Úttekt á byggingu Skessunnar í Hafnarfirði

Fréttamynd

Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósið­legan hátt

Fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH segir fjölmiðla ranglega hafa sakað hann um að hafa makað krókinn á viðskiptum fyrirtækis hans við FH vegna byggingar knatthússins Skessunnar. Hann segir ásakanir um ólöglegt, eða í það minnsta ósiðlegt athæfi, svíða. 

Innlent
Fréttamynd

Gott knatthús veldur deilum

Síðustu daga hefur verið töluverð umræða um kaup Hafnarfjarðarbæjar á Skessunni, knatthúsi FH, sem á sér meira en sex ára sögu. Árið 2018 ákváðu bæjaryfirvöld að byggja knatthús á félagssvæði FH og var verkið boðið út.

Skoðun
Fréttamynd

Hafi litað bæjarpólitík í Hafnar­firði í ára­tugi

Fyrrverandi varabæjarfulltrúi Hafnarfjarðar hvetur fráfarandi bæjarstjóra til að fara betur með opinbert fé í störfum sínum sem þingmaður en bæjarstjóri. Bæjarfulltrúanum var vikið úr öllum nefndum og ráðum fyrir sjö árum. Annar fyrrverandi bæjarfulltrúi segist efast um að margir geri sér grein fyrir því hversu stórt og viðamikið málið sé í reynd, forsaga þess hafi litað hafnfirska bæjarpólitík í áratugi. 

Innlent
Fréttamynd

Vill að stjórn FH fari frá

Sigurður P. Sigmundsson, formaður frjálsíþróttadeildar FH, segir að stjórn félagsins verði að fara frá nú í kjölfar þess greint hefur verið frá skýrslu Deloitte sem var unnin fyrir Hafnafjarðarbæ. Þar kom fram að fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúsið Skessuna hafi farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Tugir milljóna króna beint til for­manns FH

Um fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúss íþróttafélagsins FH fór í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. Spurningar eru uppi um hvort að allt að 120-130 milljónir hafi verið réttilega færðar sem hluti af byggingarkostnaðinum. 

Innlent