Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar 9. janúar 2025 16:01 Ágætu stjórnendur Íslandspósts! Í dag 9.janúar var pósti dreift hér Breiðdalnum, sá fyrsti sem hefur borist á minn bæ síðan 17. desember sl.. Sem sagt rúmar þrjár vikur síðan síðast barst póstur hingað. Sá póstur sem barst í dag innhélt m.a. jólakort með póststimpli 13. desember og nokkur bréf og kort póstlögð á bilinu frá 17. desember til 6.janúar. Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta sérstaklega frá fyrirtæki sem birtir eftirfarandi á heimasíðu sinni: „Við hjá Póstinum leggjum mikið upp úr því að koma sendingum fljótt í hendur viðskiptavina og fögnum því hvað vinnsla og dreifing gekk hratt og hnökralaust fyrir sig á árinu. Síðasti hluti ársins og jólin gengu sérlega vel, Póstmiðstöðin tóm í lok hvers dags og engar tafir í vertíðinni sem var sérlega ánægjulegt.“ (tekið af heimasíðu póstsins https://posturinn.is/frettir/blogg/2024/svona-var-arid-2024/ ) Vil benda ykkur á að margir hafa treyst á póstinn til að fá tímanlega þau lyf (lyfjarúllur) sem eru mörgum lífsnauðsynleg, það er erfitt þegar ekki er hægt að treysta á reglulega dreifingu. Þegar ég flutti í Breiðdalinn fyrir nær 40 árum var póstinum dreift í sveitina tvisvar í viku, síðan var póstferðum fjölgað í þrjár á vikur og svo fjölgað í daglegar ferðir á virkum dögum. Þeim var svo fækkað aftur og eiga skv. áætlun að vera tvisvar í viku. Eins og sést í inngangi er svo langt frá því að það plan standist og póstur berst mjög óreglulega, er þó ekki hægt að kenna veðri eða færð um það sem af er vetrar. 1.júní sl. var pósthúsinu á Breiðdalsvík, ásamt öðrum pósthúsum víða um land, lokað og skildi póstinum hér austanlands dreift frá Reyðarfirði. Þær upplýsingar sem íbúar fengu var að póstbox yrði sett upp á Breiðdalsvík og landpóstur myndi dreifa pósti í sveitina tvisvar í viku eins og verið hafði. Og klikkt út með að þessi breyting myndi bæta þjónustuupplifun íbúa til muna. Já það er þetta með þjónustupplifunina, ennþá hef ég ekki hitt einstakling sem er sáttur við þessa breytingu. Eigi menn von á pökkum berast gjarnan sms um að pótbox á Breiðdalsvík sé fullt og pakkanum hafi verið ekið aftur á Reyðarfjörð og hægt sé að nálgast hann þar, heiman frá mér eru 80 km. sem myndi þýða 160 km akstur til að nálgast pakkann. Hafi pakkinn átt að berast heim með landpóstinum, koma gjarnan skilaboð um að vænta megi sendingar á einhverju tímabili. Keppast menn þá við að vera heima við þannig að hægt sé að taka á móti pakkanum. Síðla dags berst síðan sms um að ekki hafi verið tími til að fara með póst í sveitina, en pakkanum verði ekið heim næsta virka dag, svona sms sendingar geta endurtekið sig út þá vikuna því aldrei er tími til að aka pósti í sveitina. Getur þetta verið mjög bagalegt t.d. ef bændur eru að fá varahluti í tæki sem þurfa að vera í daglegri notkun. Veit að einhverjir leggja það frekar á sig að aka tvisvar sinnum 80-85 km. í veg fyrir flug á Egilsstöðum og fá pakkann þannig frekar en að treysta á Íslandspóst. Á þessu hálfa ári sem liðið er síðan pósthúsinu var lokað, sýnist mér reynslan af þessari lokun vera sú að þessar breytingar ganga alls ekki upp og tel ég að langflestir ef ekki allir íbúar Breiðdals og Breiðdalsvíkur taki undir það með mér. Því skora ég á ykkur stjórnendur Íslandspósts að endurskoða þessa breytingu og gera þær ráðstafanir sem þarf til að íbúar byggðalagsins upplifi sig ekki sem annars flokks íbúa sem eigi ekki rétt á sömu þjónustu og aðrir. Með fyrirfram þökk Höfundur er íbúi í Breiðdal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Fjarðabyggð Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ágætu stjórnendur Íslandspósts! Í dag 9.janúar var pósti dreift hér Breiðdalnum, sá fyrsti sem hefur borist á minn bæ síðan 17. desember sl.. Sem sagt rúmar þrjár vikur síðan síðast barst póstur hingað. Sá póstur sem barst í dag innhélt m.a. jólakort með póststimpli 13. desember og nokkur bréf og kort póstlögð á bilinu frá 17. desember til 6.janúar. Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta sérstaklega frá fyrirtæki sem birtir eftirfarandi á heimasíðu sinni: „Við hjá Póstinum leggjum mikið upp úr því að koma sendingum fljótt í hendur viðskiptavina og fögnum því hvað vinnsla og dreifing gekk hratt og hnökralaust fyrir sig á árinu. Síðasti hluti ársins og jólin gengu sérlega vel, Póstmiðstöðin tóm í lok hvers dags og engar tafir í vertíðinni sem var sérlega ánægjulegt.“ (tekið af heimasíðu póstsins https://posturinn.is/frettir/blogg/2024/svona-var-arid-2024/ ) Vil benda ykkur á að margir hafa treyst á póstinn til að fá tímanlega þau lyf (lyfjarúllur) sem eru mörgum lífsnauðsynleg, það er erfitt þegar ekki er hægt að treysta á reglulega dreifingu. Þegar ég flutti í Breiðdalinn fyrir nær 40 árum var póstinum dreift í sveitina tvisvar í viku, síðan var póstferðum fjölgað í þrjár á vikur og svo fjölgað í daglegar ferðir á virkum dögum. Þeim var svo fækkað aftur og eiga skv. áætlun að vera tvisvar í viku. Eins og sést í inngangi er svo langt frá því að það plan standist og póstur berst mjög óreglulega, er þó ekki hægt að kenna veðri eða færð um það sem af er vetrar. 1.júní sl. var pósthúsinu á Breiðdalsvík, ásamt öðrum pósthúsum víða um land, lokað og skildi póstinum hér austanlands dreift frá Reyðarfirði. Þær upplýsingar sem íbúar fengu var að póstbox yrði sett upp á Breiðdalsvík og landpóstur myndi dreifa pósti í sveitina tvisvar í viku eins og verið hafði. Og klikkt út með að þessi breyting myndi bæta þjónustuupplifun íbúa til muna. Já það er þetta með þjónustupplifunina, ennþá hef ég ekki hitt einstakling sem er sáttur við þessa breytingu. Eigi menn von á pökkum berast gjarnan sms um að pótbox á Breiðdalsvík sé fullt og pakkanum hafi verið ekið aftur á Reyðarfjörð og hægt sé að nálgast hann þar, heiman frá mér eru 80 km. sem myndi þýða 160 km akstur til að nálgast pakkann. Hafi pakkinn átt að berast heim með landpóstinum, koma gjarnan skilaboð um að vænta megi sendingar á einhverju tímabili. Keppast menn þá við að vera heima við þannig að hægt sé að taka á móti pakkanum. Síðla dags berst síðan sms um að ekki hafi verið tími til að fara með póst í sveitina, en pakkanum verði ekið heim næsta virka dag, svona sms sendingar geta endurtekið sig út þá vikuna því aldrei er tími til að aka pósti í sveitina. Getur þetta verið mjög bagalegt t.d. ef bændur eru að fá varahluti í tæki sem þurfa að vera í daglegri notkun. Veit að einhverjir leggja það frekar á sig að aka tvisvar sinnum 80-85 km. í veg fyrir flug á Egilsstöðum og fá pakkann þannig frekar en að treysta á Íslandspóst. Á þessu hálfa ári sem liðið er síðan pósthúsinu var lokað, sýnist mér reynslan af þessari lokun vera sú að þessar breytingar ganga alls ekki upp og tel ég að langflestir ef ekki allir íbúar Breiðdals og Breiðdalsvíkur taki undir það með mér. Því skora ég á ykkur stjórnendur Íslandspósts að endurskoða þessa breytingu og gera þær ráðstafanir sem þarf til að íbúar byggðalagsins upplifi sig ekki sem annars flokks íbúa sem eigi ekki rétt á sömu þjónustu og aðrir. Með fyrirfram þökk Höfundur er íbúi í Breiðdal
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun