Kínverjar ráða yfir Tíbet og þarlendir miðlar segjar reyndar að skjálftinn hafi verið aðeins vægari, eða 6,8 stig. Hann varð á um tíu kílómetra dýpi undir heilögu borginni Shigatse og fannst skjálftinn einnig vel í nágrannaríkjunum Indlandi og Nepal.
Kínversk yfirvöld segja að um eitt þúsund byggingar hafi skemmst í hamförunum og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka. Shigatse er afar heilög borg samkvæmt tíbetskri Búddatrú en þar býr jafnan Panchen Lama, trúarlegur leiðtogi sem er næstur í röðinni á eftir Dalai Lama, samkvæmt kennisetningunum.
Þá er svæðið í kringum borgina vinsælt á meðal fjallgöngufólks sem er að búa sig undir að klífa Everest fjall og ferðamenn sem vilja sjá fjallið háa eru einnig nokkuð fjölmennir í borginni.