Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. febrúar 2025 14:04 Frá fundinum á Hellu þar sem fólk spurði fjölmargra spurninga vegna verkefnisins og fékk svör til baka. Aðsend Landsvirkjun leitar nú logandi ljósi að gistingu fyrir starfsfólk sitt á Suðurlandi vegna mikilla framkvæmda á svæðinu næstu þrjú árin, ekki síst í kringum Búrfell og þar í kring. Starfsmenn Landsvirkjunar voru með tvo fundi á Suðurlandi í vikunni þar sem fólki var boðið að koma á vegna gistiverkefnisins en fundirnir voru haldnir annars vegar í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi og hins vegar á Hótel Stracta á Hellu. Sigurgeir Björn Geirsson, yfirverkefnastjóri Búrfellslundar við Vaðöldu var á fundunum og veit allt um málið. „Við höfum hingað til leyst þessa gistingu með því að vera með okkar eigin vinnubúðir og óskað eftir því að verktakar, sem eru að vinna fyrir okkur komi með búðir fyrir sitt starfsfólk en nú er umfangið bara meira og við sjáum tækifæri í því að leita til nærsamfélagsins eftir þjónustu, þar að segja að bjóða upp á gistingu í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir okkar á Þjórsár- og túnársvæðinu á næstu árum,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir segir að allir geti boðið gistingu, hvort sem það eru ferðaþjónustufyrirtæki, hótel eða bara í heimahúsum, allt væri skoðað með jákvæðum huga. Valkvætt er hvort boðið verður upp á morgunmat eða ekki. „Við gerðum mikla og ríka kröfu um gistiaðstöðu fyrir starfsfólk, sem tekur þátt í verkefnunum okkar,“ segir Sigurgeir enn fremur. Um er að ræða rammasamning um gistingu starfsmanna Landsvirkjunar á Suðurlandi næstu þrjú árin.Aðsend Hann segir erfitt að segja hvað þurfi gistipláss fyrir marga starfsmenn en mjög líklega fyrir fleiri en 50 yfir lengri tíma. En hvaða stóru framkvæmdir eru þetta á Suðurlandi helst, sem Landsvirkjun er að vinna í eða að fara að vinna í? „Þá erum við að tala um Búrfellslund við Vaðöldu, við erum að tala um Hvamm, við erum að tala um Sigöldu, stækkun Sigöldu og svo gæti líka komið til gisting vegna ýmissa endurbótaverka fram undan,“ segir Sigurgeir Björn. Sigurgeir Björn Geirsson, yfirverkefnastjóri Búrfellslundar við Vaðöldu hjá Landsvirkjun, sem var meðal annars á fundunum í Árnesi og á Hellu.Aðsend Landsvirkjun Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira
Starfsmenn Landsvirkjunar voru með tvo fundi á Suðurlandi í vikunni þar sem fólki var boðið að koma á vegna gistiverkefnisins en fundirnir voru haldnir annars vegar í félagsheimilinu Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi og hins vegar á Hótel Stracta á Hellu. Sigurgeir Björn Geirsson, yfirverkefnastjóri Búrfellslundar við Vaðöldu var á fundunum og veit allt um málið. „Við höfum hingað til leyst þessa gistingu með því að vera með okkar eigin vinnubúðir og óskað eftir því að verktakar, sem eru að vinna fyrir okkur komi með búðir fyrir sitt starfsfólk en nú er umfangið bara meira og við sjáum tækifæri í því að leita til nærsamfélagsins eftir þjónustu, þar að segja að bjóða upp á gistingu í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir okkar á Þjórsár- og túnársvæðinu á næstu árum,“ segir Sigurgeir. Sigurgeir segir að allir geti boðið gistingu, hvort sem það eru ferðaþjónustufyrirtæki, hótel eða bara í heimahúsum, allt væri skoðað með jákvæðum huga. Valkvætt er hvort boðið verður upp á morgunmat eða ekki. „Við gerðum mikla og ríka kröfu um gistiaðstöðu fyrir starfsfólk, sem tekur þátt í verkefnunum okkar,“ segir Sigurgeir enn fremur. Um er að ræða rammasamning um gistingu starfsmanna Landsvirkjunar á Suðurlandi næstu þrjú árin.Aðsend Hann segir erfitt að segja hvað þurfi gistipláss fyrir marga starfsmenn en mjög líklega fyrir fleiri en 50 yfir lengri tíma. En hvaða stóru framkvæmdir eru þetta á Suðurlandi helst, sem Landsvirkjun er að vinna í eða að fara að vinna í? „Þá erum við að tala um Búrfellslund við Vaðöldu, við erum að tala um Hvamm, við erum að tala um Sigöldu, stækkun Sigöldu og svo gæti líka komið til gisting vegna ýmissa endurbótaverka fram undan,“ segir Sigurgeir Björn. Sigurgeir Björn Geirsson, yfirverkefnastjóri Búrfellslundar við Vaðöldu hjá Landsvirkjun, sem var meðal annars á fundunum í Árnesi og á Hellu.Aðsend
Landsvirkjun Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Sjá meira