Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Bjarki Sigurðsson skrifar 17. janúar 2025 19:07 Skjáskot úr einu myndbandanna sem ganga á milli manna. Nútíminn Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. Í skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot árið 2024 segir að tilkynnt hafi verið um 126 kynferðisbrot gegn börnum. Tilkynningar um barnaníð voru fjörutíu, sem er 22 prósent fjölgun samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Tilkynningar voru í kringum tuttugu á hverju ári frá 2011 til 2018, en síðan þá hefur þeim farið ört fjölgandi. Fjöldi tilkynninga um barnaníð til lögreglu á árunum 2011 til 2024.Vísir/Hjalti Nútíminn fjallaði í vikunni um hóp ungmenna sem notar tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga og ganga í skrokk á þeim. Rætt var við ungmenni í hópnum sem sagðist hafa stundað þetta í eitt ár og að markmiðið væri að meintir níðingar reyni ekki aftur að brjóta af sér. Myndböndin eru afar sláandi og ungmennin beita meinta níðinga grófu ofbeldi. Þeir sparka ítrekað í þá og stappa á höfðinu á þeim. Svona tálbeituaðgerðir geta þó endað illa og mælir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn gegn þeim. „Lögreglan varar náttúrulega eindregið við þessu og mælir alls ekki með þessu. Að fólk sé að taka lögin í sínar eigin hendur, og hvað þá með ofbeldi. Það getur leitt af sér mjög hættulegar aðstæður og fólk getur misst stjórn á aðstæðum. Hlutir farið úr böndunum í báðar áttir,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Erlendis frá eru dæmi um að saklausir einstaklingar verði fyrir ofbeldinu og að fólk slasist alvarlega. „Fólk getur misst algjörlega stjórn á aðstæðum og hlutir farið úr böndunum. Þó það kunni að hljóma göfugt í eyrum einhverra að fara og tuska einhvern til sem er grunaður um barnaníð, þá geta aðstæður breyst mjög skyndilega. Það eru dæmi um það erlendis frá að fólk er hreinlega drepið, annað hvort þeir sem eru að leiða í gildruna eða sá sem er leiddur í gildruna. Það viljum við ekki sjá,“ segir Ævar Pálmi. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Í skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot árið 2024 segir að tilkynnt hafi verið um 126 kynferðisbrot gegn börnum. Tilkynningar um barnaníð voru fjörutíu, sem er 22 prósent fjölgun samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Tilkynningar voru í kringum tuttugu á hverju ári frá 2011 til 2018, en síðan þá hefur þeim farið ört fjölgandi. Fjöldi tilkynninga um barnaníð til lögreglu á árunum 2011 til 2024.Vísir/Hjalti Nútíminn fjallaði í vikunni um hóp ungmenna sem notar tálbeituaðferðir til að lokka til sín meinta barnaníðinga og ganga í skrokk á þeim. Rætt var við ungmenni í hópnum sem sagðist hafa stundað þetta í eitt ár og að markmiðið væri að meintir níðingar reyni ekki aftur að brjóta af sér. Myndböndin eru afar sláandi og ungmennin beita meinta níðinga grófu ofbeldi. Þeir sparka ítrekað í þá og stappa á höfðinu á þeim. Svona tálbeituaðgerðir geta þó endað illa og mælir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn gegn þeim. „Lögreglan varar náttúrulega eindregið við þessu og mælir alls ekki með þessu. Að fólk sé að taka lögin í sínar eigin hendur, og hvað þá með ofbeldi. Það getur leitt af sér mjög hættulegar aðstæður og fólk getur misst stjórn á aðstæðum. Hlutir farið úr böndunum í báðar áttir,“ segir Ævar Pálmi. Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Erlendis frá eru dæmi um að saklausir einstaklingar verði fyrir ofbeldinu og að fólk slasist alvarlega. „Fólk getur misst algjörlega stjórn á aðstæðum og hlutir farið úr böndunum. Þó það kunni að hljóma göfugt í eyrum einhverra að fara og tuska einhvern til sem er grunaður um barnaníð, þá geta aðstæður breyst mjög skyndilega. Það eru dæmi um það erlendis frá að fólk er hreinlega drepið, annað hvort þeir sem eru að leiða í gildruna eða sá sem er leiddur í gildruna. Það viljum við ekki sjá,“ segir Ævar Pálmi.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira