Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg, Margrét Edda Gnarr og Hannes Daði Haraldsson skrifa 20. janúar 2025 11:02 Stjórn foreldrafélags Múlaborgar vill taka undir orð foreldra barna á Brákaborg sem birtust í greininni „Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta”. Lokanir vegna manneklu hafa verið algengar á Múlaborg frá upphafi skólaársins haustið 2024, þ.e. eftir að sumarlokun ’24 lauk. Til að byrja með voru foreldrar/forsjáraðilar látnir vita af lokun með skilaboðum og/eða símtali sama morgun. Fljótlega varð ljóst að grípa þyrfti til frekari aðgerða og hafa lokanir því verið ákveðnar fram í tímann til þess að hafa einhvern fyrirsjáanleika á starfseminni. Á þessu um hálfa ári hafa lokanir fyrir sérhvert barn verið 21 talsins. Tveir heilir dagar og 19 dagar þar sem sækja þurfti barn fyrir kl.12.00 á hádegi. Það vakti því undrun stjórnarinnar þegar það birtist frétt þess efnis að stækka ætti leikskólann Múlaborg og fjölga þar plássum um 48-120. Í dag eru alls 128 börn í skólanum og er því um að ræða allt að tvöföldun á fjölda barna. Vissulega þarf að horfa til framtíðar og útbúa fleiri pláss fyrir stækkandi þjóð en nauðsynlegt er að horfa á þá stöðu sem uppi er og hefur viðgengist lengur en þetta hálfa ár sem talið er til.Ekki hefur tekist að manna leikskólann fyrir það skólastarf sem á að vera starfrækt í dag, hvernig á þá að finna kennara fyrir þessa stækkun, þessi börn 48-120 til viðbótar við þau 128 sem vantar fleiri kennara nú þegar? Í 21 skipti hafa foreldrar/forsjáraðilar þurft að gera ráðstafanir fyrir barnið því það getur ekki verið á leikskólanum vegna manneklu - starfsdagar og aðrar lokanir sem tilheyra venjulegu leikskólastarfi eru ekki inn í þessari tölu. Þetta eru 21 skipti fyrir foreldra/forsjáraðila 128 barna. Foreldrar og aðrir aðstandendur hafa mismikil tök á því að bregðast við þessum vanda. Það gefur hins vegar augaleið að þetta er ekki auðvelt fyrir neinn og algjörlega óboðleg staða. Múlaborg er leikskóli án aðgreiningar sem sérhæfir sig í sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna. Þar eru því börn sem eru sérstaklega viðkvæm fyrir breytingu á rútínu og þurfa að fá sína sérkennslu. Að halda uppi faglegu starfi í þessum aðstæðum fylgir mikið álag. Skv. frétt Vísis frá 8. okt 2024 voru 140 pláss ónýtt vegna manneklu. Mannekla á leikskólum er ekki nýtt vandamál. Það kostar að uppræta vandamálið en eins og staðan er nú þá er álaginu og kostnaðinum velt yfir á foreldra/forsjáraðila. Gjöld eru felld niður fyrir skertan vistunartíma en það er klink miðað við það tekjutap sem heimilin hafa þurft að taka á sig vegna þessara síendurteknu lokana, þar ber sérstaklega að nefna þau heimili sem hafa ekki sterkt bakland og hafa því þurft að taka launalaust frí að öllu eða hluta í a.m.k.21 dag (aftur, þar sem starfsdagar eru fyrir utan þessa tölu). Hafa ber í huga að sumarleyfisdagar á vinnumarkaði eru yfirleitt á bilinu 20-30 talsins og duga þar með oft rétt fyrir þeirri leikskólalokun sem er á sumrin (sumarfríi barnanna). Lokanirnar hafa einnig í för með sér breyttan vinnutíma starfsfólks og takmarkanir á sveigjanleika þeirra varðandi styttingu vinnuvikunnar, sem þrengir þar með að kjörum þeirra. Starfsmannaveltan veldur auknu álagi á alla, starfsfólk og börn. Vert er að undirstrika að með þessum skrifum er ekki verið að gagnrýna stjórnendur Múlaborgar né heldur annað starfsfólk leikskólans, heldur þvert á móti. Þau eiga þakkir skilið og standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Aðstæðum þar sem ekki eru veitt þau verkfæri sem til þarf til þess að styrkja starfið og halda utan um stöðugleika í því námi sem fram fer í leikskólanum. Mannekla á leikskólum er ekki nýtt vandamál. Það þarf að ráðast að rót vandans og bæta kjör og vinnuumhverfi starfsfólks. Tóm pláss leysa ekki vandann, ekkert frekar en tóm loforð. Höfundar sitja í stjórn Foreldrafélags Múlaborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Stjórn foreldrafélags Múlaborgar vill taka undir orð foreldra barna á Brákaborg sem birtust í greininni „Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta”. Lokanir vegna manneklu hafa verið algengar á Múlaborg frá upphafi skólaársins haustið 2024, þ.e. eftir að sumarlokun ’24 lauk. Til að byrja með voru foreldrar/forsjáraðilar látnir vita af lokun með skilaboðum og/eða símtali sama morgun. Fljótlega varð ljóst að grípa þyrfti til frekari aðgerða og hafa lokanir því verið ákveðnar fram í tímann til þess að hafa einhvern fyrirsjáanleika á starfseminni. Á þessu um hálfa ári hafa lokanir fyrir sérhvert barn verið 21 talsins. Tveir heilir dagar og 19 dagar þar sem sækja þurfti barn fyrir kl.12.00 á hádegi. Það vakti því undrun stjórnarinnar þegar það birtist frétt þess efnis að stækka ætti leikskólann Múlaborg og fjölga þar plássum um 48-120. Í dag eru alls 128 börn í skólanum og er því um að ræða allt að tvöföldun á fjölda barna. Vissulega þarf að horfa til framtíðar og útbúa fleiri pláss fyrir stækkandi þjóð en nauðsynlegt er að horfa á þá stöðu sem uppi er og hefur viðgengist lengur en þetta hálfa ár sem talið er til.Ekki hefur tekist að manna leikskólann fyrir það skólastarf sem á að vera starfrækt í dag, hvernig á þá að finna kennara fyrir þessa stækkun, þessi börn 48-120 til viðbótar við þau 128 sem vantar fleiri kennara nú þegar? Í 21 skipti hafa foreldrar/forsjáraðilar þurft að gera ráðstafanir fyrir barnið því það getur ekki verið á leikskólanum vegna manneklu - starfsdagar og aðrar lokanir sem tilheyra venjulegu leikskólastarfi eru ekki inn í þessari tölu. Þetta eru 21 skipti fyrir foreldra/forsjáraðila 128 barna. Foreldrar og aðrir aðstandendur hafa mismikil tök á því að bregðast við þessum vanda. Það gefur hins vegar augaleið að þetta er ekki auðvelt fyrir neinn og algjörlega óboðleg staða. Múlaborg er leikskóli án aðgreiningar sem sérhæfir sig í sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna. Þar eru því börn sem eru sérstaklega viðkvæm fyrir breytingu á rútínu og þurfa að fá sína sérkennslu. Að halda uppi faglegu starfi í þessum aðstæðum fylgir mikið álag. Skv. frétt Vísis frá 8. okt 2024 voru 140 pláss ónýtt vegna manneklu. Mannekla á leikskólum er ekki nýtt vandamál. Það kostar að uppræta vandamálið en eins og staðan er nú þá er álaginu og kostnaðinum velt yfir á foreldra/forsjáraðila. Gjöld eru felld niður fyrir skertan vistunartíma en það er klink miðað við það tekjutap sem heimilin hafa þurft að taka á sig vegna þessara síendurteknu lokana, þar ber sérstaklega að nefna þau heimili sem hafa ekki sterkt bakland og hafa því þurft að taka launalaust frí að öllu eða hluta í a.m.k.21 dag (aftur, þar sem starfsdagar eru fyrir utan þessa tölu). Hafa ber í huga að sumarleyfisdagar á vinnumarkaði eru yfirleitt á bilinu 20-30 talsins og duga þar með oft rétt fyrir þeirri leikskólalokun sem er á sumrin (sumarfríi barnanna). Lokanirnar hafa einnig í för með sér breyttan vinnutíma starfsfólks og takmarkanir á sveigjanleika þeirra varðandi styttingu vinnuvikunnar, sem þrengir þar með að kjörum þeirra. Starfsmannaveltan veldur auknu álagi á alla, starfsfólk og börn. Vert er að undirstrika að með þessum skrifum er ekki verið að gagnrýna stjórnendur Múlaborgar né heldur annað starfsfólk leikskólans, heldur þvert á móti. Þau eiga þakkir skilið og standa sig vel í erfiðum aðstæðum. Aðstæðum þar sem ekki eru veitt þau verkfæri sem til þarf til þess að styrkja starfið og halda utan um stöðugleika í því námi sem fram fer í leikskólanum. Mannekla á leikskólum er ekki nýtt vandamál. Það þarf að ráðast að rót vandans og bæta kjör og vinnuumhverfi starfsfólks. Tóm pláss leysa ekki vandann, ekkert frekar en tóm loforð. Höfundar sitja í stjórn Foreldrafélags Múlaborgar.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun