Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 23. desember 2024 10:00 Síðustu daga hefur verið töluverð umræða um kaup Hafnarfjarðarbæjar á Skessunni, knatthúsi FH, sem á sér meira en sex ára sögu. Árið 2018 ákváðu bæjaryfirvöld að byggja knatthús á félagssvæði FH og var verkið boðið út. Aðeins þrjú tilboð bárust sem öllum var hafnað þar sem lægsta tilboð var 53% yfir kostnaðaráætlun. Málið keyrt í gegn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Þetta gerðist á vordögum 2018 og eftir kosningar tók við meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Meðal fyrstu verka meirihlutans var að ganga frá málum við FH og í miklum flýti var gengið frá rammasamkomulagi við félagið um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum á svæði FH fyrir 790 milljónir. Samkvæmt samkomulaginu átti andvirði sölu eigna að renna til byggingar knatthússins, sem FH átti að eiga og reka sjálft. Með því móti átti að nást hagkvæmni og samlegð við aðrar framkvæmdir við Kaplakrika. Þessu mótmæltu fulltrúar Samfylkingarinnar harðlega á sínum tíma, enda ekki talið í samræmi við ráðstöfun opinbers fjár og jafnframt kúvending á stefnu sveitarfélagsins um eignarhald á íþróttamannvirkjum sem samþykkt var árið 2017. Þá voru gerðar alvarlegar athugasemdir við eignarhlut eigna sem átti að kaupa af FH sem lá ekki að fullu fyrir. Rammasamkomulagið var samþykkt af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á bæjarráðsfundi um mitt sumar. Minnihlutinn kærði ákvörðunina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Skessan eina íþróttamannvirkið í eigu félags Knatthús FH reis og var tekið í notkun haustið 2019 og fékk nafnið Skessan og bætti til muna aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Fyrir rúmlega tveimur árum síðan var samþykkt að hefja byggingu knatthús Hauka fyrir rúma 4 milljarða sem verður tekið í notkun núna í byrjun árs. Húsið er byggt af Hafnarfjarðarbæ. Skessan er eina íþróttamannvirkið í Hafnarfirði sem er í eigu félags. Það er eðlilegt að öll íþróttafélög sitji við sama borð og njóti jafnræðis og það lendi ekki á foreldrum iðkenda að greiða fyrir rekstur íþróttamannvirkja. Því hófust samningaviðræður FH og Hafnarfjarðarbæjar um kaup bæjarins á Skessunni, en reksturinn hefur reynst félaginu þungur og auk þess var ráðist í byggingu nauðsynlegrar búningaaðstöðu við knatthúsið sem ekki var í fyrri áætlunum. Áætlaður kostnaður bæjarins vegna kaupa Skessunar er um 1.2 milljarður. Meirihlutinn slær ryki í augu bæjarbúa Niðurstaðan er að þegar allt er talið saman þá hefur bærinn lagt til Skessunar meira en 2 milljarða. Ef staðið hefði verið að uppbyggingu Skessunnar eins og Samfylkingin lagði til fyrir sex árum, þá væri staðan allt önnur. Það er ljóst að þessir fordæmalausu fjármálagjörningar sem gerðir voru fyrir sex árum eru að koma í bakið á bæjaryfirvöldum í dag og vitna um óráðsíu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjármálum bæjarins. Það vita fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og reyna því allt hvað þeir geta að slá ryki í augu bæjarbúa og víkja undan ábyrgði með því að skella skuldinni á forystu FH. Það er er ekki stórmannlegt. Ábyrgðin liggur hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði ber fulla ábyrgð á því hvernig komið er. Nú þarf að taka höndum saman um að ljúka þessu máli. Skessan er gott hús og hagkvæmt hús og mikil lyftistöng fyrir félags- og íþróttastarf í Hafnarfirði. Hvort meirihlutanum tekst að ljúka þessu máli af reisn fyrir Hafnarfjörð má stórlega efast um, nema að stefnubreyting eigi sér stað í störfum hans. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Már Gunnlaugsson Hafnarfjörður FH Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði Mest lesið Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur verið töluverð umræða um kaup Hafnarfjarðarbæjar á Skessunni, knatthúsi FH, sem á sér meira en sex ára sögu. Árið 2018 ákváðu bæjaryfirvöld að byggja knatthús á félagssvæði FH og var verkið boðið út. Aðeins þrjú tilboð bárust sem öllum var hafnað þar sem lægsta tilboð var 53% yfir kostnaðaráætlun. Málið keyrt í gegn af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Þetta gerðist á vordögum 2018 og eftir kosningar tók við meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Meðal fyrstu verka meirihlutans var að ganga frá málum við FH og í miklum flýti var gengið frá rammasamkomulagi við félagið um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum á svæði FH fyrir 790 milljónir. Samkvæmt samkomulaginu átti andvirði sölu eigna að renna til byggingar knatthússins, sem FH átti að eiga og reka sjálft. Með því móti átti að nást hagkvæmni og samlegð við aðrar framkvæmdir við Kaplakrika. Þessu mótmæltu fulltrúar Samfylkingarinnar harðlega á sínum tíma, enda ekki talið í samræmi við ráðstöfun opinbers fjár og jafnframt kúvending á stefnu sveitarfélagsins um eignarhald á íþróttamannvirkjum sem samþykkt var árið 2017. Þá voru gerðar alvarlegar athugasemdir við eignarhlut eigna sem átti að kaupa af FH sem lá ekki að fullu fyrir. Rammasamkomulagið var samþykkt af meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á bæjarráðsfundi um mitt sumar. Minnihlutinn kærði ákvörðunina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Skessan eina íþróttamannvirkið í eigu félags Knatthús FH reis og var tekið í notkun haustið 2019 og fékk nafnið Skessan og bætti til muna aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Fyrir rúmlega tveimur árum síðan var samþykkt að hefja byggingu knatthús Hauka fyrir rúma 4 milljarða sem verður tekið í notkun núna í byrjun árs. Húsið er byggt af Hafnarfjarðarbæ. Skessan er eina íþróttamannvirkið í Hafnarfirði sem er í eigu félags. Það er eðlilegt að öll íþróttafélög sitji við sama borð og njóti jafnræðis og það lendi ekki á foreldrum iðkenda að greiða fyrir rekstur íþróttamannvirkja. Því hófust samningaviðræður FH og Hafnarfjarðarbæjar um kaup bæjarins á Skessunni, en reksturinn hefur reynst félaginu þungur og auk þess var ráðist í byggingu nauðsynlegrar búningaaðstöðu við knatthúsið sem ekki var í fyrri áætlunum. Áætlaður kostnaður bæjarins vegna kaupa Skessunar er um 1.2 milljarður. Meirihlutinn slær ryki í augu bæjarbúa Niðurstaðan er að þegar allt er talið saman þá hefur bærinn lagt til Skessunar meira en 2 milljarða. Ef staðið hefði verið að uppbyggingu Skessunnar eins og Samfylkingin lagði til fyrir sex árum, þá væri staðan allt önnur. Það er ljóst að þessir fordæmalausu fjármálagjörningar sem gerðir voru fyrir sex árum eru að koma í bakið á bæjaryfirvöldum í dag og vitna um óráðsíu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í fjármálum bæjarins. Það vita fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og reyna því allt hvað þeir geta að slá ryki í augu bæjarbúa og víkja undan ábyrgði með því að skella skuldinni á forystu FH. Það er er ekki stórmannlegt. Ábyrgðin liggur hjá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði ber fulla ábyrgð á því hvernig komið er. Nú þarf að taka höndum saman um að ljúka þessu máli. Skessan er gott hús og hagkvæmt hús og mikil lyftistöng fyrir félags- og íþróttastarf í Hafnarfirði. Hvort meirihlutanum tekst að ljúka þessu máli af reisn fyrir Hafnarfjörð má stórlega efast um, nema að stefnubreyting eigi sér stað í störfum hans. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun