Innlent

Sex voru fluttir með þyrlunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti sex á sjúkrahús eftir bílslys í Öræfum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti sex á sjúkrahús eftir bílslys í Öræfum. Vísir/Vilhelm

Sex voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir að tveir bílar rákust á í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. 

Þrír voru í hvorum bílnum og urðu einhver slys á fólkinu en ekki alvarleg að sögn Garðars Más Garðarssonar aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi. Vinnu viðbragðsaðila á vettvangi er lokið.  

Áreksturinn varð klukkan að ganga eitt og var hann nokkuð harður. Garðar segir að betur hafi farið en á horfðist. Mikil hálka sé á vegum í umdæminu. 


Tengdar fréttir

Alvarlegt bílslys í Öræfum

Harður árekstur varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Suðurlandi þegar klukkan var að ganga eitt. Tveir bílar rákust saman og sex manns voru um borð í báðum bílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×