Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2024 07:49 Lögreglan vestanhafs útilokar ekki að Nathan Mahoney hafi verið að herma eftir Luigi Mangione. Getty/Muskegon County fangelsið Karlmaður á fertugsaldri er í varðhaldi í Michigan-ríki Bandaríkjanna grunaður um að stinga forseta fyrirtækisins sem hann vann hjá. Lögreglan vestanhafs telur mögulegt að maðurinn hafi verið að herma eftir skotárás sem beindist að forstjóra hjá UnitedHealthcare í New York fyrr í desember og hefur vakið gríðarlegt umtal. Stunguárásin mun hafa átt sér stað á starfsmannafundi framleiðslufyrirtækisins Anderson Express á skrifstofu þess í borginni Muskegon. Bandarískir miðlar greina frá því að sá sem er grunaður um verknaðinn heiti Nathan Mahoney. Hann er sagður hafa stungið yfirmann sinn, Erik Denslow, með hnífi í síðuna, og síðan flúið af vettvangi á ökutæki. Hann mun síðan hafa verið gómaður af lögreglu um korteri seinna. Ástand Denslow er sagt alvarlegt, en þó er talið að hann sé ekki í lífshættu. Haft er eftir samstarfsmönnum Mahoney að hann hafi verið þögull vinnufélagi. Lögreglan segir tilætlun hans ekki liggja fyrir, en ekki sé útilokað um hafi verið að ræða „hermikrákuárás“ sem átti að líkjast skotárásinni í New York fyrr í mánuðinum, en í því máli er Luigi Mangione grunaður um að hafa orðið Brian Thompson, yfirmanni hjá sjúkratryggingafyrirtækinu UnitedHealtcare, að bana. „Ég held að allir hugsi til þess á þessum tímapunkti,“ er haft eftir Greg Poulson aðstoðarlögreglustjóra. „Við erum að skoða alla samfélagsmiðla hans, og efni sem hann var að skoða á raftækjum til þess að komast að því hver áform hans voru.“ Bandaríkin Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. 9. desember 2024 21:04 „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31 Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Stunguárásin mun hafa átt sér stað á starfsmannafundi framleiðslufyrirtækisins Anderson Express á skrifstofu þess í borginni Muskegon. Bandarískir miðlar greina frá því að sá sem er grunaður um verknaðinn heiti Nathan Mahoney. Hann er sagður hafa stungið yfirmann sinn, Erik Denslow, með hnífi í síðuna, og síðan flúið af vettvangi á ökutæki. Hann mun síðan hafa verið gómaður af lögreglu um korteri seinna. Ástand Denslow er sagt alvarlegt, en þó er talið að hann sé ekki í lífshættu. Haft er eftir samstarfsmönnum Mahoney að hann hafi verið þögull vinnufélagi. Lögreglan segir tilætlun hans ekki liggja fyrir, en ekki sé útilokað um hafi verið að ræða „hermikrákuárás“ sem átti að líkjast skotárásinni í New York fyrr í mánuðinum, en í því máli er Luigi Mangione grunaður um að hafa orðið Brian Thompson, yfirmanni hjá sjúkratryggingafyrirtækinu UnitedHealtcare, að bana. „Ég held að allir hugsi til þess á þessum tímapunkti,“ er haft eftir Greg Poulson aðstoðarlögreglustjóra. „Við erum að skoða alla samfélagsmiðla hans, og efni sem hann var að skoða á raftækjum til þess að komast að því hver áform hans voru.“
Bandaríkin Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. 9. desember 2024 21:04 „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31 Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. 9. desember 2024 21:04
„Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum. 10. desember 2024 19:31
Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag. 10. desember 2024 22:10