Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2024 11:22 Þessa mynd birti orkufyrirtæki Grænlands með fréttatilkynningu um orsök straumrofsins. Nukissiorfiit Leiðari sem slitnaði í háspennulínu milli Nuuk og vatnsaflsvirkjunar við Buksefjord er orsök þess neyðarástands sem skapaðist þegar höfuðstaður Grænlands varð straumlaus um helgina. Þetta upplýsir orkufyrirtæki Grænlendinga, Nukissiorfiit, í fréttatilkynningu. Tólf stiga frost var í Nuuk að morgni laugardags þegar rafmagnið fór af. Snarkólnaði í hýbýlum bæjarbúa, sem kynnt eru með rafmagni. Gripu bæjaryfirvöld til þess ráðs að opna íþróttahús, sem höfðu varafl, svo fólk gæti hlýjað sér og söfnuðust mörghundruð manns þar saman. Allt athafnalíf í bænum fór úr skorðum. Verslanir neyddust til að hafa lokað og bensínstöðvar gátu ekki afgreitt eldsneyti. Útvarpssendingar ríkisútvarps Grænlands, KNR, féllu niður og netsamband var takmarkað þar sem slökkva þurfti á 4G og 5G-sendum. Séð yfir Nuuk, höfuðstað Grænlands.Skjáskot/KNR Neyðarstjórn almannavarna í Nuuk kom saman vegna stöðunnar. Húseigendur voru minntir á að huga að frostskemmdum í vatnsleiðslum. Það hefur jafnframt vakið furðu hve langan tíma tók að ræsa dísilknúnar varaaflsstöðvar og koma rafmagni aftur á. Það var ekki fyrr en á laugardagskvöld sem einstök hverfi fengu rafmagn á ný og sum hverfi máttu búa við rafmagnsleysi fram á sunnudag. Á meðan gilti víðtæk rafmagnsskömmtun. Myndin sýnir trosnaða víra. Háspennulínan er strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu.Nukissiorfiit Orkufyrirtæki Grænlands segir að við skoðun á sextíu kílómetra langri háspennulínunni úr þyrlu hafi komið í ljós að leiðari hafði losnað þar sem hún er strengd yfir Ameralik-fjörðinn. Þar er línan í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Til að lagfæra bilunina þarf meðal annars að kalla til sérfræðinga frá Noregi. Orkufyrirtækið vonast til að það takist innan viku, svo fremi að veður og vindar leyfi. Á meðan verði íbúum Nuuk tryggð raforka frá olíuknúnum varaaflsstöðvum. Íbúar Nuuk þurfa að treysta á raforku frá dísilknúnum varaaflsstöðvum næstu daga.Skjáskot/KNR Orkufyrirtækið segir að þegar leiðarinn slitnaði hafi orðið ójafnvægi spennu sem gerði bilanaleit erfiða. Þá hafi þurft að endurræsa varaaflsstöðvar frá grunni og taka rafmagn af öllum raforkunotendum í Nuuk. Vélbúnaður í stöðvunum hafi kólnað. Lengri tíma hafi því tekið að koma þeim í gang þar sem ákveðið hitastig þurfi til að ræsa sumar vélanna. Segir orkufyrirtækið að ástandið sem skapaðist sé fordæmalaust. Stöð 2 fjallaði í síðasta mánuði um fyrirhugaða stækkun virkjunarinnar í Buksefjord en Íslendingur mun stýra framkvæmdunum: Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. 29. desember 2024 10:36 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Tólf stiga frost var í Nuuk að morgni laugardags þegar rafmagnið fór af. Snarkólnaði í hýbýlum bæjarbúa, sem kynnt eru með rafmagni. Gripu bæjaryfirvöld til þess ráðs að opna íþróttahús, sem höfðu varafl, svo fólk gæti hlýjað sér og söfnuðust mörghundruð manns þar saman. Allt athafnalíf í bænum fór úr skorðum. Verslanir neyddust til að hafa lokað og bensínstöðvar gátu ekki afgreitt eldsneyti. Útvarpssendingar ríkisútvarps Grænlands, KNR, féllu niður og netsamband var takmarkað þar sem slökkva þurfti á 4G og 5G-sendum. Séð yfir Nuuk, höfuðstað Grænlands.Skjáskot/KNR Neyðarstjórn almannavarna í Nuuk kom saman vegna stöðunnar. Húseigendur voru minntir á að huga að frostskemmdum í vatnsleiðslum. Það hefur jafnframt vakið furðu hve langan tíma tók að ræsa dísilknúnar varaaflsstöðvar og koma rafmagni aftur á. Það var ekki fyrr en á laugardagskvöld sem einstök hverfi fengu rafmagn á ný og sum hverfi máttu búa við rafmagnsleysi fram á sunnudag. Á meðan gilti víðtæk rafmagnsskömmtun. Myndin sýnir trosnaða víra. Háspennulínan er strengd yfir Ameralik-fjörðinn í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu.Nukissiorfiit Orkufyrirtæki Grænlands segir að við skoðun á sextíu kílómetra langri háspennulínunni úr þyrlu hafi komið í ljós að leiðari hafði losnað þar sem hún er strengd yfir Ameralik-fjörðinn. Þar er línan í einu 5,4 kílómetra löngu hafi, sem er það lengsta í heiminum fyrir háspennulínu. Til að lagfæra bilunina þarf meðal annars að kalla til sérfræðinga frá Noregi. Orkufyrirtækið vonast til að það takist innan viku, svo fremi að veður og vindar leyfi. Á meðan verði íbúum Nuuk tryggð raforka frá olíuknúnum varaaflsstöðvum. Íbúar Nuuk þurfa að treysta á raforku frá dísilknúnum varaaflsstöðvum næstu daga.Skjáskot/KNR Orkufyrirtækið segir að þegar leiðarinn slitnaði hafi orðið ójafnvægi spennu sem gerði bilanaleit erfiða. Þá hafi þurft að endurræsa varaaflsstöðvar frá grunni og taka rafmagn af öllum raforkunotendum í Nuuk. Vélbúnaður í stöðvunum hafi kólnað. Lengri tíma hafi því tekið að koma þeim í gang þar sem ákveðið hitastig þurfi til að ræsa sumar vélanna. Segir orkufyrirtækið að ástandið sem skapaðist sé fordæmalaust. Stöð 2 fjallaði í síðasta mánuði um fyrirhugaða stækkun virkjunarinnar í Buksefjord en Íslendingur mun stýra framkvæmdunum:
Grænland Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. 29. desember 2024 10:36 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Gripið hefur verið til neyðarviðbragða í Nuuk, höfuðstað Grænlands, eftir að rafmagn fór af bænum í gærmorgun. Rafmagnsleysið varð til þess að ekki var hægt að kynda hús í tólf stiga frosti og opnuðu bæjaryfirvöld tvö íþróttahús, sem höfðu varaafl, svo íbúar þessa tuttugu þúsund manna bæjar gætu ornað sér í kuldanum. 29. desember 2024 10:36