Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. janúar 2025 14:56 Haraldur segir að margir kennarar hafi orðið fyrir vonbrigðum vegna kæru foreldrahóps. Vísir/vilhelm Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en aðalmeðferð er á dagskrá í næstu viku. Haraldur segir í skriflegu svari til fréttastofu að honum þyki vegferð foreldranna „sérstök“ og að kæran sé aðför að kennurum barna þeirra því Kennarasambandið geri ekkert sem sé í óþökk félagsfólksins. Foreldrahópurinn sé með þessu að gera tilraun til að svipta kennara þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum. Hann segir vegferðina „sérstaka“ og „skrýtna“ og að hún sé foreldrahópnum til skammar og minnkunar. Hann viti ekki hvernig þeir ætli að horfa í augun á kennurum barna sinna eftir kæruna. Haraldur segist hafa heyrt í mörgum og vonbrigðin sem kennararnir upplifi verði vart lýst með orðum. Hér að neðan má lesa skriflegt svar Haraldar í heild sinni: „Þetta er afar sérstök vegferð sem þessi þó litli hópur foreldra í þessum 4 leikskólum er á. Þetta er auðvitað ekkert annað en aðför að kennurum barna þeirra því KÍ er auðvitað ekkert nema félagsfólkið sjálft og KÍ gerir ekkert í óþökk félagsfólks. Hér er verið að gera tilraun til að svipta kennurum þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum og þá framtíðar afkomu sinnar og sinna sem og fyrir leikskólakerfinu öllu sem líður alla daga út um allt land vegna langvarandi skorts á fagfólki. Nú þegar þessi stefna verður birt verður það opinbert hvaða foreldrar fóru í þessa skrítnu vegferð. Þetta er þeim til skammar og minnkunar og ég veit í raun ekki hvernig þeir ætla að horfa í augun á kennurum barna sinna eftir þetta. Ég hef heyrt í mörgum og vonbrigðin sem kennararnir upplifa í garð þessa hóps verður vart lýst með orðum. Við munum einfaldlega taka til varna fyrir dómstólum ef málið er dómtækt. Við höfum þar góðan málstað að verja enda höfum við í öllu ferlinu farið í einu og öllu að lögum.“ Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Börn og uppeldi Leikskólar Tengdar fréttir Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara hafa lýst yfir þungum áhyggjum af pattstöðu í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Trúnaðarmennirnir eru sammála um að hefja skuli undirbúning verkfalla sem hefjast í næsta mánuði að óbreyttu. 17. janúar 2025 17:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku en aðalmeðferð er á dagskrá í næstu viku. Haraldur segir í skriflegu svari til fréttastofu að honum þyki vegferð foreldranna „sérstök“ og að kæran sé aðför að kennurum barna þeirra því Kennarasambandið geri ekkert sem sé í óþökk félagsfólksins. Foreldrahópurinn sé með þessu að gera tilraun til að svipta kennara þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum. Hann segir vegferðina „sérstaka“ og „skrýtna“ og að hún sé foreldrahópnum til skammar og minnkunar. Hann viti ekki hvernig þeir ætli að horfa í augun á kennurum barna sinna eftir kæruna. Haraldur segist hafa heyrt í mörgum og vonbrigðin sem kennararnir upplifi verði vart lýst með orðum. Hér að neðan má lesa skriflegt svar Haraldar í heild sinni: „Þetta er afar sérstök vegferð sem þessi þó litli hópur foreldra í þessum 4 leikskólum er á. Þetta er auðvitað ekkert annað en aðför að kennurum barna þeirra því KÍ er auðvitað ekkert nema félagsfólkið sjálft og KÍ gerir ekkert í óþökk félagsfólks. Hér er verið að gera tilraun til að svipta kennurum þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum og þá framtíðar afkomu sinnar og sinna sem og fyrir leikskólakerfinu öllu sem líður alla daga út um allt land vegna langvarandi skorts á fagfólki. Nú þegar þessi stefna verður birt verður það opinbert hvaða foreldrar fóru í þessa skrítnu vegferð. Þetta er þeim til skammar og minnkunar og ég veit í raun ekki hvernig þeir ætla að horfa í augun á kennurum barna sinna eftir þetta. Ég hef heyrt í mörgum og vonbrigðin sem kennararnir upplifa í garð þessa hóps verður vart lýst með orðum. Við munum einfaldlega taka til varna fyrir dómstólum ef málið er dómtækt. Við höfum þar góðan málstað að verja enda höfum við í öllu ferlinu farið í einu og öllu að lögum.“
„Þetta er afar sérstök vegferð sem þessi þó litli hópur foreldra í þessum 4 leikskólum er á. Þetta er auðvitað ekkert annað en aðför að kennurum barna þeirra því KÍ er auðvitað ekkert nema félagsfólkið sjálft og KÍ gerir ekkert í óþökk félagsfólks. Hér er verið að gera tilraun til að svipta kennurum þeim lagalega neyðarrétti að geta barist fyrir bættum kjörum og þá framtíðar afkomu sinnar og sinna sem og fyrir leikskólakerfinu öllu sem líður alla daga út um allt land vegna langvarandi skorts á fagfólki. Nú þegar þessi stefna verður birt verður það opinbert hvaða foreldrar fóru í þessa skrítnu vegferð. Þetta er þeim til skammar og minnkunar og ég veit í raun ekki hvernig þeir ætla að horfa í augun á kennurum barna sinna eftir þetta. Ég hef heyrt í mörgum og vonbrigðin sem kennararnir upplifa í garð þessa hóps verður vart lýst með orðum. Við munum einfaldlega taka til varna fyrir dómstólum ef málið er dómtækt. Við höfum þar góðan málstað að verja enda höfum við í öllu ferlinu farið í einu og öllu að lögum.“
Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Börn og uppeldi Leikskólar Tengdar fréttir Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara hafa lýst yfir þungum áhyggjum af pattstöðu í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Trúnaðarmennirnir eru sammála um að hefja skuli undirbúning verkfalla sem hefjast í næsta mánuði að óbreyttu. 17. janúar 2025 17:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12
Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara hafa lýst yfir þungum áhyggjum af pattstöðu í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Trúnaðarmennirnir eru sammála um að hefja skuli undirbúning verkfalla sem hefjast í næsta mánuði að óbreyttu. 17. janúar 2025 17:30