„Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2025 10:17 Sjálfstæðismenn hafa aðsetur í Valhöll við Háaleitisbraut. Vísir/Hanna Sjálfstæðisflokkurinn lítur svo á að hann hafi uppfyllt skilyrði laga til þess að fá fjárstyrk frá ríkinu þrátt fyrir að hann hafi ekki verið skráður sem stjórnmálasamtök þegar styrkur var greiddur út árið 2022. Flokkurinn þáði þá 167 milljónir króna úr ríkissjóði. Komið hefur í ljós að nokkrir stjórnmálaflokkar þáðu samtals hundruð milljónir króna í ríkisstyrki þrátt fyrir að þeir væru ekki skráðir sem stjórnmálasamtök undanfarin ár. Skráning sem stjórnmálasamtök var gerð að skilyrði slíkra greiðslna með breytingum á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka sem tóku gildi í júní 2021. Einn þessara flokka er Sjálfstæðisflokkurinn sem þáði hátt í 170 milljónir króna fyrir árið 2022 þrátt fyrir að hann væri enn skráður sem félagasamtök þegar styrkurinn var greiddur út í janúar 2022. Skráningunni var ekki breytt fyrr en í apríl það ár. Í yfirlýsingu sem Ingvar Pétur Guðbjörnsson, upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins sendi fjölmiðlum í kjölfar umfjöllunar Vísis í gær, kemur fram að flokkurinn líti svo á að hann hafi uppfyllt skilyrði laga og innan þeirra tímamarka sem lög kveða á um. Eyðublað um skráningu flokka sem stjórnmálasamtaka hjá ríkisskattstjóra hafi ekki verið tilbúið fyrr en 12. janúar 2022. Ekki hafi verið kveðið á um að skráningin þyrfti að fara fram innan ákveðins tíma. „Af eðli fjárlaga leiðir að það þurfti að vera innan ársins sem fjárheimildin nær yfir,“ segir í yfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins. Formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins hélt því ennfremur fram í aðsendri grein á Vísi í morgun að flokkarnir hafi aðeins þurft að laga skráningu sína á fjárlagaárinu 2022, ekki áður en styrkirnir voru greiddir út. Enginn dagsettur frestur um uppfyllingu skilyrðanna væri í lögunum. Tekið skal fram að lögin sem gerðu skráningu sem stjórnmálasamtök að skilyrði fyrir ríkisstyrk tóku gildi sumarið 2021. Lögunum var breytt til bráðabirgða skömmu síðar þannig að skráningin væri ekki skilyrði fyrir greiðslum fyrir árið 2021. Skráningin var skilyrði fyrir því að flokkar fengju greitt fyrir árið 2022 frá 1. janúar það ár. Greiðsla styrkjanna fyrir árið 2022 fór fram 25. janúar. Kveðið hefur verið á um þá dagsetningu í lögunum frá 2018. Mikið verk að gera ráð fyrir á annað hundrað flokkseiningum Í framhaldinu hafi flokkurinn hafist handa við að uppfylla kröfur vegna skráningarinnar sem stjórnmálasamtök. Í því fólst meðal annars að taka saman yfirlit yfir allar einingar sem störfuðu innan flokksins og að skilgreina hvert hlutverk þeirra væri. Þetta segir flokkurinn hafa verið töluvert umfangsmikið þar sem flokkseiningarnar séu vel á annan hundrað talsins. Auk þess hafi verið unnið að nauðsynlegum breytingum á samþykktum flokksins vegna nýrra krafna í lögum. Skráningunni hafi svo verið skilað til skattsins 8. apríl, um tveimur og hálfum mánuðum eftir að styrkurinn fyrir árið 2022 var greiddur út. „Sjálfstæðisflokkurinn lítur svo á að hann hafi uppfyllt þau skilyrði með vísan til þess sem að framan greinir og innan þeirra tímamarka sem leiða má af lögum. Var þeirri skráningu skilað til Skattsins með þeim hætti sem að framan greinir án þess að við það væru gerðar athugasemdir af hans hálfu,“ segir í yfirlýsingunni. Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, skrifaði undir loforð um að samþykktum flokksins yrði breytt til þess að samræmast lögum í apríl 2022. Skipulagsreglur flokksins samræmdust ekki lögum Þegar Sjálfstæðisflokkurinn breytti skráningu sinn í apríl 2022 fylgdi tilkynningunni yfirlýsing sem Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins, skrifaði undir. Þar kom fram að skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins uppfylltu ekki öll skilyrði laganna um stjórnmálasamtök eftir að þeim var breytt árið 2021. Aðeins landsfundur flokksins gæti breytt skipulagsreglunum. Lýsti framkvæmdastjórinn því yfir að nokkrum atriðum yrði bætt inn í reglurnar á næsta landsfundi svo að samþykktir hans uppfylltu lagaskilyrðin. Landsfundurinn fór fram í nóvember það ár. Á meðal þess sem bæta þurfti inn í samþykktir Sjálfstæðisflokksins voru hverjir rituðu firma flokksins, kjörtímabil endurskoðenda, reglur um slit samtakanna og hvernig fara ætti með eignir þeirra yrði þeim slitið eða þau lögð niður. Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Komið hefur í ljós að nokkrir stjórnmálaflokkar þáðu samtals hundruð milljónir króna í ríkisstyrki þrátt fyrir að þeir væru ekki skráðir sem stjórnmálasamtök undanfarin ár. Skráning sem stjórnmálasamtök var gerð að skilyrði slíkra greiðslna með breytingum á lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka sem tóku gildi í júní 2021. Einn þessara flokka er Sjálfstæðisflokkurinn sem þáði hátt í 170 milljónir króna fyrir árið 2022 þrátt fyrir að hann væri enn skráður sem félagasamtök þegar styrkurinn var greiddur út í janúar 2022. Skráningunni var ekki breytt fyrr en í apríl það ár. Í yfirlýsingu sem Ingvar Pétur Guðbjörnsson, upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins sendi fjölmiðlum í kjölfar umfjöllunar Vísis í gær, kemur fram að flokkurinn líti svo á að hann hafi uppfyllt skilyrði laga og innan þeirra tímamarka sem lög kveða á um. Eyðublað um skráningu flokka sem stjórnmálasamtaka hjá ríkisskattstjóra hafi ekki verið tilbúið fyrr en 12. janúar 2022. Ekki hafi verið kveðið á um að skráningin þyrfti að fara fram innan ákveðins tíma. „Af eðli fjárlaga leiðir að það þurfti að vera innan ársins sem fjárheimildin nær yfir,“ segir í yfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins. Formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins hélt því ennfremur fram í aðsendri grein á Vísi í morgun að flokkarnir hafi aðeins þurft að laga skráningu sína á fjárlagaárinu 2022, ekki áður en styrkirnir voru greiddir út. Enginn dagsettur frestur um uppfyllingu skilyrðanna væri í lögunum. Tekið skal fram að lögin sem gerðu skráningu sem stjórnmálasamtök að skilyrði fyrir ríkisstyrk tóku gildi sumarið 2021. Lögunum var breytt til bráðabirgða skömmu síðar þannig að skráningin væri ekki skilyrði fyrir greiðslum fyrir árið 2021. Skráningin var skilyrði fyrir því að flokkar fengju greitt fyrir árið 2022 frá 1. janúar það ár. Greiðsla styrkjanna fyrir árið 2022 fór fram 25. janúar. Kveðið hefur verið á um þá dagsetningu í lögunum frá 2018. Mikið verk að gera ráð fyrir á annað hundrað flokkseiningum Í framhaldinu hafi flokkurinn hafist handa við að uppfylla kröfur vegna skráningarinnar sem stjórnmálasamtök. Í því fólst meðal annars að taka saman yfirlit yfir allar einingar sem störfuðu innan flokksins og að skilgreina hvert hlutverk þeirra væri. Þetta segir flokkurinn hafa verið töluvert umfangsmikið þar sem flokkseiningarnar séu vel á annan hundrað talsins. Auk þess hafi verið unnið að nauðsynlegum breytingum á samþykktum flokksins vegna nýrra krafna í lögum. Skráningunni hafi svo verið skilað til skattsins 8. apríl, um tveimur og hálfum mánuðum eftir að styrkurinn fyrir árið 2022 var greiddur út. „Sjálfstæðisflokkurinn lítur svo á að hann hafi uppfyllt þau skilyrði með vísan til þess sem að framan greinir og innan þeirra tímamarka sem leiða má af lögum. Var þeirri skráningu skilað til Skattsins með þeim hætti sem að framan greinir án þess að við það væru gerðar athugasemdir af hans hálfu,“ segir í yfirlýsingunni. Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, skrifaði undir loforð um að samþykktum flokksins yrði breytt til þess að samræmast lögum í apríl 2022. Skipulagsreglur flokksins samræmdust ekki lögum Þegar Sjálfstæðisflokkurinn breytti skráningu sinn í apríl 2022 fylgdi tilkynningunni yfirlýsing sem Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins, skrifaði undir. Þar kom fram að skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins uppfylltu ekki öll skilyrði laganna um stjórnmálasamtök eftir að þeim var breytt árið 2021. Aðeins landsfundur flokksins gæti breytt skipulagsreglunum. Lýsti framkvæmdastjórinn því yfir að nokkrum atriðum yrði bætt inn í reglurnar á næsta landsfundi svo að samþykktir hans uppfylltu lagaskilyrðin. Landsfundurinn fór fram í nóvember það ár. Á meðal þess sem bæta þurfti inn í samþykktir Sjálfstæðisflokksins voru hverjir rituðu firma flokksins, kjörtímabil endurskoðenda, reglur um slit samtakanna og hvernig fara ætti með eignir þeirra yrði þeim slitið eða þau lögð niður.
Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent