Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. janúar 2025 22:53 Donald Trump á skrifstofu sinni. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að leggja háa tolla á vörur frá Mexíkó, Kanada og Kína. Löndin eiga í miklum viðskiptum við Bandaríkin. Trump hefur ákveðið að leggja 25% tollgjöld á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. Tollurinn tekur gildi á morgun, 1. febrúar. Trump sagði í nóvember að hann vildi leggja á tollinn til að koma í veg fyrir að fíkniefni og innflytjendur kæmist til Bandaríkjanna. „Magn fentanýl sem hefur verið gert upptækt á landamærunum fyrir sunnan á síðustu árum getur drepið mörg þúsund Bandaríkjamenn,“ sagði Karoline Leavitt, fréttaritari Hvíta hússins. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. „Við munum greina frá tollum fyrir Kanada og Mexíkó af ýmsum ástæðum. Ég ætla að setja 25% toll á Kanada, og önnur 25% á Mexíkó, við virkilega þurfum að gera það,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Frá Mexíkó, Kína og Kanada kemur um þriðjungur innflutts varnings í Bandaríkjunum. Tugir milljóna Bandaríkjamanna vinna störf í tengslum við innflutning. Þessi ákvörðun Trumps getur haft áhrif á neytendur í Bandaríkjunum með hækkandi vöruverði og vöruskorti. Ef að tollgjöldin eiga við innflutning á olíu getur bensínverð hækkað hratt. Um sextíu prósent af innfluttri olíu í Bandaríkjunum kemur frá Kanada og sjö prósent frá Mexíkó. „Við þurfum ekki það sem þau eiga,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði í færslu á X-síðu sinni að enginn vilji tollgjöldin og ef að Bandaríkin fylgi þessu eftir sé Kanada tilbúið með hörð viðbrögð. No one — on either side of the border — wants to see American tariffs on Canadian goods. I met with our Canada-U.S. Council today. We’re working hard to prevent these tariffs, but if the United States moves ahead, Canada’s ready with a forceful and immediate response.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 31, 2025 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði í viðtali í morgun að mexíkósk yfirvöld höfðu starfað mánuðum saman að undirbúa viðbrögð þeirra við tollgjöldunum. Hún segir þau tilbúin fyrir allt. Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Kína Skattar og tollar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira
Trump hefur ákveðið að leggja 25% tollgjöld á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. Tollurinn tekur gildi á morgun, 1. febrúar. Trump sagði í nóvember að hann vildi leggja á tollinn til að koma í veg fyrir að fíkniefni og innflytjendur kæmist til Bandaríkjanna. „Magn fentanýl sem hefur verið gert upptækt á landamærunum fyrir sunnan á síðustu árum getur drepið mörg þúsund Bandaríkjamenn,“ sagði Karoline Leavitt, fréttaritari Hvíta hússins. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. „Við munum greina frá tollum fyrir Kanada og Mexíkó af ýmsum ástæðum. Ég ætla að setja 25% toll á Kanada, og önnur 25% á Mexíkó, við virkilega þurfum að gera það,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Frá Mexíkó, Kína og Kanada kemur um þriðjungur innflutts varnings í Bandaríkjunum. Tugir milljóna Bandaríkjamanna vinna störf í tengslum við innflutning. Þessi ákvörðun Trumps getur haft áhrif á neytendur í Bandaríkjunum með hækkandi vöruverði og vöruskorti. Ef að tollgjöldin eiga við innflutning á olíu getur bensínverð hækkað hratt. Um sextíu prósent af innfluttri olíu í Bandaríkjunum kemur frá Kanada og sjö prósent frá Mexíkó. „Við þurfum ekki það sem þau eiga,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði í færslu á X-síðu sinni að enginn vilji tollgjöldin og ef að Bandaríkin fylgi þessu eftir sé Kanada tilbúið með hörð viðbrögð. No one — on either side of the border — wants to see American tariffs on Canadian goods. I met with our Canada-U.S. Council today. We’re working hard to prevent these tariffs, but if the United States moves ahead, Canada’s ready with a forceful and immediate response.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 31, 2025 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði í viðtali í morgun að mexíkósk yfirvöld höfðu starfað mánuðum saman að undirbúa viðbrögð þeirra við tollgjöldunum. Hún segir þau tilbúin fyrir allt.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Kína Skattar og tollar Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Sjá meira