Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar 9. janúar 2025 16:01 Ágætu stjórnendur Íslandspósts! Í dag 9.janúar var pósti dreift hér Breiðdalnum, sá fyrsti sem hefur borist á minn bæ síðan 17. desember sl.. Sem sagt rúmar þrjár vikur síðan síðast barst póstur hingað. Sá póstur sem barst í dag innhélt m.a. jólakort með póststimpli 13. desember og nokkur bréf og kort póstlögð á bilinu frá 17. desember til 6.janúar. Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta sérstaklega frá fyrirtæki sem birtir eftirfarandi á heimasíðu sinni: „Við hjá Póstinum leggjum mikið upp úr því að koma sendingum fljótt í hendur viðskiptavina og fögnum því hvað vinnsla og dreifing gekk hratt og hnökralaust fyrir sig á árinu. Síðasti hluti ársins og jólin gengu sérlega vel, Póstmiðstöðin tóm í lok hvers dags og engar tafir í vertíðinni sem var sérlega ánægjulegt.“ (tekið af heimasíðu póstsins https://posturinn.is/frettir/blogg/2024/svona-var-arid-2024/ ) Vil benda ykkur á að margir hafa treyst á póstinn til að fá tímanlega þau lyf (lyfjarúllur) sem eru mörgum lífsnauðsynleg, það er erfitt þegar ekki er hægt að treysta á reglulega dreifingu. Þegar ég flutti í Breiðdalinn fyrir nær 40 árum var póstinum dreift í sveitina tvisvar í viku, síðan var póstferðum fjölgað í þrjár á vikur og svo fjölgað í daglegar ferðir á virkum dögum. Þeim var svo fækkað aftur og eiga skv. áætlun að vera tvisvar í viku. Eins og sést í inngangi er svo langt frá því að það plan standist og póstur berst mjög óreglulega, er þó ekki hægt að kenna veðri eða færð um það sem af er vetrar. 1.júní sl. var pósthúsinu á Breiðdalsvík, ásamt öðrum pósthúsum víða um land, lokað og skildi póstinum hér austanlands dreift frá Reyðarfirði. Þær upplýsingar sem íbúar fengu var að póstbox yrði sett upp á Breiðdalsvík og landpóstur myndi dreifa pósti í sveitina tvisvar í viku eins og verið hafði. Og klikkt út með að þessi breyting myndi bæta þjónustuupplifun íbúa til muna. Já það er þetta með þjónustupplifunina, ennþá hef ég ekki hitt einstakling sem er sáttur við þessa breytingu. Eigi menn von á pökkum berast gjarnan sms um að pótbox á Breiðdalsvík sé fullt og pakkanum hafi verið ekið aftur á Reyðarfjörð og hægt sé að nálgast hann þar, heiman frá mér eru 80 km. sem myndi þýða 160 km akstur til að nálgast pakkann. Hafi pakkinn átt að berast heim með landpóstinum, koma gjarnan skilaboð um að vænta megi sendingar á einhverju tímabili. Keppast menn þá við að vera heima við þannig að hægt sé að taka á móti pakkanum. Síðla dags berst síðan sms um að ekki hafi verið tími til að fara með póst í sveitina, en pakkanum verði ekið heim næsta virka dag, svona sms sendingar geta endurtekið sig út þá vikuna því aldrei er tími til að aka pósti í sveitina. Getur þetta verið mjög bagalegt t.d. ef bændur eru að fá varahluti í tæki sem þurfa að vera í daglegri notkun. Veit að einhverjir leggja það frekar á sig að aka tvisvar sinnum 80-85 km. í veg fyrir flug á Egilsstöðum og fá pakkann þannig frekar en að treysta á Íslandspóst. Á þessu hálfa ári sem liðið er síðan pósthúsinu var lokað, sýnist mér reynslan af þessari lokun vera sú að þessar breytingar ganga alls ekki upp og tel ég að langflestir ef ekki allir íbúar Breiðdals og Breiðdalsvíkur taki undir það með mér. Því skora ég á ykkur stjórnendur Íslandspósts að endurskoða þessa breytingu og gera þær ráðstafanir sem þarf til að íbúar byggðalagsins upplifi sig ekki sem annars flokks íbúa sem eigi ekki rétt á sömu þjónustu og aðrir. Með fyrirfram þökk Höfundur er íbúi í Breiðdal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Fjarðabyggð Mest lesið Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ágætu stjórnendur Íslandspósts! Í dag 9.janúar var pósti dreift hér Breiðdalnum, sá fyrsti sem hefur borist á minn bæ síðan 17. desember sl.. Sem sagt rúmar þrjár vikur síðan síðast barst póstur hingað. Sá póstur sem barst í dag innhélt m.a. jólakort með póststimpli 13. desember og nokkur bréf og kort póstlögð á bilinu frá 17. desember til 6.janúar. Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta sérstaklega frá fyrirtæki sem birtir eftirfarandi á heimasíðu sinni: „Við hjá Póstinum leggjum mikið upp úr því að koma sendingum fljótt í hendur viðskiptavina og fögnum því hvað vinnsla og dreifing gekk hratt og hnökralaust fyrir sig á árinu. Síðasti hluti ársins og jólin gengu sérlega vel, Póstmiðstöðin tóm í lok hvers dags og engar tafir í vertíðinni sem var sérlega ánægjulegt.“ (tekið af heimasíðu póstsins https://posturinn.is/frettir/blogg/2024/svona-var-arid-2024/ ) Vil benda ykkur á að margir hafa treyst á póstinn til að fá tímanlega þau lyf (lyfjarúllur) sem eru mörgum lífsnauðsynleg, það er erfitt þegar ekki er hægt að treysta á reglulega dreifingu. Þegar ég flutti í Breiðdalinn fyrir nær 40 árum var póstinum dreift í sveitina tvisvar í viku, síðan var póstferðum fjölgað í þrjár á vikur og svo fjölgað í daglegar ferðir á virkum dögum. Þeim var svo fækkað aftur og eiga skv. áætlun að vera tvisvar í viku. Eins og sést í inngangi er svo langt frá því að það plan standist og póstur berst mjög óreglulega, er þó ekki hægt að kenna veðri eða færð um það sem af er vetrar. 1.júní sl. var pósthúsinu á Breiðdalsvík, ásamt öðrum pósthúsum víða um land, lokað og skildi póstinum hér austanlands dreift frá Reyðarfirði. Þær upplýsingar sem íbúar fengu var að póstbox yrði sett upp á Breiðdalsvík og landpóstur myndi dreifa pósti í sveitina tvisvar í viku eins og verið hafði. Og klikkt út með að þessi breyting myndi bæta þjónustuupplifun íbúa til muna. Já það er þetta með þjónustupplifunina, ennþá hef ég ekki hitt einstakling sem er sáttur við þessa breytingu. Eigi menn von á pökkum berast gjarnan sms um að pótbox á Breiðdalsvík sé fullt og pakkanum hafi verið ekið aftur á Reyðarfjörð og hægt sé að nálgast hann þar, heiman frá mér eru 80 km. sem myndi þýða 160 km akstur til að nálgast pakkann. Hafi pakkinn átt að berast heim með landpóstinum, koma gjarnan skilaboð um að vænta megi sendingar á einhverju tímabili. Keppast menn þá við að vera heima við þannig að hægt sé að taka á móti pakkanum. Síðla dags berst síðan sms um að ekki hafi verið tími til að fara með póst í sveitina, en pakkanum verði ekið heim næsta virka dag, svona sms sendingar geta endurtekið sig út þá vikuna því aldrei er tími til að aka pósti í sveitina. Getur þetta verið mjög bagalegt t.d. ef bændur eru að fá varahluti í tæki sem þurfa að vera í daglegri notkun. Veit að einhverjir leggja það frekar á sig að aka tvisvar sinnum 80-85 km. í veg fyrir flug á Egilsstöðum og fá pakkann þannig frekar en að treysta á Íslandspóst. Á þessu hálfa ári sem liðið er síðan pósthúsinu var lokað, sýnist mér reynslan af þessari lokun vera sú að þessar breytingar ganga alls ekki upp og tel ég að langflestir ef ekki allir íbúar Breiðdals og Breiðdalsvíkur taki undir það með mér. Því skora ég á ykkur stjórnendur Íslandspósts að endurskoða þessa breytingu og gera þær ráðstafanir sem þarf til að íbúar byggðalagsins upplifi sig ekki sem annars flokks íbúa sem eigi ekki rétt á sömu þjónustu og aðrir. Með fyrirfram þökk Höfundur er íbúi í Breiðdal
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun