Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 7. janúar 2025 11:53 Kristrún er verulega ánægð með samráðið við almenning. Vísir/Einar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er verulega ánægð með þátttöku almennings í samráðsgátt. Hún segir mikilvægt að virkja almenning og segir ríkisstjórnina mögulega gera það aftur síðar. „Það er heilmikið gott sem kemur út svona samráði,“ segir Kristrún. Ríkisstjórnin muni nota gervigreind til að skoða tillögurnar og skila fyrstu niðurstöðum. Alls hafa um 2.300 tillögur borist í samráðsgáttina þegar fréttin er skrifuð. Samráðinu lýkur 23. janúar. „Þetta er er auðvitað bara einn angi hagræðingarhópsins og við munum þurfa að velja úr hvað hentar hverju sinni. Þetta er bara mjög áhugavert,“ segir Kristrún. Hún segir ekki útilokað að ríkisstjórnin leiti til þjóðarinnar vegna fleiri mála en þetta mál sé þannig að það er öllum aðgengilegt. Það geti allir skilað í samráðsgáttina. „Það er mismikill áhugi á því og mál sem eru almenns eðlis og með opnari spurningar vekja meiri athygli.“ Brotthvarf Bjarna breytir stöðunni Kristrún segir brotthvarf Bjarna úr pólitíkinni stórtíðindi sem breyti pólitíska landslaginu. „Þetta auðvitað breytir stöðunni innan Sjálfstæðisflokksins verulega og stöðunni inni á þinginu.“ Hún segist hafa átt ágætis samstarf við Bjarna. „Ég man varla sjálf eftir pólitík þar sem Bjarni hefur ekki komið við sögu en þetta eru stór tíðindi vissulega.“ Spurð hvort hún muni leita til hans eftir ráðum segir Kristrún aldrei að vita. „Við eigum kannski ekki mörg samtöl okkar á milli en það er þannig að fólk sem eru kollegar í þinginu eiga ágætis samskipti þó þau séu á mismunandi pólitískum skoðunum. Það skiptir máli að geta rætt saman,“ segir Kristrún. Hún hlakki til að sjá hvað hann taki sér næst fyrir hendur. Tilkynnt um þingflokksformann í dag Tilkynnt verður um nýjan þingflokksformann Samfylkingarinnar síðar í dag. Kristrún segir þingflokkinn hittast á fundi klukkan 13 til að greiða atkvæði um stjórn þingflokks í vetur. „Það virkar ekki þannig að fólk eigi tilkall til einhverra embætta. Það eru allir fúsir samstarfsaðilar í þessum flokki. Auðvitað hefur fólk allskonar skoðanir og það hefur ekkert bara með þetta að gera. Það hefur að gera með nefndarsetu og formennsku og fleira og fleira,“ segir Kristrún og að fólk sé áhugasamt. Það þurfi að byrja á því að kjósa um tillöguna. „Ég vonast eftir stuðningi við þeim tillögum sem ég legg fram,“ segir hún en vill ekkert frekar gefa upp um þær. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira
„Það er heilmikið gott sem kemur út svona samráði,“ segir Kristrún. Ríkisstjórnin muni nota gervigreind til að skoða tillögurnar og skila fyrstu niðurstöðum. Alls hafa um 2.300 tillögur borist í samráðsgáttina þegar fréttin er skrifuð. Samráðinu lýkur 23. janúar. „Þetta er er auðvitað bara einn angi hagræðingarhópsins og við munum þurfa að velja úr hvað hentar hverju sinni. Þetta er bara mjög áhugavert,“ segir Kristrún. Hún segir ekki útilokað að ríkisstjórnin leiti til þjóðarinnar vegna fleiri mála en þetta mál sé þannig að það er öllum aðgengilegt. Það geti allir skilað í samráðsgáttina. „Það er mismikill áhugi á því og mál sem eru almenns eðlis og með opnari spurningar vekja meiri athygli.“ Brotthvarf Bjarna breytir stöðunni Kristrún segir brotthvarf Bjarna úr pólitíkinni stórtíðindi sem breyti pólitíska landslaginu. „Þetta auðvitað breytir stöðunni innan Sjálfstæðisflokksins verulega og stöðunni inni á þinginu.“ Hún segist hafa átt ágætis samstarf við Bjarna. „Ég man varla sjálf eftir pólitík þar sem Bjarni hefur ekki komið við sögu en þetta eru stór tíðindi vissulega.“ Spurð hvort hún muni leita til hans eftir ráðum segir Kristrún aldrei að vita. „Við eigum kannski ekki mörg samtöl okkar á milli en það er þannig að fólk sem eru kollegar í þinginu eiga ágætis samskipti þó þau séu á mismunandi pólitískum skoðunum. Það skiptir máli að geta rætt saman,“ segir Kristrún. Hún hlakki til að sjá hvað hann taki sér næst fyrir hendur. Tilkynnt um þingflokksformann í dag Tilkynnt verður um nýjan þingflokksformann Samfylkingarinnar síðar í dag. Kristrún segir þingflokkinn hittast á fundi klukkan 13 til að greiða atkvæði um stjórn þingflokks í vetur. „Það virkar ekki þannig að fólk eigi tilkall til einhverra embætta. Það eru allir fúsir samstarfsaðilar í þessum flokki. Auðvitað hefur fólk allskonar skoðanir og það hefur ekkert bara með þetta að gera. Það hefur að gera með nefndarsetu og formennsku og fleira og fleira,“ segir Kristrún og að fólk sé áhugasamt. Það þurfi að byrja á því að kjósa um tillöguna. „Ég vonast eftir stuðningi við þeim tillögum sem ég legg fram,“ segir hún en vill ekkert frekar gefa upp um þær.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Efnahagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Sjá meira