Alls kyns jól um allan heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 25. desember 2024 20:03 Fjölbreytileg yfirferð á jólum um allan heim í kvöldfréttum. vísir Jólin voru haldin hátíðleg um allan heim, líka í Damaskus í Sýrlandi og Betlehem, fæðingarstað Jesú Krists. Frans páfi lagði áherslu á frið í prédikun sinni í dag. Jólahefðirnar eru jafn misjafnar og fólkið er margt. Hópur fólks í Berlín byrjaði daginn til dæmis á að synda í Oranke vatni áður en hann hélt af stað í sálmasöng. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var komið víða við á í yfirferð um jólahöld. Hátíðarhöldin voru á svipuðum nótum í Sydney í Ástralíu, þar sem mikill fjöldi skemmti sér á ströndinni í sumarsólinni, á meðan aðrir héldu hefðbundnari jól í kirkjum borgarinnar. Fyrsta jólamessan í fimm ár var haldin í frúarkirkjunni í París og kristnir í Írak héldu upp á daginn, þrátt fyrir mikinn ótta og óörugga framtíð í landinu. „Við erum hluti af Írak. En við munum yfirgefa landið ef tækifærði gefst vegna þess að ástandið hér er óstöðugt. Okkur líður eins og þeir gætu kippt undan okkur fótunum hvenær sem er. Framtíð okkar er óviss hér,“ er haft eftir Bayda Nadhim íbúa í Teleskaf. Minnihlutahópar kristinna í Pakistan héldu upp á sín jól sem og í Sýrlandi, þar sem eru miklir umbrotatímar. Samfélag kristinna stækkar ört í Peking og var jólamessan í dómkirkju borgarinnar þétt setin. Sem fyrr var hátíðlega jólamessa í Betlehem - heimafólk og aðkomumenn saman komnir til að fagna fæðingu frelsarans. Aðfangadagur var fyrsti dagur fagnaðarárs kaþólikka og voru helgar dyr Péturskirkju í Vatíkaninu opnaðar almenningi en þær eru venjulega lokaðar aðkomufólki. „Maður fyllist auðmýkt við að ganga í gegnum dyrnar að það verður að eins konar losunað þegar þú ferð í gegn er það eins og útrás, þetta er tilfinningalosun“ segir Blanca Martin pílagrími frá Bandaríkjunum, sem heimsótti Péturskirkjuna í dag. Páfinn kallaði eftir friði í Úkraínu og Súdan, og lýsti áhyggjum af stöðunni í Mið-Austurlöndum, í predikun sinni í dag. „Megi ómur hernaðar þagna í Mið-Austurlöndum. Þegar ég hugsa um jötuna í Betlehem, veðrur mér hugsað til kristinna samfélaga í Ísrael og Palestínu, sérstaklega Gasa, þar sem mannúðarástandið er grafalvarlegt,“ Jól Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Jólahefðirnar eru jafn misjafnar og fólkið er margt. Hópur fólks í Berlín byrjaði daginn til dæmis á að synda í Oranke vatni áður en hann hélt af stað í sálmasöng. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var komið víða við á í yfirferð um jólahöld. Hátíðarhöldin voru á svipuðum nótum í Sydney í Ástralíu, þar sem mikill fjöldi skemmti sér á ströndinni í sumarsólinni, á meðan aðrir héldu hefðbundnari jól í kirkjum borgarinnar. Fyrsta jólamessan í fimm ár var haldin í frúarkirkjunni í París og kristnir í Írak héldu upp á daginn, þrátt fyrir mikinn ótta og óörugga framtíð í landinu. „Við erum hluti af Írak. En við munum yfirgefa landið ef tækifærði gefst vegna þess að ástandið hér er óstöðugt. Okkur líður eins og þeir gætu kippt undan okkur fótunum hvenær sem er. Framtíð okkar er óviss hér,“ er haft eftir Bayda Nadhim íbúa í Teleskaf. Minnihlutahópar kristinna í Pakistan héldu upp á sín jól sem og í Sýrlandi, þar sem eru miklir umbrotatímar. Samfélag kristinna stækkar ört í Peking og var jólamessan í dómkirkju borgarinnar þétt setin. Sem fyrr var hátíðlega jólamessa í Betlehem - heimafólk og aðkomumenn saman komnir til að fagna fæðingu frelsarans. Aðfangadagur var fyrsti dagur fagnaðarárs kaþólikka og voru helgar dyr Péturskirkju í Vatíkaninu opnaðar almenningi en þær eru venjulega lokaðar aðkomufólki. „Maður fyllist auðmýkt við að ganga í gegnum dyrnar að það verður að eins konar losunað þegar þú ferð í gegn er það eins og útrás, þetta er tilfinningalosun“ segir Blanca Martin pílagrími frá Bandaríkjunum, sem heimsótti Péturskirkjuna í dag. Páfinn kallaði eftir friði í Úkraínu og Súdan, og lýsti áhyggjum af stöðunni í Mið-Austurlöndum, í predikun sinni í dag. „Megi ómur hernaðar þagna í Mið-Austurlöndum. Þegar ég hugsa um jötuna í Betlehem, veðrur mér hugsað til kristinna samfélaga í Ísrael og Palestínu, sérstaklega Gasa, þar sem mannúðarástandið er grafalvarlegt,“
Jól Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira