Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar 16. janúar 2025 08:03 Sektarkennd og samviskubit eru mjög algengar tilfinningar í sorg bæði hjá fullorðnum og börnum. Þetta eru krefjandi tilfinningar sem oft getur verið erfitt að ræða því að þeim fylgir jafnvel skömm. Inn í sektarkenndina getur blandast það að ung börn, fyrir 8/9 ára aldur búa yfir svokallaðri töfrahugsun æskunnar. Þau hugsa allt á mjög sjálfhverfan hátt eins og börn eiga auðvitað að gera á þessum aldri en ofmeta þar af leiðandi áhrif sín á umhverfið. Fyrir ungu barni getur það verið algjörlega rökrétt að slys hafi orðið vegna þess að þau hugsuðu eða gerðu eitthvað áður. Ég skal koma með dæmi; barn verður ofboðslega reitt við foreldri sitt vegna þess að það fær ekki að gera eitthvað sem það langar og öskrar ljót orð eða hugsar með sjálfu sér að það þoli ekki foreldri sitt. Einhverjum dögum síðar greinist svo foreldri með sjúkdóm eða verður bráðkvatt og þá getur barnið sett þetta tvennt í orsakasamhengi. Auðvitað er það fáránlegt í huga fullorðins fólks en getur valdið ungu barni ofboðslegum sársauka. Börn geta líka verið full af samviskubiti yfir því að hafa ekki nýtt tímann fram að andláti ástvinar nægilega vel, bæði ung börn og unglingar. Börn og unglingar eru auðvitað uppteknir af því að hitta vini sína og gera það sem börnum finnst skemmtilegt og geta svo hugsað til baka og fundist þau hafa brugðist manneskjunni sem þau misstu fyrir að hafa tekið samveru með öðrum fram yfir þau. Ef að andlátið bar að skyndilega hugsar ungur syrgjandi að ef að hann hefði vitað að tíminn væri svona naumur hefði hann tekið aðrar ákvarðanir. Samviskubit yfir leiðinlegum samskiptum í fortíðinni getur líka gert vart við sig. Kannski hefur barni þótt ofboðslega leiðinlegt eða hreinlega andlega erfitt að fara inn á sjúkrastofnun að hitta ástvin sem var þar veikur og fær svo eftirsjá yfir að hafa stundum komið sér undan því að fara. Annað sem veldur oft sektarkennd er tilfinning sem við köllum létti. Það er ofboðslega sárt að fylgjast með manneskju sem maður elskar af öllu hjarta veikjast alvarlega. Þegar kemur í ljós að ástvinur manns mun ekki læknast bætist við kvíðahnúturinn yfir þeim degi þegar að því kemur að viðkomandi deyr. Þetta tímabil, að fylgja eftir ástvini á banalegu og vita að höggið er á leiðinni tekur virkilega á hvern sem er. Þegar svo stundin er komin og manneskjan sem maður elskar er búin að kveðja og maður þarf ekki lengur að kvíða þessu augnabliki, því það er þegar orðið, þá getur komið yfir mann tilfinning sem við köllum létti. Það er ekki léttir vegna þess að viðkomandi er dáinn, það er léttir vegna þess að þessu ofboðslega erfiða tímabili er lokið og það þarf ekki lengur að kvíða kveðjustundinni. Þetta getur verið svo ruglingsleg tilfinning, ekkert síður fyrir fullorðna en börn. Hún er hins vegar mjög eðlileg og algeng en það sem stundum gerist er að fólk skammast sín fyrir hana. Börn geta hugsað með sér að það sé bara eitthvað að þeim yfir því að upplifa líka tilfinningu eftir missi sem virkar jákvæð. Að þau séu kannski bara ekki góðar manneskjur eða þar fram eftir götunum. Allar þessar hugsanir eru eðlilegar en þær reyna á og það getur þurft að útskýra þær og stundum leiðrétta. Þess vegna er það svo dýrmætt ef að barn og unglingur á þannig tengsl við örugga fullorðna manneskju að það treysti sér til þess að segja þetta upphátt. Þegar barn kemur til að ræða samviskubit eða sektarkennd skiptir öllu máli að barnið fái hlustun og að það sé ekki gert lítið úr því hvernig barninu líður. Það er ekki hjálplegt að segja strax: „hvaða vitleysa, auðvitað er ekkert af þessu þér að kenna, ekki hugsa svona“. Þetta eru í rauninni ekki hjálpleg viðbrögð þó að þau séu vel meint því þá verður samtalið ekki lengra. Ég mæli með því að gefa barninu góðan tíma til að tala og þakka því svo fyrir traustið og hrósa fyrir hugrekkið að segja frá. Svo þarf að ræða hugsanirnar og leyfa barninu að komast líka að því sjálft með góðri leiðsögn hvort að þessi tilfinning er rökrétt eða ekki. Er það kannski bara mjög eðlilegt að verða stundum reið við foreldri eða systkini sitt, rífast og segja eitthvað sem maður meinti ekki fullkomlega? Getur einhver séð inn í framtíðina eða stjórnað henni? Og fyrir yngri börn þarf að útskýra með einföldum og skýrum hætti að engin getur stjórnað eða valdið hlutum með hugsunum. Það þarf líka að minna börn og unglinga reglulega á það að þau bera ekki ábyrgð á fullorðna fólkinu, fullorðna fólkið ber ábyrgð á þeim. Fullorðna fólkið vildi líka leyfa þeim að eiga tíma með vinum sínum og manneskjan þeirra sem var t.d. veik gladdist yfir því þegar þau nutu lífsins og gerðu skemmtilega hluti því þau sem eru fullorðin þrá að sjá börnin sín blómstra. Barn þarf að fá að heyra að þessar hugsanir eru eðlilegar og algengar og þær draga ekki úr dýrmætu tengslunum sem það átti við manneskjuna sem það saknar. Samskipti eru aldrei fullkomin og grundvallar atriðið er að manneskjan sem barnið missti vissi vel hvað það elskaði hann eða hana mikið. Það skiptir öllu máli. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Börn og uppeldi Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Sektarkennd og samviskubit eru mjög algengar tilfinningar í sorg bæði hjá fullorðnum og börnum. Þetta eru krefjandi tilfinningar sem oft getur verið erfitt að ræða því að þeim fylgir jafnvel skömm. Inn í sektarkenndina getur blandast það að ung börn, fyrir 8/9 ára aldur búa yfir svokallaðri töfrahugsun æskunnar. Þau hugsa allt á mjög sjálfhverfan hátt eins og börn eiga auðvitað að gera á þessum aldri en ofmeta þar af leiðandi áhrif sín á umhverfið. Fyrir ungu barni getur það verið algjörlega rökrétt að slys hafi orðið vegna þess að þau hugsuðu eða gerðu eitthvað áður. Ég skal koma með dæmi; barn verður ofboðslega reitt við foreldri sitt vegna þess að það fær ekki að gera eitthvað sem það langar og öskrar ljót orð eða hugsar með sjálfu sér að það þoli ekki foreldri sitt. Einhverjum dögum síðar greinist svo foreldri með sjúkdóm eða verður bráðkvatt og þá getur barnið sett þetta tvennt í orsakasamhengi. Auðvitað er það fáránlegt í huga fullorðins fólks en getur valdið ungu barni ofboðslegum sársauka. Börn geta líka verið full af samviskubiti yfir því að hafa ekki nýtt tímann fram að andláti ástvinar nægilega vel, bæði ung börn og unglingar. Börn og unglingar eru auðvitað uppteknir af því að hitta vini sína og gera það sem börnum finnst skemmtilegt og geta svo hugsað til baka og fundist þau hafa brugðist manneskjunni sem þau misstu fyrir að hafa tekið samveru með öðrum fram yfir þau. Ef að andlátið bar að skyndilega hugsar ungur syrgjandi að ef að hann hefði vitað að tíminn væri svona naumur hefði hann tekið aðrar ákvarðanir. Samviskubit yfir leiðinlegum samskiptum í fortíðinni getur líka gert vart við sig. Kannski hefur barni þótt ofboðslega leiðinlegt eða hreinlega andlega erfitt að fara inn á sjúkrastofnun að hitta ástvin sem var þar veikur og fær svo eftirsjá yfir að hafa stundum komið sér undan því að fara. Annað sem veldur oft sektarkennd er tilfinning sem við köllum létti. Það er ofboðslega sárt að fylgjast með manneskju sem maður elskar af öllu hjarta veikjast alvarlega. Þegar kemur í ljós að ástvinur manns mun ekki læknast bætist við kvíðahnúturinn yfir þeim degi þegar að því kemur að viðkomandi deyr. Þetta tímabil, að fylgja eftir ástvini á banalegu og vita að höggið er á leiðinni tekur virkilega á hvern sem er. Þegar svo stundin er komin og manneskjan sem maður elskar er búin að kveðja og maður þarf ekki lengur að kvíða þessu augnabliki, því það er þegar orðið, þá getur komið yfir mann tilfinning sem við köllum létti. Það er ekki léttir vegna þess að viðkomandi er dáinn, það er léttir vegna þess að þessu ofboðslega erfiða tímabili er lokið og það þarf ekki lengur að kvíða kveðjustundinni. Þetta getur verið svo ruglingsleg tilfinning, ekkert síður fyrir fullorðna en börn. Hún er hins vegar mjög eðlileg og algeng en það sem stundum gerist er að fólk skammast sín fyrir hana. Börn geta hugsað með sér að það sé bara eitthvað að þeim yfir því að upplifa líka tilfinningu eftir missi sem virkar jákvæð. Að þau séu kannski bara ekki góðar manneskjur eða þar fram eftir götunum. Allar þessar hugsanir eru eðlilegar en þær reyna á og það getur þurft að útskýra þær og stundum leiðrétta. Þess vegna er það svo dýrmætt ef að barn og unglingur á þannig tengsl við örugga fullorðna manneskju að það treysti sér til þess að segja þetta upphátt. Þegar barn kemur til að ræða samviskubit eða sektarkennd skiptir öllu máli að barnið fái hlustun og að það sé ekki gert lítið úr því hvernig barninu líður. Það er ekki hjálplegt að segja strax: „hvaða vitleysa, auðvitað er ekkert af þessu þér að kenna, ekki hugsa svona“. Þetta eru í rauninni ekki hjálpleg viðbrögð þó að þau séu vel meint því þá verður samtalið ekki lengra. Ég mæli með því að gefa barninu góðan tíma til að tala og þakka því svo fyrir traustið og hrósa fyrir hugrekkið að segja frá. Svo þarf að ræða hugsanirnar og leyfa barninu að komast líka að því sjálft með góðri leiðsögn hvort að þessi tilfinning er rökrétt eða ekki. Er það kannski bara mjög eðlilegt að verða stundum reið við foreldri eða systkini sitt, rífast og segja eitthvað sem maður meinti ekki fullkomlega? Getur einhver séð inn í framtíðina eða stjórnað henni? Og fyrir yngri börn þarf að útskýra með einföldum og skýrum hætti að engin getur stjórnað eða valdið hlutum með hugsunum. Það þarf líka að minna börn og unglinga reglulega á það að þau bera ekki ábyrgð á fullorðna fólkinu, fullorðna fólkið ber ábyrgð á þeim. Fullorðna fólkið vildi líka leyfa þeim að eiga tíma með vinum sínum og manneskjan þeirra sem var t.d. veik gladdist yfir því þegar þau nutu lífsins og gerðu skemmtilega hluti því þau sem eru fullorðin þrá að sjá börnin sín blómstra. Barn þarf að fá að heyra að þessar hugsanir eru eðlilegar og algengar og þær draga ekki úr dýrmætu tengslunum sem það átti við manneskjuna sem það saknar. Samskipti eru aldrei fullkomin og grundvallar atriðið er að manneskjan sem barnið missti vissi vel hvað það elskaði hann eða hana mikið. Það skiptir öllu máli. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs.
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun