Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. janúar 2025 12:00 Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. vísir/vilhelm Prófessor í hagfræði leggur til fyrir nýja ríkisstjórn að veita fólki sem vill hafa vaðið fyrir neðan sig og vertakafyrirtækjum í byggingargeiranum skattalegar ívilnanir til að ná enn frekari tökum á verðbólgunni og vöxtum. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mætti í Sprengisand í morgun og ræddi fýsileika áforma ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur þegar það kemur að því að ná tökum á vöxtum og verðbólgu. Gylfi bendir á að í raun sé verðbólga ekki svo há án húsnæðisliðarins eða um 2,8 prósent. Ekki sé þó ráðlagt að taka húnsæðisliðinn út. Miðað við alþjóðlegan mælikvarða séu lífskjör á Íslandi mjög góð. „Það er mikill tekjujöfnuður í landinu og lítil fátækt ef þú lítur bara á tekjur, en það er tvennt sem að skerðir lífskjörin og annað er það sem þú ert að tala um sem er hátt verð á húsnæði, háir vextir og hitt er staða menntamála.“ Til að bæta vaxtakerfið hér á landi leggur Gylfi til að hér verði tekin upp svokölluð stöðugleikaregla í ríkisfjármálum sem myndi verða til þess að ríkið yrði rekið með afgangi þegar uppsveifla er í hagkerfinu en halla í niðursveiflu. Önnur tillaga Gylfa snýr að því að skapa skattalegar ívilnanir fyrir fólk. „Núna verður ríkið fyrir gríðarlegum fjárútlátum vegna hárra vaxta. En til þess að spara sér vaxta útgjöldin, að búa til skattalegar ívilnanir á bundnum sparifjárreikningum. Svo að það fólk sem hefur borð fyrir báru sjái sér hag í því að leggja peninga til hliðar og spara og þá eru vextirnir ekki skattlagðir.“ Gylfi segist lítast vel á áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr skammtímaleigu til ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu sem að hans mati hækki húsnæðisverð. Hann ítrekar mikilvægi stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Núna þegar vextir eru hækkaðir er minna byggt af húsnæði og síðan þegar vextir koma niður er meiri eftirspurn eftir húsnæði. Við stungum upp á að verktakafyrirtækjum yrði gefin einhvers kona skattaleg ívilnun á svona hávaxtatíma til að byggja hagkvæmt ódýrt húsnæði.“ Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Sjá meira
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mætti í Sprengisand í morgun og ræddi fýsileika áforma ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur þegar það kemur að því að ná tökum á vöxtum og verðbólgu. Gylfi bendir á að í raun sé verðbólga ekki svo há án húsnæðisliðarins eða um 2,8 prósent. Ekki sé þó ráðlagt að taka húnsæðisliðinn út. Miðað við alþjóðlegan mælikvarða séu lífskjör á Íslandi mjög góð. „Það er mikill tekjujöfnuður í landinu og lítil fátækt ef þú lítur bara á tekjur, en það er tvennt sem að skerðir lífskjörin og annað er það sem þú ert að tala um sem er hátt verð á húsnæði, háir vextir og hitt er staða menntamála.“ Til að bæta vaxtakerfið hér á landi leggur Gylfi til að hér verði tekin upp svokölluð stöðugleikaregla í ríkisfjármálum sem myndi verða til þess að ríkið yrði rekið með afgangi þegar uppsveifla er í hagkerfinu en halla í niðursveiflu. Önnur tillaga Gylfa snýr að því að skapa skattalegar ívilnanir fyrir fólk. „Núna verður ríkið fyrir gríðarlegum fjárútlátum vegna hárra vaxta. En til þess að spara sér vaxta útgjöldin, að búa til skattalegar ívilnanir á bundnum sparifjárreikningum. Svo að það fólk sem hefur borð fyrir báru sjái sér hag í því að leggja peninga til hliðar og spara og þá eru vextirnir ekki skattlagðir.“ Gylfi segist lítast vel á áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr skammtímaleigu til ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu sem að hans mati hækki húsnæðisverð. Hann ítrekar mikilvægi stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Núna þegar vextir eru hækkaðir er minna byggt af húsnæði og síðan þegar vextir koma niður er meiri eftirspurn eftir húsnæði. Við stungum upp á að verktakafyrirtækjum yrði gefin einhvers kona skattaleg ívilnun á svona hávaxtatíma til að byggja hagkvæmt ódýrt húsnæði.“
Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Seðlabankinn Sprengisandur Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Sjá meira