Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Bjarki Sigurðsson skrifar 23. janúar 2025 00:04 Thomas segir mikilvægt að leggja símann frá sér. Vísir/Einar Hálfíslenskur læknir sem sérhæfir sig meðal annars í lífsstílslækningum segir samfélagsmiðla sífellt valda fólki meiri streitu. Erfitt sé að forðast alla streitu en hann nefnir nokkur ráð hvernig megi takmarka hana. Meðal þeirra sem héldu erindi á Læknadögum í dag var Dr. Thomas Ragnar Wood, prófessor í barnalækningum og taugavísindum við Washington-háskóla. Erindi hans sneri að lífsstílslækningum, sem hann sérhæfir sig í. Meðal þess sem hann ræddi var streita og hversu mikil áhrif hún hefur á fólk. „Eitt það mikilvægasta í heilastarfsemi okkar er hvernig við örvum heilann. Það getur tengst færni, menntun og félagslegum samskiptum. Vandinn er sá að streita er eins konar oförvun fyrir heilann. Vilji maður örva og endurheimta heilann betur, en það sama gildir um heilann og líkamann, þá kemur streita í veg fyrir það því við slíka stöðuga oförvun nær heilinn aldrei endurheimt,“ segir Thomas. Heimilisaðstæður og vinnan valdi mikilli streitu hjá fólki. Þá hafa samfélagsmiðlar tekið stærri sneið af kökunni sem streituvaldur síðustu ár. „Fyrir 20 árum snerist Facebook um að tengjast vinum og fjölskyldu og sýna myndir. Nú snýst þetta um að sjá fólk sem er betra en við, um hvað við ættum að gera. Við erum ekki nógu góð því aðrir eru alltaf betri. Ég tel það hafa aukið streitu og skapað geðrænan vanda bæði hjá fullorðnum og einkum hjá ungu fólki,“ segir Thomas. Thomas Ragnar Wood er hálfíslenskur og hálfenskur. Hann starfar við Washington-háskóla í samnefndu ríki Bandaríkjanna.Vísir/Einar En hver ætli sé besta leiðin við að takmarka streitu? „Ég tel auðveldast að minnka streitu með því að draga úr netnotkun og notkun samfélagsmiðla. Það veldur okkur streitu að sjá fólk sem er ríkara en við, hefur náð meiri árangri en við og er neikvætt gagnvart okkur. Slíkt er algengt á Facebook og Instagram. Það er auðveldast að byrja á þessu. Breyta notkun okkar á samfélagsmiðlum. Næsta skrefið gæti tengst vinnu. Slökkva á tilkynningum, skoða tölvupóstinn aðeins á tilteknum tímum dags svo við fáum ekki á tilfinninguna að við þurfum alltaf að gera meira,“ segir Thomas. Heilsa Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Meðal þeirra sem héldu erindi á Læknadögum í dag var Dr. Thomas Ragnar Wood, prófessor í barnalækningum og taugavísindum við Washington-háskóla. Erindi hans sneri að lífsstílslækningum, sem hann sérhæfir sig í. Meðal þess sem hann ræddi var streita og hversu mikil áhrif hún hefur á fólk. „Eitt það mikilvægasta í heilastarfsemi okkar er hvernig við örvum heilann. Það getur tengst færni, menntun og félagslegum samskiptum. Vandinn er sá að streita er eins konar oförvun fyrir heilann. Vilji maður örva og endurheimta heilann betur, en það sama gildir um heilann og líkamann, þá kemur streita í veg fyrir það því við slíka stöðuga oförvun nær heilinn aldrei endurheimt,“ segir Thomas. Heimilisaðstæður og vinnan valdi mikilli streitu hjá fólki. Þá hafa samfélagsmiðlar tekið stærri sneið af kökunni sem streituvaldur síðustu ár. „Fyrir 20 árum snerist Facebook um að tengjast vinum og fjölskyldu og sýna myndir. Nú snýst þetta um að sjá fólk sem er betra en við, um hvað við ættum að gera. Við erum ekki nógu góð því aðrir eru alltaf betri. Ég tel það hafa aukið streitu og skapað geðrænan vanda bæði hjá fullorðnum og einkum hjá ungu fólki,“ segir Thomas. Thomas Ragnar Wood er hálfíslenskur og hálfenskur. Hann starfar við Washington-háskóla í samnefndu ríki Bandaríkjanna.Vísir/Einar En hver ætli sé besta leiðin við að takmarka streitu? „Ég tel auðveldast að minnka streitu með því að draga úr netnotkun og notkun samfélagsmiðla. Það veldur okkur streitu að sjá fólk sem er ríkara en við, hefur náð meiri árangri en við og er neikvætt gagnvart okkur. Slíkt er algengt á Facebook og Instagram. Það er auðveldast að byrja á þessu. Breyta notkun okkar á samfélagsmiðlum. Næsta skrefið gæti tengst vinnu. Slökkva á tilkynningum, skoða tölvupóstinn aðeins á tilteknum tímum dags svo við fáum ekki á tilfinninguna að við þurfum alltaf að gera meira,“ segir Thomas.
Heilsa Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira