Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2025 12:24 Bryndís Haraldsdóttir situr í ráðinu og segir hún mikilvægt að taka hótanirnar alvarlega. Vísir/Vilhelm Íslenskur þingmaður í Vestnorræna ráðinu, sem er samstarfsráð Íslands, Færeyja og Grænlands, segir að taka þurfi hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi alvarlega. Ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við Grænland. Átján þingmenn sitja í Vestnorræna ráðinu frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum en ráðið hefur verið starfandi í um fjörutíu ár. Ráðið kom saman hér á landi í síðustu viku. Á meðal þess sem rætt var á fundum þess eru ítrekaðar yfirlýsingar Donalds Trump forseta Bandaríkjanna um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í ráðinu segir hún grænlensku þingmennina hafa farið vel yfir stöðuna. „Þau eru auðvitað óörugg og finnst þetta auðvitað óþægilegt og auðvitað einhver ákveðin reiði en þetta var nú kjölfar innsetningarræðu Trumps þannig þau voru svona ánægð að þetta hefði ekki verið nefnt í innsetningarræðunni. En auðvitað er allt farið á stað af þeirra hálfu bæði á vettvangi stjórnvalda og líka hjá þingmönnunum. Að tala við sem flesta og koma sínum sjónarmiðum á framfæri en það er auðvitað alveg ljóst að þetta er einhvers konar hrærigrautur af allskonar tilfinningum. Maður heyrir það, en ég þekki nú marga þingmenn þarna ágætlega, að auðvitað er fólk bara slegið. Vestnorræna ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem það lýsir yfir fullum stuðningi við Grænland og ítrekar að Grænlendingar ráði sinni framtíð sjálfir. Bryndís segir ályktuninni meðal annars beint til þingmanna annarra landa þar á meðal í Bandaríkjunum. „Vekja þingmenn á þessu svæði til umhugsunar um það hversu alvarlegar þessar, hvað eigum við að segja, fyrirsagnir eða viðbrögð Trumps eru í þessu máli.“ Bryndís segir að í fyrstu hafi hún ekki viljað gera of mikið úr orðum Trumps en málið verði alvarlegra með hverjum deginum sem líði. „Það er einhvern veginn eins og þetta ágerist með degi hverjum eða klukkutíma hverjum eftir því sem Trump talar meira eða tweetar meira þannig að þetta er auðvitað ekki gott. Þetta er alvörumál og mér finnst mjög mikilvægt að bæði íslensk stjórnvöld og íslenskir þingmenn standi þétt með Grænlendingum og vinum okkar á Norðurlöndum. Ég mun á vettvangi Norðurlandaráðs, fái ég tækifæri til þess, hvetja enn frekar til þess að við stöndum nú styrk með Grænlendingum. Það er auðvitað ekkert grín þegar helsta bandaþjóð okkar hótar eða gefur í skyn einhvers konar yfirtöku á annarra manna landi. Það er auðvitað eitthvað sem á ekkert að líðast í lýðræðissamfélagi.“ Grænland Alþingi Donald Trump Utanríkismál Tengdar fréttir Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49 Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Átján þingmenn sitja í Vestnorræna ráðinu frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum en ráðið hefur verið starfandi í um fjörutíu ár. Ráðið kom saman hér á landi í síðustu viku. Á meðal þess sem rætt var á fundum þess eru ítrekaðar yfirlýsingar Donalds Trump forseta Bandaríkjanna um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins situr í ráðinu segir hún grænlensku þingmennina hafa farið vel yfir stöðuna. „Þau eru auðvitað óörugg og finnst þetta auðvitað óþægilegt og auðvitað einhver ákveðin reiði en þetta var nú kjölfar innsetningarræðu Trumps þannig þau voru svona ánægð að þetta hefði ekki verið nefnt í innsetningarræðunni. En auðvitað er allt farið á stað af þeirra hálfu bæði á vettvangi stjórnvalda og líka hjá þingmönnunum. Að tala við sem flesta og koma sínum sjónarmiðum á framfæri en það er auðvitað alveg ljóst að þetta er einhvers konar hrærigrautur af allskonar tilfinningum. Maður heyrir það, en ég þekki nú marga þingmenn þarna ágætlega, að auðvitað er fólk bara slegið. Vestnorræna ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem það lýsir yfir fullum stuðningi við Grænland og ítrekar að Grænlendingar ráði sinni framtíð sjálfir. Bryndís segir ályktuninni meðal annars beint til þingmanna annarra landa þar á meðal í Bandaríkjunum. „Vekja þingmenn á þessu svæði til umhugsunar um það hversu alvarlegar þessar, hvað eigum við að segja, fyrirsagnir eða viðbrögð Trumps eru í þessu máli.“ Bryndís segir að í fyrstu hafi hún ekki viljað gera of mikið úr orðum Trumps en málið verði alvarlegra með hverjum deginum sem líði. „Það er einhvern veginn eins og þetta ágerist með degi hverjum eða klukkutíma hverjum eftir því sem Trump talar meira eða tweetar meira þannig að þetta er auðvitað ekki gott. Þetta er alvörumál og mér finnst mjög mikilvægt að bæði íslensk stjórnvöld og íslenskir þingmenn standi þétt með Grænlendingum og vinum okkar á Norðurlöndum. Ég mun á vettvangi Norðurlandaráðs, fái ég tækifæri til þess, hvetja enn frekar til þess að við stöndum nú styrk með Grænlendingum. Það er auðvitað ekkert grín þegar helsta bandaþjóð okkar hótar eða gefur í skyn einhvers konar yfirtöku á annarra manna landi. Það er auðvitað eitthvað sem á ekkert að líðast í lýðræðissamfélagi.“
Grænland Alþingi Donald Trump Utanríkismál Tengdar fréttir Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49 Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Íslands var látin vita af skyndifundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn sem fram fór í gær um Grænland og öryggismál sama dag og fundurinn var haldinn. Í svörum frá forsætisráðuneytinu segir að fundurinn hafi verið haldinn í tengslum við minningarathöfn í Auschwitz þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er fulltrúi Íslands en ekki Kristrún. 27. janúar 2025 13:49
Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45