Fulltrúar háskólans í Colorado Springs, þar sem keppnin fór fram, hafa staðfest andlát áhorfandans. Talið er að hann hafi verið faðir keppanda á mótinu.
Ekki hefur verið staðfest hver sleggjukastarinn er. Sleggja hans fór í gegnum nokkur öryggishlið, upp í stúku og í áhorfandann. Hann var úrskurðaður látinn á staðnum.
Samkvæmt sjónvarpsstöðinni KRDO reyndi áhorfandinn að hlífa konu sinni og syni frá því að verða fyrir sleggjunni.
„Við erum í áfalli yfir þessu skelfilega slysi og einbeitum okkur að því að styðja alla hlutaðeigandi,“ sagði Jennifer Sobanet frá háskólanum í Colorado Springs.