Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar 27. desember 2024 08:03 Komin upp sérkennileg staða á norðurslóðum. Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna, sem gerði kröfu til yfirráða og eignahald á Grænlandi árið 2019, hefur nú endurnýjað þessa kröfu í nafni þjóðaröryggis Bandaríkjanna og frelsis í heiminum. Áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi er ekki alveg nýr af nálinni. Því hefur verið haldið fram að Harry S. Truman, þá forseti Bandaríkjanna, hafi sýnt áhuga á að kaupa Grænland árið 1946. Kaup á landi eru ekki óþekkt í sögu Bandaríkjanna sem keyptu t.d. Alaska af Rússum, Louisiana af Frökkum og Flórída af Spáni. Danmörk og sala Grænlands? Danmörk fer með utanríkismál Grænlands fyrir hönd Grænlendinga. Bandaríkin og Danmörk eru bæði NATO ríki. Forsætisráðherra Danmerkur neitaði að selja Grænland eða færa yfirráð Grænlands til Bandaríkjanna árið 2019 og gerir það einnig nú. Árið 2019 lýsti Donald Trump viðbrögðum forsætisráðherrans sem „nasty.“ Yfirvöld á Grænlandi segja að landið sé ekki til sölu. Vegna stríðsins í Úkraínu er Danmörk nú háðari Bandaríkjunum en árið 2019 og er eins og Ísland undir öryggisregnhlíf Bandaríkjanna. Sumir leiðtogar NATO ríkja óttast að Bandaríkin taki öryggisregnhlífina í burtu. Donald Trump hefur líka gefið í skyn að hann muni ekki koma NATO ríkum til varnar er á þau verður ráðist. Hafa verður í huga að vegna loftlagsbreytinga eru nú miklar auðlindir Grænlands, sem áður voru óaðgengilegar, að verða nýtanlegar. Líklegt er að þessar auðlindir, t.d. sjaldgæfir málmar, séu ekki síður ástæða endurnýjaðs áhuga Trump á Grænlandi, en þjóðaröryggi Bandaríkjanna eða frelsi í heiminum. Þó gæti aðgangur að sjaldgæfum málmum orðið mál sem tengist þjóðaröryggi Bandaríkjanna þó það réttlæti ekki ummæli Trumps og hugsanlegar aðgerðir. Eflaust gætu Bandaríkin líka keypt málma af Grænlandi er vilji væri fyrir hendi án þess að fá yfirráð yfir landinu. NATO ríkið Danmörk er nú að auka hernaðarviðbúnað sinn á Grænlandi hugsanlega vegna yfirlýsinga verðandi forseta Bandaríkjanna, forysturíkis NATO. Danmörk hefur eins og mörg NATO ríki verið að hervæðast í kjölfar Úkraínustríðsins með vopnakaupum frá Bandaríkjunum t.d. F35 orrustuþotum. Danmörk er því háð Bandaríkjunum með viðhald, þjónustu og varahluti fyrir þessar vélar og önnur hergögn sem Danir kaupa af Bandaríkjunum. Afleiðingar Úkraínustríðsins taka sífellt á sig nýjar og óvæntar myndir. Staða Danmerkur gagnvart Bandaríkjunum er ekki sterk. Mikilvægi norðurslóða og stórveldasamkeppnin Mikilvægi norðurslóða fer nú vaxandi vegna loftslagsbreytinga. Ekki bara vegna auðlinda heldur siglingaleiða sem eru að opnast þ.e. Northwest Passage eftir strandlengju Bandaríkjanna (Alaska), Kanada og Grænlands. Og svo Northeast Passage/Northern Sea Route eftir strandlengju Rússlands. Fyrir utan auðlindir og siglingaleiðir blandast stórveldasamkeppni ínní þetta mál. Í Norðurskautsráðinu eru átta ríki: Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Öll ríkin eru nú NATO ríki nema Rússland. Þetta er ein ástæða þess að samvinna Rússlands og Kína er orðin náin á þessu svæði og Kína skilgreinir sig nú sem “Near-Arctic State.” Það má ímynda sér að best væri fyrir Rússland að sitja sem mest eitt að auðlindum sínum á þessum slóðum en þegar þarna eru sjö NATO ríki kemur varla á óvart að Rússland leiti bandamanna til að styrkja stöðu sína á þessu svæði. Kína sem er útflutningsdrifið hagkerfi þarf aðgang að öruggum siglingleiðum og hefur augljósa hagsmuni af því að vinna með Rússlandi á norðurslóðum. Vegna Úkraínustríðsins hafa utanríkisviðskipti milli Rússlands og Kína vaxið mikið og Kína þarf á auðlindum Rússlands að halda, og siglingaleiðum, Northeast Passage/Northern Sea Route. Samvinna Kína og Rússlands hefur styrkt stöðu Kína mikið í stórveldasamkeppninni við Bandaríkin. Til viðbótar við kröfuna um yfirráð yfir Grænlandi bætast svo við ummæli Donald Trump um Kanada sem ríki í Bandaríkjunum (51. ríkið sett farm í gríni?) og svo hótanir gagnvart Panama, þ.e. að taka yfir Panama skurðinn. Þess má geta að Karl III Bretakonungur er þjóðhöfðingi Kanada. Spurning hvað Bresk stjórnvöld segja um þetta mál? Deilurnar við Panama tengjast stórveldasamkeppni því Kína sem sagt er að sé næststærsti notandi Panama skurðarins og hefur einnig fjárfest í Panama. „The rules based international order“ vs. „Might is right.“ Það vekur athygli að vegna Úkraínustríðsins hafa Bandaríkin og önnur NATO ríki talað mikið um mikilvægi þess að öll lönd virði alþjóðalög og svokallaða „rules based international order“ en nú má spyrja hvort slík sjónarmið séu fokin út í veður og vind? „Might is right.“ Sá sterki ræður, sá veiki tapar. Mikil óvissa er framundan og átakalínur að færast á norðurslóðir og nær Íslandi. Svo er spurning hvert NATO ríki eins og Danmörk og Kanada leita ef Donald Trump setur mikinn þrýsting á löndin. Reyna þau að semja eða reyna þau að mynda einhver bandalög? Svo er Panama í vanda og má sín lítils gagnvart Bandaríkjunum ef í hart fer. Nýlegar yfirlýsingar Donald Trump gætu svo bent til þess að „America First policy“ feli í sér vilja til auka yfirráð þessa öflugasta stórveldis heimsins út fyrir landamæri sín í nafni frelsis, viðskipta- og þjóðaröryggishagsmuna. Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Hilmarsson Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Komin upp sérkennileg staða á norðurslóðum. Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna, sem gerði kröfu til yfirráða og eignahald á Grænlandi árið 2019, hefur nú endurnýjað þessa kröfu í nafni þjóðaröryggis Bandaríkjanna og frelsis í heiminum. Áhugi Bandaríkjanna á Grænlandi er ekki alveg nýr af nálinni. Því hefur verið haldið fram að Harry S. Truman, þá forseti Bandaríkjanna, hafi sýnt áhuga á að kaupa Grænland árið 1946. Kaup á landi eru ekki óþekkt í sögu Bandaríkjanna sem keyptu t.d. Alaska af Rússum, Louisiana af Frökkum og Flórída af Spáni. Danmörk og sala Grænlands? Danmörk fer með utanríkismál Grænlands fyrir hönd Grænlendinga. Bandaríkin og Danmörk eru bæði NATO ríki. Forsætisráðherra Danmerkur neitaði að selja Grænland eða færa yfirráð Grænlands til Bandaríkjanna árið 2019 og gerir það einnig nú. Árið 2019 lýsti Donald Trump viðbrögðum forsætisráðherrans sem „nasty.“ Yfirvöld á Grænlandi segja að landið sé ekki til sölu. Vegna stríðsins í Úkraínu er Danmörk nú háðari Bandaríkjunum en árið 2019 og er eins og Ísland undir öryggisregnhlíf Bandaríkjanna. Sumir leiðtogar NATO ríkja óttast að Bandaríkin taki öryggisregnhlífina í burtu. Donald Trump hefur líka gefið í skyn að hann muni ekki koma NATO ríkum til varnar er á þau verður ráðist. Hafa verður í huga að vegna loftlagsbreytinga eru nú miklar auðlindir Grænlands, sem áður voru óaðgengilegar, að verða nýtanlegar. Líklegt er að þessar auðlindir, t.d. sjaldgæfir málmar, séu ekki síður ástæða endurnýjaðs áhuga Trump á Grænlandi, en þjóðaröryggi Bandaríkjanna eða frelsi í heiminum. Þó gæti aðgangur að sjaldgæfum málmum orðið mál sem tengist þjóðaröryggi Bandaríkjanna þó það réttlæti ekki ummæli Trumps og hugsanlegar aðgerðir. Eflaust gætu Bandaríkin líka keypt málma af Grænlandi er vilji væri fyrir hendi án þess að fá yfirráð yfir landinu. NATO ríkið Danmörk er nú að auka hernaðarviðbúnað sinn á Grænlandi hugsanlega vegna yfirlýsinga verðandi forseta Bandaríkjanna, forysturíkis NATO. Danmörk hefur eins og mörg NATO ríki verið að hervæðast í kjölfar Úkraínustríðsins með vopnakaupum frá Bandaríkjunum t.d. F35 orrustuþotum. Danmörk er því háð Bandaríkjunum með viðhald, þjónustu og varahluti fyrir þessar vélar og önnur hergögn sem Danir kaupa af Bandaríkjunum. Afleiðingar Úkraínustríðsins taka sífellt á sig nýjar og óvæntar myndir. Staða Danmerkur gagnvart Bandaríkjunum er ekki sterk. Mikilvægi norðurslóða og stórveldasamkeppnin Mikilvægi norðurslóða fer nú vaxandi vegna loftslagsbreytinga. Ekki bara vegna auðlinda heldur siglingaleiða sem eru að opnast þ.e. Northwest Passage eftir strandlengju Bandaríkjanna (Alaska), Kanada og Grænlands. Og svo Northeast Passage/Northern Sea Route eftir strandlengju Rússlands. Fyrir utan auðlindir og siglingaleiðir blandast stórveldasamkeppni ínní þetta mál. Í Norðurskautsráðinu eru átta ríki: Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ísland, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð. Öll ríkin eru nú NATO ríki nema Rússland. Þetta er ein ástæða þess að samvinna Rússlands og Kína er orðin náin á þessu svæði og Kína skilgreinir sig nú sem “Near-Arctic State.” Það má ímynda sér að best væri fyrir Rússland að sitja sem mest eitt að auðlindum sínum á þessum slóðum en þegar þarna eru sjö NATO ríki kemur varla á óvart að Rússland leiti bandamanna til að styrkja stöðu sína á þessu svæði. Kína sem er útflutningsdrifið hagkerfi þarf aðgang að öruggum siglingleiðum og hefur augljósa hagsmuni af því að vinna með Rússlandi á norðurslóðum. Vegna Úkraínustríðsins hafa utanríkisviðskipti milli Rússlands og Kína vaxið mikið og Kína þarf á auðlindum Rússlands að halda, og siglingaleiðum, Northeast Passage/Northern Sea Route. Samvinna Kína og Rússlands hefur styrkt stöðu Kína mikið í stórveldasamkeppninni við Bandaríkin. Til viðbótar við kröfuna um yfirráð yfir Grænlandi bætast svo við ummæli Donald Trump um Kanada sem ríki í Bandaríkjunum (51. ríkið sett farm í gríni?) og svo hótanir gagnvart Panama, þ.e. að taka yfir Panama skurðinn. Þess má geta að Karl III Bretakonungur er þjóðhöfðingi Kanada. Spurning hvað Bresk stjórnvöld segja um þetta mál? Deilurnar við Panama tengjast stórveldasamkeppni því Kína sem sagt er að sé næststærsti notandi Panama skurðarins og hefur einnig fjárfest í Panama. „The rules based international order“ vs. „Might is right.“ Það vekur athygli að vegna Úkraínustríðsins hafa Bandaríkin og önnur NATO ríki talað mikið um mikilvægi þess að öll lönd virði alþjóðalög og svokallaða „rules based international order“ en nú má spyrja hvort slík sjónarmið séu fokin út í veður og vind? „Might is right.“ Sá sterki ræður, sá veiki tapar. Mikil óvissa er framundan og átakalínur að færast á norðurslóðir og nær Íslandi. Svo er spurning hvert NATO ríki eins og Danmörk og Kanada leita ef Donald Trump setur mikinn þrýsting á löndin. Reyna þau að semja eða reyna þau að mynda einhver bandalög? Svo er Panama í vanda og má sín lítils gagnvart Bandaríkjunum ef í hart fer. Nýlegar yfirlýsingar Donald Trump gætu svo bent til þess að „America First policy“ feli í sér vilja til auka yfirráð þessa öflugasta stórveldis heimsins út fyrir landamæri sín í nafni frelsis, viðskipta- og þjóðaröryggishagsmuna. Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini. Höfundur er prófessor við Háskólann á Akureyri.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun