Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2024 14:39 Eyjólfur Ármannsson, nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur áður talað um að bókun 35 stangaðist á við stjórnarskrá landsins. Vísir/Rúnar Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist munu greiða atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnar um samþykkt bókunar 35 þegar til þess kemur. Þetta sagði Eyjólfur í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, en samkomulag ermilli ríkisstjórnarflokkanna um samþykkt slíks frumvarps. Eyjólfur hefur áður sagt að bókun 35 gengi gegn stjórnarskrá og að breytingar á henni væru nauðsynlegar ef hún yrði samþykkt. Lengi hefur verið deilt um frumvarp um bókun 35 sem gengur út á að ef lagasetning sem byggir á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og önnur lög stangast á þá gildi þau fyrri, nema þá ef Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Andstæðingar bókunar hafa í þessu samhengi talað um fullveldisafsal á meðan stuðningsmenn telja frumvarpið tryggja samræmi í lögum og að almenningur njóti þá þess réttar sem kveðið er á um í EES-samningnum. Utanríkisráðherra hefur áður lagt fram lagafrumvarp um bókun 35 sem hafi þó ekki náð fram að ganga. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ríkisstjórnin ætli að einbeita sér að því að samþykkja bókun 35 þar sem ráðherra ætli að leggja fram ályktun um bókunina. Hún sagði að þessu myndi eflaust fylgja miklar umræður en það væri einhugur innan ríkisstjórnar að fara þessa leið. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Virðir það samkomulag Aðspurður um hvernig það snerti sig – stjórnarfrumvarp um samþykkt bókunar 35 – segist Eyjólfur vísa í það sem hann hafi áður sagt í þinginu um það mál. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögledd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessa lögleiðingar í þrjátíu ár. Ég hef nálgast þetta frá sögulegu forsendum og líka lagalegum forsendum. Ég bara vísa til þess sem ég segi. Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag. Að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi þá munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Við íslenska þjóðin getum vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga inn í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES-samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. En svo er á dagskránni að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort eigi að taka viðræðurnar upp að nýju. Þú hlýtur þá að samþykkja það líka? „Ég mun samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu, að sjálfsögðu. Þjóðin ræður. Það er atkvæðagreiðsla sem verður þar. Það er ekki í mínum höndum þá,“ segir Eyjólfur. Jarðgangnagerð sé ekki lúxus Eyjólfur var einnig spurður um samgöngur og jarðgangnagerð, en í stjórnarsáttmála segir að til standi að ráðast í átak í jarðgangagerð. Hvernig sérðu forgangsröðun í þeim efnum og sérðu það fyrir að það sé hægt að bora á fleiri en einum stað í einu? „Ég hef ekki myndað mér skoðun varðandi forgangsröðun. Ég get vel séð fyrir mér að það verði borað á tveimur stöðum í einu. Ég hef talað fyrir því í kosningabaráttunni víða, en ríkisstjórnarsáttmálinn talar um það að við verðum að bora ein jarðgöng í einu. Við verðum líka að athuga að jarðgangnagerð í samgöngum á Íslandi á ekki að vera lúxus.“ Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Bókun 35 EES-samningurinn Tengdar fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Þetta sagði Eyjólfur í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, en samkomulag ermilli ríkisstjórnarflokkanna um samþykkt slíks frumvarps. Eyjólfur hefur áður sagt að bókun 35 gengi gegn stjórnarskrá og að breytingar á henni væru nauðsynlegar ef hún yrði samþykkt. Lengi hefur verið deilt um frumvarp um bókun 35 sem gengur út á að ef lagasetning sem byggir á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og önnur lög stangast á þá gildi þau fyrri, nema þá ef Alþingi hafi tekið skýrt fram að svo sé ekki. Andstæðingar bókunar hafa í þessu samhengi talað um fullveldisafsal á meðan stuðningsmenn telja frumvarpið tryggja samræmi í lögum og að almenningur njóti þá þess réttar sem kveðið er á um í EES-samningnum. Utanríkisráðherra hefur áður lagt fram lagafrumvarp um bókun 35 sem hafi þó ekki náð fram að ganga. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ríkisstjórnin ætli að einbeita sér að því að samþykkja bókun 35 þar sem ráðherra ætli að leggja fram ályktun um bókunina. Hún sagði að þessu myndi eflaust fylgja miklar umræður en það væri einhugur innan ríkisstjórnar að fara þessa leið. Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Virðir það samkomulag Aðspurður um hvernig það snerti sig – stjórnarfrumvarp um samþykkt bókunar 35 – segist Eyjólfur vísa í það sem hann hafi áður sagt í þinginu um það mál. „Ég tel að bókun 35 hafi ekki verið lögledd. Hún var ekki lögleidd þegar við gengum inn í Evrópska efnahagssvæðið og við höfum verið án þessa lögleiðingar í þrjátíu ár. Ég hef nálgast þetta frá sögulegu forsendum og líka lagalegum forsendum. Ég bara vísa til þess sem ég segi. Þetta er inni í sáttmála ríkisstjórnarinnar og ég virði það samkomulag. Að sjálfsögðu.“ Þannig að þegar kemur til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi þá munt þú greiða atkvæði með tillögunni? „Já, ég mun styðja ríkisstjórnina í því máli. Við íslenska þjóðin getum vel lifað við þetta en við erum ekki að ganga inn í Evrópusambandið hvað þetta varðar. Við munum ekki ganga inn í Evrópusambandið í gegnum EES-samninginn. Það er alveg klárt mál,“ segir Eyjólfur. En svo er á dagskránni að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort eigi að taka viðræðurnar upp að nýju. Þú hlýtur þá að samþykkja það líka? „Ég mun samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu, að sjálfsögðu. Þjóðin ræður. Það er atkvæðagreiðsla sem verður þar. Það er ekki í mínum höndum þá,“ segir Eyjólfur. Jarðgangnagerð sé ekki lúxus Eyjólfur var einnig spurður um samgöngur og jarðgangnagerð, en í stjórnarsáttmála segir að til standi að ráðast í átak í jarðgangagerð. Hvernig sérðu forgangsröðun í þeim efnum og sérðu það fyrir að það sé hægt að bora á fleiri en einum stað í einu? „Ég hef ekki myndað mér skoðun varðandi forgangsröðun. Ég get vel séð fyrir mér að það verði borað á tveimur stöðum í einu. Ég hef talað fyrir því í kosningabaráttunni víða, en ríkisstjórnarsáttmálinn talar um það að við verðum að bora ein jarðgöng í einu. Við verðum líka að athuga að jarðgangnagerð í samgöngum á Íslandi á ekki að vera lúxus.“
Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Bókun 35 EES-samningurinn Tengdar fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína. 23. desember 2024 13:11