennu í eftirvæntingarfullum gestunum. „Við þurftum aðeins að biðja viðskipta vini að hinkra meðan verið var að greina bilunina en allt gekk upp á endanum og við segjum fall er farar heill,“ sagði Lilja. Fyrirtækið Build-a-Bear var stofnað árið 1997 í St. Louis í Missouri og var fyrsta bangsaverslunin opnuð sama ár í Saint Louis Galleria-verslunarmiðstöðin. Sjö árum síðar opnaði fyrsta verslunin utan Bandaríkjanna í Sheffield og í dag eru verksmiðjurnar 525 um allan heim. Bangsaverksmiðja Build-A-Bear verður áfram opin í samræmi við opnunartíma Hagkaups í Smáralind. Kátir verksmiðjustarfsmenn stilla sér upp með bangsahjörtum. Smáralind Verslun Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Bangsaverksmiðja Build-A-Bear gefur viðskiptavinum tækifæri til þess að búa til sinn persónulega bangsa og hafa slíkar verksmiðjur notið gríðarlegra vinsælda síðustu tvo áratugi. Hinn fimm ára Kjartan Flosi aðstoðaði lukkudýr Build-A-Bear við að klippa á borðann og opna verksmiðjuna formlega. Hann fékk í kjölfarið að verða fyrstur til að búa til bangsann sinn í Hagkaup Smáralind. Það myndaðist töluverð röð fyrir opnun bangsaverkmiðjunnar í gær. „Það var mikil spenna hjá viðstöddum sem voru mætt hér í Smáralindina allt að klukkutíma áður en við opnuðum. Við erum virkilega þakklát fyrir viðbrögðin og þolinmæðina því viðskiptavinir lögðu á sig töluverða bið eftir því að komast að,“ segir Lilja Gísladóttir, sérfræðingur markaðsmála hjá Hagkaup. Tilvonandi bangsaeigendur bíða spenntir eftir nýjum bangsa. Álagið varð svo mikið um tíma að vélin sem fyllir bangsana bilaði og því þurfti fylla bangsana handvirkt í smá stund. Orsakaði það smá spennu í eftirvæntingarfullum gestunum. „Við þurftum aðeins að biðja viðskipta vini að hinkra meðan verið var að greina bilunina en allt gekk upp á endanum og við segjum fall er farar heill,“ sagði Lilja. Fyrirtækið Build-a-Bear var stofnað árið 1997 í St. Louis í Missouri og var fyrsta bangsaverslunin opnuð sama ár í Saint Louis Galleria-verslunarmiðstöðin. Sjö árum síðar opnaði fyrsta verslunin utan Bandaríkjanna í Sheffield og í dag eru verksmiðjurnar 525 um allan heim. Bangsaverksmiðja Build-A-Bear verður áfram opin í samræmi við opnunartíma Hagkaups í Smáralind. Kátir verksmiðjustarfsmenn stilla sér upp með bangsahjörtum.
Smáralind Verslun Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira