Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. janúar 2025 00:04 Komandi vika er síðasta vika Joe Biden í embætti. Samningamenn stefna að því að ljúka vopnahlésviðræðum áður en Trump tekur við embætti. AP Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir embættismanni viðloðandi viðræðurnar. Um miðnætti hafi orðið þáttaskil í viðræðunum, en bæði Joe Biden fráfarandi Bandaríkjaforseti og Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hafa átt þátt í viðræðunum. Miðillinn hefur eftir Biden að samningur sem hann lagði til og fæli í sér vopnahlé á Gasa og lausn gísla væri á barmi þess að verða að veruleika. Hamas hafi lýst yfir áhuga á að komast að samkomulagi. Gasa mynduð í dag frá suðurhluta Ísrael. AP/Ariel Schalit „Samkvæmt samningnum yrðu [...] gíslarnir frelsaðir, átökin yrðu minni, öryggi við Ísrael aukið sem og mannúðaraðstoð við Palestínumennina sem þurftu að þjást í þessu stríði sem Hamas byrjaði,“ sagði Biden í ræðu fyrr í kvöld. Ísraelskur embættismaður segir Reuters að allt tillagan feli í sér lausn allt að 33 gísla. Fram kemur að tillagan hafi verið kynnt bæði fulltrúum Ísraels og Hamas í Doha höfuðborg Katar í kvöld. Áframhaldandi viðræður séu fyrirhugaðar í fyrramálið. Búist er við að erindrekar bæði Trump og Biden verði viðstaddir. Þá hefur fréttastofa AP eftir bandarískum embættismanni að allar hliðar væru nær því að ná samkomulagi en nokkru sinni fyrr, en þó sé enn of snemmt að fagna. Tveir embættismenn, þar af einn tengdur Hamas, segja miðlinum að enn eigi samningamenn langt í land. Bandaríkjamenn hafi áður sagt vopnahlésviðræður á lokametrunum en ekkert orðið úr. Donald Trump verður formlega settur inn í embætti Bandaríkjaforseta mánudaginn 20. janúar. Heimildarmenn AP segja næsta sólarhring skipa lykilmáli í viðræðunum en efast um að samkomulagi verði náð innan þess tíma. Þó sé stefnt á að ná sáttum fyrir innsetningu Trump. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira
Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir embættismanni viðloðandi viðræðurnar. Um miðnætti hafi orðið þáttaskil í viðræðunum, en bæði Joe Biden fráfarandi Bandaríkjaforseti og Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hafa átt þátt í viðræðunum. Miðillinn hefur eftir Biden að samningur sem hann lagði til og fæli í sér vopnahlé á Gasa og lausn gísla væri á barmi þess að verða að veruleika. Hamas hafi lýst yfir áhuga á að komast að samkomulagi. Gasa mynduð í dag frá suðurhluta Ísrael. AP/Ariel Schalit „Samkvæmt samningnum yrðu [...] gíslarnir frelsaðir, átökin yrðu minni, öryggi við Ísrael aukið sem og mannúðaraðstoð við Palestínumennina sem þurftu að þjást í þessu stríði sem Hamas byrjaði,“ sagði Biden í ræðu fyrr í kvöld. Ísraelskur embættismaður segir Reuters að allt tillagan feli í sér lausn allt að 33 gísla. Fram kemur að tillagan hafi verið kynnt bæði fulltrúum Ísraels og Hamas í Doha höfuðborg Katar í kvöld. Áframhaldandi viðræður séu fyrirhugaðar í fyrramálið. Búist er við að erindrekar bæði Trump og Biden verði viðstaddir. Þá hefur fréttastofa AP eftir bandarískum embættismanni að allar hliðar væru nær því að ná samkomulagi en nokkru sinni fyrr, en þó sé enn of snemmt að fagna. Tveir embættismenn, þar af einn tengdur Hamas, segja miðlinum að enn eigi samningamenn langt í land. Bandaríkjamenn hafi áður sagt vopnahlésviðræður á lokametrunum en ekkert orðið úr. Donald Trump verður formlega settur inn í embætti Bandaríkjaforseta mánudaginn 20. janúar. Heimildarmenn AP segja næsta sólarhring skipa lykilmáli í viðræðunum en efast um að samkomulagi verði náð innan þess tíma. Þó sé stefnt á að ná sáttum fyrir innsetningu Trump.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira