Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. desember 2024 22:54 Mál Gisele Pelicot hefur vakið heimsathygli en hún fór fram á að málið yrði flutt í heyranda hljóði. Aðgerðasinnar í Frakklandi hafa gert ákall eftir harðari lögum vegna kynferðisbrota í kjölfar þess. EPA Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. Pelicot var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni á níu ára tímabili. Dómar yfir mönnunum féllu fyrir rúmri viku og þeir hafa til mánudags til að ákveða hvort þeir ætla að áfrýja. Mennirnir eiga yfir höfði sér þriggja til tuttugu ára fangelsisdóma. Mál þeirra fimmtán manna sem hafa áfrýjað verða flutt á ný fyrir dómstól í borginni Nimes, að því er kemur fram í frétt Guardian. Dómstóll í Avignon dæmdi 47 menn fyrir nauðgun, tvo menn fyrir tilraun til nauðgunar og tvo fyrir annars konar kynferðisbrot. Að Pelicot undanskildum fengu þeir allir vægari dóm en saksóknarar fóru fram á, en þeir hafa sama frest og hinir dæmdu til að áfrýja dómunum. Meðal þeirra sem hafa áfrýjað dómum sínum er hinn þrítugi Charly Arbo, starfsmaður á vínekru, sem heimsótti Pelicot sex sinnum og hlaut þrettán ára dóm. Redouan El Farihi, fyrrverandi svæfingahjúkrunarfræðingur á sextugsaldri, fékk átta ára dóm og ætlar að áfrýja. Hann sakar Dominique um að hafa platað sig og að hann hafi ekki vitað að Gisele hafi verið byrlað, þrátt fyrir að myndbandsupptökur af verknaðinum sýndu að hún væri bersýnilega meðvitundarlaus. Stéphane Babonneau, lögmaður Gisele Pelicot, segir umbjóðanda sinn munu mæta við réttarhöld þeirra mála sem búið er að áfrýja. Mál Dominique Pelicot Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. 20. desember 2024 10:38 Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. 16. desember 2024 11:31 Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27. nóvember 2024 18:10 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Pelicot var dæmdur til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að nauðga þáverandi eiginkonu sinni og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni á níu ára tímabili. Dómar yfir mönnunum féllu fyrir rúmri viku og þeir hafa til mánudags til að ákveða hvort þeir ætla að áfrýja. Mennirnir eiga yfir höfði sér þriggja til tuttugu ára fangelsisdóma. Mál þeirra fimmtán manna sem hafa áfrýjað verða flutt á ný fyrir dómstól í borginni Nimes, að því er kemur fram í frétt Guardian. Dómstóll í Avignon dæmdi 47 menn fyrir nauðgun, tvo menn fyrir tilraun til nauðgunar og tvo fyrir annars konar kynferðisbrot. Að Pelicot undanskildum fengu þeir allir vægari dóm en saksóknarar fóru fram á, en þeir hafa sama frest og hinir dæmdu til að áfrýja dómunum. Meðal þeirra sem hafa áfrýjað dómum sínum er hinn þrítugi Charly Arbo, starfsmaður á vínekru, sem heimsótti Pelicot sex sinnum og hlaut þrettán ára dóm. Redouan El Farihi, fyrrverandi svæfingahjúkrunarfræðingur á sextugsaldri, fékk átta ára dóm og ætlar að áfrýja. Hann sakar Dominique um að hafa platað sig og að hann hafi ekki vitað að Gisele hafi verið byrlað, þrátt fyrir að myndbandsupptökur af verknaðinum sýndu að hún væri bersýnilega meðvitundarlaus. Stéphane Babonneau, lögmaður Gisele Pelicot, segir umbjóðanda sinn munu mæta við réttarhöld þeirra mála sem búið er að áfrýja.
Mál Dominique Pelicot Frakkland Erlend sakamál Tengdar fréttir Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. 20. desember 2024 10:38 Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. 16. desember 2024 11:31 Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27. nóvember 2024 18:10 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. 20. desember 2024 10:38
Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Réttarhöldunum gegn Dominique Pelicot og fimmtíu mönnum sem hann fékk til að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni er formlega lokið. Á síðasta degi réttarhaldanna bað Dominique fyrrverandi eiginkonu sína, Gisele Pelicot, og börn þeirra afsökunar og lofaði hann Gisele fyrir hugrekki hennar. 16. desember 2024 11:31
Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. 27. nóvember 2024 18:10