Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 27. desember 2024 12:02 Í nýlegri grein (visir.is 13 desember) sakaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Alþýðusambandið um upplýsingaóreiðu. Tilefnið er umræða á nýlegu þingi ASÍ þar sem 300 þingfulltrúar mótuðu stefnu um nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Hver var krafa þings ASÍ? Í meginatriðum sú að auðlindir séu sameign þjóðarinnar og skuli vera nýttar í hennar þágu. Það felur í sér að koma á heildstæðri gjaldtöku vegna nýtingar auðlinda svo sem sjávarauðlinda, orkuauðlinda, lands, vatns og ósnortinnar náttúru. Ljóst er að þetta er ekki bara skoðun Alþýðusambandsins. Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát, m.ö.o. yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur skiptinguna rangláta. Í greininni er fyrst og fremst að finna tæknilegan útúrsnúning þar sem skautað er framhjá aðalatriðum málsins. Íslenskur sjávarútvegur er nefnilega vel rekinn og býr til gríðarleg verðmæti með nýtingu á sameiginlegri auðlind. Það þarf að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun en jafnframt að tryggja hlutdeild almennings í þeim verðmætum. Nokkra furðu vekur að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi kjósi að gera lítið úr þessum birtingarmyndum almannaviljans með því að jafna þeim við upplýsingaóreiðu. Í greininni er ASÍ sakað um að “fara vísvitandi með ósannindi”. Þetta er alvarleg ásökun sem um leið vekur upp spurningar um afstöðu samtakanna til samfélagsins almennt og hreyfingar launafólks sérstaklega. Mikilvægar áherslur nýrrar ríkisstjórnar Því ber að fagna að nú situr ríkisstjórn sem ætlar sér að móta auðlindastefnu sem felur í sér réttlát auðlindagjöld sem að hluta munu renna til nærsamfélags og jafnframt tryggja að ákvæði verði í stjórnarskrá um að auðlindir séu í þjóðareigu. Ísland er ríkt af sameiginlegum auðlindum og stjórnmálamenn verða að bera gæfu til þess að setja almannahagsmuni í forgang við nýtingu slíkra auðlinda. Skynsöm nýting auðlinda miðar nefnilega að því að hámarka verðmætasköpun og tryggja eigandanum réttláta hlutdeild í arðinum. Auðurinn og firringin Gríðarlegur auður sjávarútvegsins hefur tryggt honum mikinn skriðþunga í samfélaginu sem öflugir aðilar fá fúlgur fjár fyrir að verja með kjafti og klóm. Málflutning SFS má hafa til marks um þá rótföstu valdastöðu sem auðurinn hefur skapað sérhagsmunaöflunum. Hann er jafnframt enn ein sönnun þess að séraðstaða af þessum toga getur á endanum leitt til eins konar firringar gagnvart umhverfi og samtíma. Alþýðusamband Íslands stundar þá pólitík eina að standa vörð um almannahagsmuni. Þing ASÍ er lýðræðisleg samkoma jafningja. Þjóðmálakönnun ASÍ, nýjung sem vakið hefur verðskuldaða athygli, birtir ekki afstöðu Alþýðusambandsins eða forystufólks stéttarfélaga. Niðurstöður þingsins og könnunarinnar eru sterkar vísbendingar um afstöðu fólksins í landinu og að sérhagsmunavarsla SFS sé næstum því ábyggilega miklum meirihluta þjóðarinnar ekki að skapi. Af því má ef til vill leiða þá niðurstöðu að almennt telji Íslendingar sjávarútveginn ekki einkamál þeirra sem honum stjórna. Og þá kann ályktunin að verða sú að málflutningur sem leiðir hjá sér augljósar staðreyndir um samfélag og nútíma sé til marks um firringu af einhverju tagi. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Sjávarútvegur Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein (visir.is 13 desember) sakaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Alþýðusambandið um upplýsingaóreiðu. Tilefnið er umræða á nýlegu þingi ASÍ þar sem 300 þingfulltrúar mótuðu stefnu um nýtingu sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Hver var krafa þings ASÍ? Í meginatriðum sú að auðlindir séu sameign þjóðarinnar og skuli vera nýttar í hennar þágu. Það felur í sér að koma á heildstæðri gjaldtöku vegna nýtingar auðlinda svo sem sjávarauðlinda, orkuauðlinda, lands, vatns og ósnortinnar náttúru. Ljóst er að þetta er ekki bara skoðun Alþýðusambandsins. Í þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir ASÍ töldu einungis 25% þjóðarinnar að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát, m.ö.o. yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar telur skiptinguna rangláta. Í greininni er fyrst og fremst að finna tæknilegan útúrsnúning þar sem skautað er framhjá aðalatriðum málsins. Íslenskur sjávarútvegur er nefnilega vel rekinn og býr til gríðarleg verðmæti með nýtingu á sameiginlegri auðlind. Það þarf að tryggja áframhaldandi verðmætasköpun en jafnframt að tryggja hlutdeild almennings í þeim verðmætum. Nokkra furðu vekur að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi kjósi að gera lítið úr þessum birtingarmyndum almannaviljans með því að jafna þeim við upplýsingaóreiðu. Í greininni er ASÍ sakað um að “fara vísvitandi með ósannindi”. Þetta er alvarleg ásökun sem um leið vekur upp spurningar um afstöðu samtakanna til samfélagsins almennt og hreyfingar launafólks sérstaklega. Mikilvægar áherslur nýrrar ríkisstjórnar Því ber að fagna að nú situr ríkisstjórn sem ætlar sér að móta auðlindastefnu sem felur í sér réttlát auðlindagjöld sem að hluta munu renna til nærsamfélags og jafnframt tryggja að ákvæði verði í stjórnarskrá um að auðlindir séu í þjóðareigu. Ísland er ríkt af sameiginlegum auðlindum og stjórnmálamenn verða að bera gæfu til þess að setja almannahagsmuni í forgang við nýtingu slíkra auðlinda. Skynsöm nýting auðlinda miðar nefnilega að því að hámarka verðmætasköpun og tryggja eigandanum réttláta hlutdeild í arðinum. Auðurinn og firringin Gríðarlegur auður sjávarútvegsins hefur tryggt honum mikinn skriðþunga í samfélaginu sem öflugir aðilar fá fúlgur fjár fyrir að verja með kjafti og klóm. Málflutning SFS má hafa til marks um þá rótföstu valdastöðu sem auðurinn hefur skapað sérhagsmunaöflunum. Hann er jafnframt enn ein sönnun þess að séraðstaða af þessum toga getur á endanum leitt til eins konar firringar gagnvart umhverfi og samtíma. Alþýðusamband Íslands stundar þá pólitík eina að standa vörð um almannahagsmuni. Þing ASÍ er lýðræðisleg samkoma jafningja. Þjóðmálakönnun ASÍ, nýjung sem vakið hefur verðskuldaða athygli, birtir ekki afstöðu Alþýðusambandsins eða forystufólks stéttarfélaga. Niðurstöður þingsins og könnunarinnar eru sterkar vísbendingar um afstöðu fólksins í landinu og að sérhagsmunavarsla SFS sé næstum því ábyggilega miklum meirihluta þjóðarinnar ekki að skapi. Af því má ef til vill leiða þá niðurstöðu að almennt telji Íslendingar sjávarútveginn ekki einkamál þeirra sem honum stjórna. Og þá kann ályktunin að verða sú að málflutningur sem leiðir hjá sér augljósar staðreyndir um samfélag og nútíma sé til marks um firringu af einhverju tagi. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun