Af skráningum stjórnmálaflokka og styrkjum til þeirra Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. janúar 2025 09:31 Stuðningsmenn Flokks fólksins og aðrir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, töldu sig heldur betur hafa komist í feitt þegar að fram kom í fjölmiðlum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið útgreiddan styrk frá ríkinu árið 2022, tveimur og hálfum mánuði áður en flokkurinn kláraði að skrá flokkinn með þeim hætti er lög frá árinu 2021 kveða á um. Öllu þessu fólki kann þó að hafa yfirsést það, valkvætt eða ekki, að þar sem styrkurinn var fyrir árið 2022, þurftu þessi skráningarmál að vera komin í lag á þvví ári sem styrkirnir voru greiddir út, en ekki fyrir daagsetningu útgreiðslunnar. Það er fjárlagaárið sem gildir, en ekki dagsetning útgreiðslunnar. Reyndar var því breytt í áðurnefndum lögum, að greiðslunum var flýtt framar á árið, þar sem sumir flokkar er styrkina þáðu, höfðu gert við það athugasemdir hversu seint á árinu styrkirnir bárust. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins þurfti að taka saman yfirlit yfir allar þær nærri tvöhundruð einingar er starfa innan flokksins og skilgreiningar á hlutverki þeirra. Ásamt því auðvitað að vinna að nauðsynlegum breytingum á samþykktum flokksins. Því öllu var lokið 8. Apríl 2022, tveimur og hálfum mánuði eftir að styrkirnir voru greiddir. Rétt skráning, átti sér því stað, innan þess fjárlagaárs sem umræðir. Ólíkt því sem segja má um Flokk fólksins. Það er hins vegar grundvallar munur á því að hefjast handa svo fljótt sem verða má að uppfylla skilyrðin fyrir þessum styrkjum eða að láta að minnsta kosti þrjú fjárlagaár líða þangað til að eitthvað er gert til þess að uppfylla skilyrðin.Ef engin haldbær rök eru því að skilyrðin hafi ekki verið uppfyllt innan fjárlagaársins, má ætla að um ásetning um að móttaka styrkinn vitandi að það væri andstætt lögum. En eflaust er það svo að þegar að stjórnmálaflokkur er rekinn eins og fjölskyldufyrirtæki við eldhúsborð formannsins að erfitt geti reynst að uppfylla skilyrði styrkjana. En það er samt auðvitað engin afsökun eða tilefni afsláttar á sök. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Það gæti því verið réttlætanlegt að Flokkur fólksins fái styrk fyrir yfirstandi fjárlagaár, svo fremi sem flokkurinn treysti sér til þess að uppfylla skilyrðin áður en árið er liðið. Að öðrum kosti endurgreiði flokkurinn styrkinn fyrir yfirstandandi ár. Alveg óháð því, er það svo eðlileg krafa að flokkurinn endurgreiði þá styrki sem hann hefur þegið með ólögmætum hætti árin 2022, 2023 og 2024. Enda gæti annað skapað afar slæmt fordæmi til lengri tíma litið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Sjálfstæðisflokkurinn Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Stuðningsmenn Flokks fólksins og aðrir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, töldu sig heldur betur hafa komist í feitt þegar að fram kom í fjölmiðlum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið útgreiddan styrk frá ríkinu árið 2022, tveimur og hálfum mánuði áður en flokkurinn kláraði að skrá flokkinn með þeim hætti er lög frá árinu 2021 kveða á um. Öllu þessu fólki kann þó að hafa yfirsést það, valkvætt eða ekki, að þar sem styrkurinn var fyrir árið 2022, þurftu þessi skráningarmál að vera komin í lag á þvví ári sem styrkirnir voru greiddir út, en ekki fyrir daagsetningu útgreiðslunnar. Það er fjárlagaárið sem gildir, en ekki dagsetning útgreiðslunnar. Reyndar var því breytt í áðurnefndum lögum, að greiðslunum var flýtt framar á árið, þar sem sumir flokkar er styrkina þáðu, höfðu gert við það athugasemdir hversu seint á árinu styrkirnir bárust. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Í tilfelli Sjálfstæðisflokksins þurfti að taka saman yfirlit yfir allar þær nærri tvöhundruð einingar er starfa innan flokksins og skilgreiningar á hlutverki þeirra. Ásamt því auðvitað að vinna að nauðsynlegum breytingum á samþykktum flokksins. Því öllu var lokið 8. Apríl 2022, tveimur og hálfum mánuði eftir að styrkirnir voru greiddir. Rétt skráning, átti sér því stað, innan þess fjárlagaárs sem umræðir. Ólíkt því sem segja má um Flokk fólksins. Það er hins vegar grundvallar munur á því að hefjast handa svo fljótt sem verða má að uppfylla skilyrðin fyrir þessum styrkjum eða að láta að minnsta kosti þrjú fjárlagaár líða þangað til að eitthvað er gert til þess að uppfylla skilyrðin.Ef engin haldbær rök eru því að skilyrðin hafi ekki verið uppfyllt innan fjárlagaársins, má ætla að um ásetning um að móttaka styrkinn vitandi að það væri andstætt lögum. En eflaust er það svo að þegar að stjórnmálaflokkur er rekinn eins og fjölskyldufyrirtæki við eldhúsborð formannsins að erfitt geti reynst að uppfylla skilyrði styrkjana. En það er samt auðvitað engin afsökun eða tilefni afsláttar á sök. Þar sem enginn dagsettur frestur var á uppfyllingu skilyrðina, liggur það í lagana eðli að skilyrðin þurftu aðeins að vera uppfyllt innan þess fjárlagaárs sem þeir voru veittir. Það gæti því verið réttlætanlegt að Flokkur fólksins fái styrk fyrir yfirstandi fjárlagaár, svo fremi sem flokkurinn treysti sér til þess að uppfylla skilyrðin áður en árið er liðið. Að öðrum kosti endurgreiði flokkurinn styrkinn fyrir yfirstandandi ár. Alveg óháð því, er það svo eðlileg krafa að flokkurinn endurgreiði þá styrki sem hann hefur þegið með ólögmætum hætti árin 2022, 2023 og 2024. Enda gæti annað skapað afar slæmt fordæmi til lengri tíma litið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun