Norska stjórnin gæti sprungið í dag Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2025 08:56 Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra. Dagar ríkisstjórnar hans og Miðflokksins virðast vera taldir. Vísir/EPA Líklegt er talið að samsteypustjórn Verkamannaflokksins og Miðflokksins í Noregi springi jafnvel strax í dag. Þrátefli er sagt uppi á milli flokkanna um hvort innleiða eigi Evróputilskipanir sem eru hluti af svonefndum fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Heimildir norska ríkisútvarpsins herma að líklegasta niðurstaðan sé að Miðflokkurinn gangi út úr ríkisstjórnarsamstarfinu. Það gæti jafnvel gerst strax eftir fyrirhugaðan fund flokksmanna í dag. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, er sagður hafa afboðað sig á viðburð í dag vegna neyðarástandsins á stjórnarheimilinu. Verkamannaflokkurinn telur nauðsynlegt að innleiða strax evrópsku tilskipanirnar en Miðflokkurinn hafnar frekara samstarfi við Evrópusambandið í orkumálum. Deilurnar eiga sér í stað í skugga áhyggna Norðmanna af sögulega háu raforkuverði í vetur. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu hvor í sínu horni í gær en það virðist ekki hafa breytt afstöðu þeirra. Nokkrir flokkar á norska þinginu og hluti verkalýðshreyfingarinnar er sagður vilja að Noregur segi sig alfarið úr samstarfi við ESB í orkumálum. Sérfræðingar sem norska ríkisútvarpið hefur rætt við segja að það gæti stefnt EES-samningum sjálfum í tvísýnu. Ísland á aðild að samningnum auk Noregs og Liechtenstein. Þingkosningar eiga að fara fram í Noregi í september. Gangi Miðflokkurinn úr ríkisstjórninni þyrfti Verkamannaflokkurinn að reiða sig á stuðning nokkurra flokka til þess að koma málum í gegnum þingið. Noregur Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna í Noregi funda um framtíð samstarfs þeirra í dag. Óeining á milla flokkanna um svonefndan fjórða orkupakka Evrópusambandsins gæti splundrað stjórninni. 29. janúar 2025 10:48 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Sjá meira
Heimildir norska ríkisútvarpsins herma að líklegasta niðurstaðan sé að Miðflokkurinn gangi út úr ríkisstjórnarsamstarfinu. Það gæti jafnvel gerst strax eftir fyrirhugaðan fund flokksmanna í dag. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, er sagður hafa afboðað sig á viðburð í dag vegna neyðarástandsins á stjórnarheimilinu. Verkamannaflokkurinn telur nauðsynlegt að innleiða strax evrópsku tilskipanirnar en Miðflokkurinn hafnar frekara samstarfi við Evrópusambandið í orkumálum. Deilurnar eiga sér í stað í skugga áhyggna Norðmanna af sögulega háu raforkuverði í vetur. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu hvor í sínu horni í gær en það virðist ekki hafa breytt afstöðu þeirra. Nokkrir flokkar á norska þinginu og hluti verkalýðshreyfingarinnar er sagður vilja að Noregur segi sig alfarið úr samstarfi við ESB í orkumálum. Sérfræðingar sem norska ríkisútvarpið hefur rætt við segja að það gæti stefnt EES-samningum sjálfum í tvísýnu. Ísland á aðild að samningnum auk Noregs og Liechtenstein. Þingkosningar eiga að fara fram í Noregi í september. Gangi Miðflokkurinn úr ríkisstjórninni þyrfti Verkamannaflokkurinn að reiða sig á stuðning nokkurra flokka til þess að koma málum í gegnum þingið.
Noregur Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna í Noregi funda um framtíð samstarfs þeirra í dag. Óeining á milla flokkanna um svonefndan fjórða orkupakka Evrópusambandsins gæti splundrað stjórninni. 29. janúar 2025 10:48 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Sjá meira
Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna í Noregi funda um framtíð samstarfs þeirra í dag. Óeining á milla flokkanna um svonefndan fjórða orkupakka Evrópusambandsins gæti splundrað stjórninni. 29. janúar 2025 10:48