Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2024 11:22 Þessa mynd birti orkufyrirtæki Grænlands með fréttatilkynningu um orsök straumrofsins. Nukissiorfiit Leiðari sem slitnaði í háspennulínu milli Nuuk og vatnsaflsvirkjunar við Buksefjord er orsök þess neyðarástands sem skapaðist þegar höfuðstaður Grænlands varð straumlaus um helgina. Þetta upplýsir orkufyrirtæki Grænlendinga, Nukissiorfiit, í fréttatilkynningu. Tólf stiga frost var í Nuuk að morgni laugardags þegar rafmagnið fór af. Snarkólnaði í hýbýlum bæjarbúa, sem kynnt eru með rafmagni. Gripu bæjaryfirvöld til þess ráðs að opna íþróttahús, sem höfðu varafl, svo fólk gæti hlýjað sér og söfnuðust mörghundruð manns þar saman. Allt athafnalíf í bænum fór úr skorðum. Verslanir neyddust til að hafa lokað og bensínstöðvar gátu ekki afgreitt eldsneyti. Útvarpssendingar ríkisútvarps Grænlands, KNR, féllu niður og netsamband var takmarkað þar sem slökkva þurfti á 4G og 5G-sendum. Séð yfir Nuuk, höfuðstað Grænlands.Skjáskot/KNR Neyðarstjórn almannavarna í Nuuk kom saman vegna stöðunnar. Húseigendur voru minntir á að huga að frostskemmdum í vatnsleiðslum. Það hefur jafnframt vakið furðu hve langan tíma tók að ræsa dísilknúnar varaaflsstöðvar og koma rafmagni aftur á. Það var ekki fyrr en á laugardagskvöld sem einstök hverfi fengu rafmagn á ný og sum hverfi máttu búa við rafmagnsleysi fram á sunnudag. Á meðan gilti víðtæk rafmagnsskömmtun. Myndin sýnir trosnaða víra. Háspennulínan er strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu.Nukissiorfiit Orkufyrirtæki Grænlands segir að við skoðun á sextíu kílómetra langri háspennulínunni úr þyrlu hafi komið í ljós að leiðari hafði losnað þar sem hún er strengd yfir Ameralik-fjörðinn. Þar er línan í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Til að lagfæra bilunina þarf meðal annars að kalla til sérfræðinga frá Noregi. Orkufyrirtækið vonast til að það takist innan viku, svo fremi að veður og vindar leyfi. Á meðan verði íbúum Nuuk tryggð raforka frá olíuknúnum varaaflsstöðvum. Íbúar Nuuk þurfa að treysta á raforku frá dísilknúnum varaaflsstöðvum næstu daga.Skjáskot/KNR Orkufyrirtækið segir að þegar leiðarinn slitnaði hafi orðið ójafnvægi spennu sem gerði bilanaleit erfiða. Þá hafi þurft að endurræsa varaaflsstöðvar frá grunni og taka rafmagn af öllum raforkunotendum í Nuuk. Vélbúnaður í stöðvunum hafi kólnað. Lengri tíma hafi því tekið að koma þeim í gang þar sem ákveðið hitastig þurfi til að ræsa sumar vélanna. Segir orkufyrirtækið að ástandið sem skapaðist sé fordæmalaust. Stöð 2 fjallaði í síðasta mánuði um fyrirhugaða stækkun virkjunarinnar í Buksefjord en Íslendingur mun stýra framkvæmdunum: Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. 29. desember 2024 10:36 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Tólf stiga frost var í Nuuk að morgni laugardags þegar rafmagnið fór af. Snarkólnaði í hýbýlum bæjarbúa, sem kynnt eru með rafmagni. Gripu bæjaryfirvöld til þess ráðs að opna íþróttahús, sem höfðu varafl, svo fólk gæti hlýjað sér og söfnuðust mörghundruð manns þar saman. Allt athafnalíf í bænum fór úr skorðum. Verslanir neyddust til að hafa lokað og bensínstöðvar gátu ekki afgreitt eldsneyti. Útvarpssendingar ríkisútvarps Grænlands, KNR, féllu niður og netsamband var takmarkað þar sem slökkva þurfti á 4G og 5G-sendum. Séð yfir Nuuk, höfuðstað Grænlands.Skjáskot/KNR Neyðarstjórn almannavarna í Nuuk kom saman vegna stöðunnar. Húseigendur voru minntir á að huga að frostskemmdum í vatnsleiðslum. Það hefur jafnframt vakið furðu hve langan tíma tók að ræsa dísilknúnar varaaflsstöðvar og koma rafmagni aftur á. Það var ekki fyrr en á laugardagskvöld sem einstök hverfi fengu rafmagn á ný og sum hverfi máttu búa við rafmagnsleysi fram á sunnudag. Á meðan gilti víðtæk rafmagnsskömmtun. Myndin sýnir trosnaða víra. Háspennulínan er strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu.Nukissiorfiit Orkufyrirtæki Grænlands segir að við skoðun á sextíu kílómetra langri háspennulínunni úr þyrlu hafi komið í ljós að leiðari hafði losnað þar sem hún er strengd yfir Ameralik-fjörðinn. Þar er línan í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Til að lagfæra bilunina þarf meðal annars að kalla til sérfræðinga frá Noregi. Orkufyrirtækið vonast til að það takist innan viku, svo fremi að veður og vindar leyfi. Á meðan verði íbúum Nuuk tryggð raforka frá olíuknúnum varaaflsstöðvum. Íbúar Nuuk þurfa að treysta á raforku frá dísilknúnum varaaflsstöðvum næstu daga.Skjáskot/KNR Orkufyrirtækið segir að þegar leiðarinn slitnaði hafi orðið ójafnvægi spennu sem gerði bilanaleit erfiða. Þá hafi þurft að endurræsa varaaflsstöðvar frá grunni og taka rafmagn af öllum raforkunotendum í Nuuk. Vélbúnaður í stöðvunum hafi kólnað. Lengri tíma hafi því tekið að koma þeim í gang þar sem ákveðið hitastig þurfi til að ræsa sumar vélanna. Segir orkufyrirtækið að ástandið sem skapaðist sé fordæmalaust. Stöð 2 fjallaði í síðasta mánuði um fyrirhugaða stækkun virkjunarinnar í Buksefjord en Íslendingur mun stýra framkvæmdunum:
Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. 29. desember 2024 10:36 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. 29. desember 2024 10:36