Mikið álag vegna inflúensu Bjarki Sigurðsson skrifar 5. janúar 2025 20:00 Matthildur Víðisdóttir er fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Hilmir Inflúensusmit valda miklu álagi í heilbrigðiskerfinu þessa dagana. Fagstjóri hjá heilsugæslunni hvetur fólk til að halda sig heima til að smita ekki aðra og valda frekara álagi. Helmingi fleiri greindust með inflúensusmit í síðustu viku en vikuna þar á undan. Inflúensa var algengasta ástæða einangrunar vegna öndunarfæraveira á Landspítalanum og 22 voru inniliggjandi vegna hennar. Sóttvarnalæknir hefur varað við áframhaldandi fjölgun inflúensusmita á næstu vikum. RS-veiran er enn til vandræða og greindust sjötíu manns með hana í sömu viku, flestir yngri en eins árs. Mikið álag hefur verið á heilsugæsluna vegna þessa segir Matthildur Víðisdóttir, fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Í raun og veru fundum við fyrir því strax í desember. Þetta hefur svo farið hægt vaxandi og undanfarna viku eða tvær verið sérstaklega mikið álag. Mjög mikið um veikindi í samfélaginu og þar af leiðindi mjög mikið álag á okkur, heilsugæslur og bráðamóttökur,“ segir Matthildur. Róðurinn þyngist alla jafna hjá heilbrigðisstarfsfólki á þessum árstíma. Þá þarf fólk að fara varlega smitist það af flensu. „Það er svolítil óþolinmæði þegar fólk er að veikjast, eðlilega. Fólk vill ekki eyða tíma í einhverja pest en þetta tekur bara tíma. Fólk þarf að vera þolinmótt. Þetta getur tekið fimm, sjö, alveg upp í tíu daga eða tvær vikur að jafna sig af svona slæmri pest,“ segir Matthildur. Þannig bara taka því rólega og leyfa þessu að ganga yfir? „Algjörlega. Taka því rólega, vera heima, halda sér til hlés, fara vel með sig, taka verkjalyf og hitalækkandi. Þessi klassísku ráð,“ segir Matthildur. Veikir mæti ekki beint til læknis. „Ég hvet fólk eindregið til að hafa fyrst samband í síma 1700 og við getum alltaf leiðbeint fólki um næstu skref og hvert er best að leita,“ segir Matthildur. Heilbrigðismál Heilsa Heilsugæsla Landspítalinn Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Helmingi fleiri greindust með inflúensusmit í síðustu viku en vikuna þar á undan. Inflúensa var algengasta ástæða einangrunar vegna öndunarfæraveira á Landspítalanum og 22 voru inniliggjandi vegna hennar. Sóttvarnalæknir hefur varað við áframhaldandi fjölgun inflúensusmita á næstu vikum. RS-veiran er enn til vandræða og greindust sjötíu manns með hana í sömu viku, flestir yngri en eins árs. Mikið álag hefur verið á heilsugæsluna vegna þessa segir Matthildur Víðisdóttir, fagstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Í raun og veru fundum við fyrir því strax í desember. Þetta hefur svo farið hægt vaxandi og undanfarna viku eða tvær verið sérstaklega mikið álag. Mjög mikið um veikindi í samfélaginu og þar af leiðindi mjög mikið álag á okkur, heilsugæslur og bráðamóttökur,“ segir Matthildur. Róðurinn þyngist alla jafna hjá heilbrigðisstarfsfólki á þessum árstíma. Þá þarf fólk að fara varlega smitist það af flensu. „Það er svolítil óþolinmæði þegar fólk er að veikjast, eðlilega. Fólk vill ekki eyða tíma í einhverja pest en þetta tekur bara tíma. Fólk þarf að vera þolinmótt. Þetta getur tekið fimm, sjö, alveg upp í tíu daga eða tvær vikur að jafna sig af svona slæmri pest,“ segir Matthildur. Þannig bara taka því rólega og leyfa þessu að ganga yfir? „Algjörlega. Taka því rólega, vera heima, halda sér til hlés, fara vel með sig, taka verkjalyf og hitalækkandi. Þessi klassísku ráð,“ segir Matthildur. Veikir mæti ekki beint til læknis. „Ég hvet fólk eindregið til að hafa fyrst samband í síma 1700 og við getum alltaf leiðbeint fólki um næstu skref og hvert er best að leita,“ segir Matthildur.
Heilbrigðismál Heilsa Heilsugæsla Landspítalinn Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira