Sleginn yfir því hversu margir setji sig í samband við börn daglega Jón Þór Stefánsson skrifar 30. janúar 2025 10:48 Sævar Þór Jónsson er lögmaður ungmennis sem er í svokölluðum tálbeituhóp. Vísir/Vilhelm Sævar Þór Jónsson, lögmaður ungmennis sem er meðlimur úr eins konar tálbeituhóp, segir að lögreglan verði að taka gögn sem hópurinn hafi afhent lögreglu alvarlega. Undanfarið hefur mikið farið fyrir tálbeituaðgerðum í umræðunni. Greint hefur verið frá því að myndbönd af ungmennum að ganga í skrokk á meintum barnaníðingum gagni manna á milli á samfélagmiðlum. Sævar segist hafa vitneskju um að meðlimir hópsins hafi afhent lögreglu lista yfir einstaklinga sem þá grunar um græsku í þessum málum. Það hefur komið fram að lögregla sé með til skoðunar hvort hún geti notað umrædd gögn. Það er mat Sævars að gögnin sé hægt að nota með þeim hætti að þau geti verið tilefni til frekari rannsóknar. „Það er þannig í okkar lögum að það er brot ef maður setur sig í samband við barn undir lögaldri, með kynferðislegum samskiptum. Það er alveg augljóst að mínu mati, miðað við það sem ég hef séð, að það hefur átt sér stað brot,“ sagði Sævar Þór í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það sem hefur slegið mig kannski í þessu er að ég áttaði mig ekki sjálfur á því að það er fjöldinn allur af eldri einstaklingum, mönnum og líka konum, sem eru að setja sig í samband við börn. Það er mjög stór fjöldi á hverjum degi virðist vera.“ Hvað erum við að tala um, í fjölda? „Þetta eru sirka tuttugu einstaklingar kannski á dag sem þessir hópar hafa verið í samskiptum við. Það er svolítið mikið magn finnst mér“ Sævar Þór segir að þó að lögreglan sé undirmönnuð sé mikilvægt að hún setji þessi mál í forgang þar sem þau varði börn. Hann veltir upp þeirri hugmynd um hvort tími sé kominn á að lögreglan fari sjálf í einhverskonar tálbeituaðgerðir. Slíkt hefur ekki viðgengist hér á landi, en þekkist einhvers staðar erlendis. Útfærsla á því þyrfti skýran lagaramma, en Sævar telur núverandi lagagrundvöll ekki nægjanlega skýrann. „Þó að þetta séu ungmenni þá eru þetta samt einstaklingar sem eru að benda á staðreyndir. Það er ekki hægt að segja að þessi gögn séu einhver tilbúningur. Það þarf að rannsaka þau. Það eru samskipti við einstaklinga sem augljóslega benda til þess að þeir viti við hvern þau séu að tala, þau eru að tala við börn.“ Þá segist hann hafa séð samskipti sem bendi til þess að menn reyni að koma sér í samband við börn, og reyni að greiða þeim með fíkniefnum. „Það sem er enn þá verra er það virðist vera, miðað við samskiptin sem ég hef séð, að það séu einstaklingar að nota börn í þeim tilgangi að koma þeim í samskipti við menn sem hafa áhuga á slíku gegn þá greiðslu með fíkniefnum og fleira. Þetta er mjög víðtækt á mörgum sviðum.“ Sævar segir að það gangi síðan ekki upp að þessir tálbeituhópar taki lögin í sínar eigin hendur. „Það er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að horfa til, að þegar að einstaklingar, við erum ekki bara að tala um einn hóp heldur fleiri hópa, telja sig knúna til að taka lögin í sínar hendur. Þá er eitthvað mikið að.“ Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Ofbeldi barna Samfélagsmiðlar Stafrænt ofbeldi Bítið Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira
Undanfarið hefur mikið farið fyrir tálbeituaðgerðum í umræðunni. Greint hefur verið frá því að myndbönd af ungmennum að ganga í skrokk á meintum barnaníðingum gagni manna á milli á samfélagmiðlum. Sævar segist hafa vitneskju um að meðlimir hópsins hafi afhent lögreglu lista yfir einstaklinga sem þá grunar um græsku í þessum málum. Það hefur komið fram að lögregla sé með til skoðunar hvort hún geti notað umrædd gögn. Það er mat Sævars að gögnin sé hægt að nota með þeim hætti að þau geti verið tilefni til frekari rannsóknar. „Það er þannig í okkar lögum að það er brot ef maður setur sig í samband við barn undir lögaldri, með kynferðislegum samskiptum. Það er alveg augljóst að mínu mati, miðað við það sem ég hef séð, að það hefur átt sér stað brot,“ sagði Sævar Þór í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það sem hefur slegið mig kannski í þessu er að ég áttaði mig ekki sjálfur á því að það er fjöldinn allur af eldri einstaklingum, mönnum og líka konum, sem eru að setja sig í samband við börn. Það er mjög stór fjöldi á hverjum degi virðist vera.“ Hvað erum við að tala um, í fjölda? „Þetta eru sirka tuttugu einstaklingar kannski á dag sem þessir hópar hafa verið í samskiptum við. Það er svolítið mikið magn finnst mér“ Sævar Þór segir að þó að lögreglan sé undirmönnuð sé mikilvægt að hún setji þessi mál í forgang þar sem þau varði börn. Hann veltir upp þeirri hugmynd um hvort tími sé kominn á að lögreglan fari sjálf í einhverskonar tálbeituaðgerðir. Slíkt hefur ekki viðgengist hér á landi, en þekkist einhvers staðar erlendis. Útfærsla á því þyrfti skýran lagaramma, en Sævar telur núverandi lagagrundvöll ekki nægjanlega skýrann. „Þó að þetta séu ungmenni þá eru þetta samt einstaklingar sem eru að benda á staðreyndir. Það er ekki hægt að segja að þessi gögn séu einhver tilbúningur. Það þarf að rannsaka þau. Það eru samskipti við einstaklinga sem augljóslega benda til þess að þeir viti við hvern þau séu að tala, þau eru að tala við börn.“ Þá segist hann hafa séð samskipti sem bendi til þess að menn reyni að koma sér í samband við börn, og reyni að greiða þeim með fíkniefnum. „Það sem er enn þá verra er það virðist vera, miðað við samskiptin sem ég hef séð, að það séu einstaklingar að nota börn í þeim tilgangi að koma þeim í samskipti við menn sem hafa áhuga á slíku gegn þá greiðslu með fíkniefnum og fleira. Þetta er mjög víðtækt á mörgum sviðum.“ Sævar segir að það gangi síðan ekki upp að þessir tálbeituhópar taki lögin í sínar eigin hendur. „Það er eitthvað sem við sem samfélag þurfum að horfa til, að þegar að einstaklingar, við erum ekki bara að tala um einn hóp heldur fleiri hópa, telja sig knúna til að taka lögin í sínar hendur. Þá er eitthvað mikið að.“
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Ofbeldi barna Samfélagsmiðlar Stafrænt ofbeldi Bítið Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira