Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2025 15:02 Kjartan Flosi klippir á borðann við opnun verksmiðjunnar í Smáralind í gær. Hagkaup opnuðu í gær Build-A-Bear-bangsaverksmiðju í verslun sinni í Smáralind. Fjöldi fólks lagði leið sína í bangsaverksmiðjuna og myndaðist löng röð fyrir opnunina. Bangsaverksmiðja Build-A-Bear gefur viðskiptavinum tækifæri til þess að búa til sinn persónulega bangsa og hafa slíkar verksmiðjur notið gríðarlegra vinsælda síðustu tvo áratugi. Hinn fimm ára Kjartan Flosi aðstoðaði lukkudýr Build-A-Bear við að klippa á borðann og opna verksmiðjuna formlega. Hann fékk í kjölfarið að verða fyrstur til að búa til bangsann sinn í Hagkaup Smáralind. Það myndaðist töluverð röð fyrir opnun bangsaverkmiðjunnar í gær. „Það var mikil spenna hjá viðstöddum sem voru mætt hér í Smáralindina allt að klukkutíma áður en við opnuðum. Við erum virkilega þakklát fyrir viðbrögðin og þolinmæðina því viðskiptavinir lögðu á sig töluverða bið eftir því að komast að,“ segir Lilja Gísladóttir, sérfræðingur markaðsmála hjá Hagkaup. Tilvonandi bangsaeigendur bíða spenntir eftir nýjum bangsa. Álagið varð svo mikið um tíma að vélin sem fyllir bangsana bilaði og því þurfti fylla bangsana handvirkt í smá stund. Orsakaði það smá spennu í eftirvæntingarfullum gestunum. „Við þurftum aðeins að biðja viðskipta vini að hinkra meðan verið var að greina bilunina en allt gekk upp á endanum og við segjum fall er farar heill,“ sagði Lilja. Fyrirtækið Build-a-Bear var stofnað árið 1997 í St. Louis í Missouri og var fyrsta bangsaverslunin opnuð sama ár í Saint Louis Galleria-verslunarmiðstöðin. Sjö árum síðar opnaði fyrsta verslunin utan Bandaríkjanna í Sheffield og í dag eru verksmiðjurnar 525 um allan heim. Bangsaverksmiðja Build-A-Bear verður áfram opin í samræmi við opnunartíma Hagkaups í Smáralind. Kátir verksmiðjustarfsmenn stilla sér upp með bangsahjörtum. Smáralind Verslun Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Bangsaverksmiðja Build-A-Bear gefur viðskiptavinum tækifæri til þess að búa til sinn persónulega bangsa og hafa slíkar verksmiðjur notið gríðarlegra vinsælda síðustu tvo áratugi. Hinn fimm ára Kjartan Flosi aðstoðaði lukkudýr Build-A-Bear við að klippa á borðann og opna verksmiðjuna formlega. Hann fékk í kjölfarið að verða fyrstur til að búa til bangsann sinn í Hagkaup Smáralind. Það myndaðist töluverð röð fyrir opnun bangsaverkmiðjunnar í gær. „Það var mikil spenna hjá viðstöddum sem voru mætt hér í Smáralindina allt að klukkutíma áður en við opnuðum. Við erum virkilega þakklát fyrir viðbrögðin og þolinmæðina því viðskiptavinir lögðu á sig töluverða bið eftir því að komast að,“ segir Lilja Gísladóttir, sérfræðingur markaðsmála hjá Hagkaup. Tilvonandi bangsaeigendur bíða spenntir eftir nýjum bangsa. Álagið varð svo mikið um tíma að vélin sem fyllir bangsana bilaði og því þurfti fylla bangsana handvirkt í smá stund. Orsakaði það smá spennu í eftirvæntingarfullum gestunum. „Við þurftum aðeins að biðja viðskipta vini að hinkra meðan verið var að greina bilunina en allt gekk upp á endanum og við segjum fall er farar heill,“ sagði Lilja. Fyrirtækið Build-a-Bear var stofnað árið 1997 í St. Louis í Missouri og var fyrsta bangsaverslunin opnuð sama ár í Saint Louis Galleria-verslunarmiðstöðin. Sjö árum síðar opnaði fyrsta verslunin utan Bandaríkjanna í Sheffield og í dag eru verksmiðjurnar 525 um allan heim. Bangsaverksmiðja Build-A-Bear verður áfram opin í samræmi við opnunartíma Hagkaups í Smáralind. Kátir verksmiðjustarfsmenn stilla sér upp með bangsahjörtum.
Smáralind Verslun Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent