„Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. desember 2024 17:00 Hanna Katrín Friðriksson er atvinnuvegaráðherra, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/viktor Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar fengu lyklana að ráðuneytum sínum afhenta í dag frá forverum sínum. Mikið var um blendnar tilfinningar og velfarnaðaróskir. Jólin komu snemma hjá Þorbjörgu Sigríði dómsmálaráðherra, Hanna Katrín finnur fyrir mikilli ábyrgð og Ásthildur Lóa ætlar að kenna börnum að lesa. Hanna Katrín tók við lyklunum að atvinnuvegaráðuneytinu frá Bjarna Benediktssyni, sem var matvælaráðherra í fráfarandi starfsstjórn. Hún segir að tilfinningin að taka við ráðuneytinu sé góð. Hún finni fyrir mikilli ábyrgð. „Þetta er risaverkefni, hér liggja undir grunnatvinnuvegir þjóðarinnar sem skipta miklu máli ekki bara sem efnahagslegar stoðir heldur líka menningarlegar stoðir í samfélaginu okkar,“ segir hún. Bjarni Benediktsson afhenti Hönnu Birnu Friðriksson lyklana að atvinnuvegaráðuneytinu, sem áður hét matvælaráðuneytið.Vísir/Viktor „Þannig að ég mun leggja mig alla fram. Mun verja fyrstu dögum, og vikum, ef til vill mánuðum í að setja mig vel inn í mál. Það er margt að gera og ég mun hlaupa hratt.“ Atvinnuvegaráðuneytið er nýtt ráðuneyti sem áður var matvælaráðuneyti, en undir það heyra málefni landbúnaðar, sjávarútvegs, iðnaðar, viðskipta, neytendamála og ferðamála. Jólin koma snemma hjá dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir afhenti Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur lyklana að dómsmálaráðuneytinu, eða öllu heldur plastspjaldið sem notað er sem lykil. Svo gaf hún Þorbjörgu táknrænan lykil. Þorbjörg kvaðst mjög glöð að vera komin í ráðuneytið. „Þetta er sérstök tilfinning að koma hérna inn og kveðja ráðherra sem ég hef auðvitað unnið með á alþing og hérna þakkað henni auðvitað fyrir sín störf. En ég er voða glöð og ég er björt þennan dag og hlakka mikið til framhaldsins að fá að takast á við þá málaflokka sem hér eru,“ segir Þorbjörg. Hún segir að dómsmálaráðuneytið sé það ráðuneyti sem hún hefði helst óskað sér að setjast í, ef til þess kæmi að hún fengi til þess traust. Guðrún afhendir Þorbjörgu táknrænan lykil.Vísir/viktor „Þannig að jólin koma snemma hjá mér,“ segir hún. Í hennar huga er um að ræða ráðuneyti öryggis og réttlætis, og hún ætlar að verða málsvari þeirra gilda. „Þeir málaflokkar sem ég tel að sé brýnast að horfa til núna eru málaflokkar sem að snerta öryggisþáttinn. Við sjáum að það eru að verða breytingar á íslensku samfélagi. Alvarlegum afbrotum fer fjölgandi, morðum fer fjölgandi, skipulögð glæpastarfsemi hefur náð að festa rætur hér í samfélaginu. Síðan myndi ég segja sem kona að það sem við erum að upplifa og sjá varðandi alvarlegt ofbeldi gagnvart konum séu þau verkefni sem þarf að horfa fast á og taka alvarlegum og föstum tökum.“ Tilfinningin yfirþyrmandi en hlý Ásthildur Lóa nýr mennta- og barnamálaráðherra segir að tilfinningin að taka við ráðuneytinu sé yfirþyrmandi, en hlý og góð. Ásmundur Einar Daðason afhenti lyklana að ráðuneytinu. Ásmundur Einar Daðason og Ásthildur Lóa Þórsdóttir.Vísir/viktor Fyrsta verk hjá henni verður að setjast niður með ráðuneytisstjóranum og fara yfir helstu mál. „En það sem stendur upp úr er að takast á við læsi barna og svo íslenskukennslu fyrir innflytjendur, bæði fullorðna og börn,“ segir hún. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tímamót Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Hanna Katrín tók við lyklunum að atvinnuvegaráðuneytinu frá Bjarna Benediktssyni, sem var matvælaráðherra í fráfarandi starfsstjórn. Hún segir að tilfinningin að taka við ráðuneytinu sé góð. Hún finni fyrir mikilli ábyrgð. „Þetta er risaverkefni, hér liggja undir grunnatvinnuvegir þjóðarinnar sem skipta miklu máli ekki bara sem efnahagslegar stoðir heldur líka menningarlegar stoðir í samfélaginu okkar,“ segir hún. Bjarni Benediktsson afhenti Hönnu Birnu Friðriksson lyklana að atvinnuvegaráðuneytinu, sem áður hét matvælaráðuneytið.Vísir/Viktor „Þannig að ég mun leggja mig alla fram. Mun verja fyrstu dögum, og vikum, ef til vill mánuðum í að setja mig vel inn í mál. Það er margt að gera og ég mun hlaupa hratt.“ Atvinnuvegaráðuneytið er nýtt ráðuneyti sem áður var matvælaráðuneyti, en undir það heyra málefni landbúnaðar, sjávarútvegs, iðnaðar, viðskipta, neytendamála og ferðamála. Jólin koma snemma hjá dómsmálaráðherra Guðrún Hafsteinsdóttir afhenti Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur lyklana að dómsmálaráðuneytinu, eða öllu heldur plastspjaldið sem notað er sem lykil. Svo gaf hún Þorbjörgu táknrænan lykil. Þorbjörg kvaðst mjög glöð að vera komin í ráðuneytið. „Þetta er sérstök tilfinning að koma hérna inn og kveðja ráðherra sem ég hef auðvitað unnið með á alþing og hérna þakkað henni auðvitað fyrir sín störf. En ég er voða glöð og ég er björt þennan dag og hlakka mikið til framhaldsins að fá að takast á við þá málaflokka sem hér eru,“ segir Þorbjörg. Hún segir að dómsmálaráðuneytið sé það ráðuneyti sem hún hefði helst óskað sér að setjast í, ef til þess kæmi að hún fengi til þess traust. Guðrún afhendir Þorbjörgu táknrænan lykil.Vísir/viktor „Þannig að jólin koma snemma hjá mér,“ segir hún. Í hennar huga er um að ræða ráðuneyti öryggis og réttlætis, og hún ætlar að verða málsvari þeirra gilda. „Þeir málaflokkar sem ég tel að sé brýnast að horfa til núna eru málaflokkar sem að snerta öryggisþáttinn. Við sjáum að það eru að verða breytingar á íslensku samfélagi. Alvarlegum afbrotum fer fjölgandi, morðum fer fjölgandi, skipulögð glæpastarfsemi hefur náð að festa rætur hér í samfélaginu. Síðan myndi ég segja sem kona að það sem við erum að upplifa og sjá varðandi alvarlegt ofbeldi gagnvart konum séu þau verkefni sem þarf að horfa fast á og taka alvarlegum og föstum tökum.“ Tilfinningin yfirþyrmandi en hlý Ásthildur Lóa nýr mennta- og barnamálaráðherra segir að tilfinningin að taka við ráðuneytinu sé yfirþyrmandi, en hlý og góð. Ásmundur Einar Daðason afhenti lyklana að ráðuneytinu. Ásmundur Einar Daðason og Ásthildur Lóa Þórsdóttir.Vísir/viktor Fyrsta verk hjá henni verður að setjast niður með ráðuneytisstjóranum og fara yfir helstu mál. „En það sem stendur upp úr er að takast á við læsi barna og svo íslenskukennslu fyrir innflytjendur, bæði fullorðna og börn,“ segir hún.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tímamót Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira