Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Lovísa Arnardóttir skrifar 19. desember 2024 21:10 Tónleikarnir eru haldnir í Laugardalshöll á laugardag. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg veitti ekki leyfi til gjaldtöku á bílastæðum við Laugardalshöll fyrir jólatónleika Björgvins Halldórssonar um helgina. Sena er því ekki lengur að selja í stæði við Engjaveg. Á vef Senu er upplýsingasíða fyrir stæðasöluna. Þar kemur fram að selt sé í tvö stæði við höllina en jafn mikið kostar í bæði stæðin, 5.990 krónur. Í svari frá Reykjavíkurborg til fréttastofu um málið kemur fram að Sena, sem heldur tónleikana, hafi fengið leyfi frá Íþrótta- og sýningarhöllinni hf., sem rekur Höllina, til að selja í stæðin. Sena var upprunalega að selja í þrjú ólík stæði, A, B og C en er núna aðeins að selja í stæði B og C. Á myndinni til vinstri má sjá stæðin sem fyrst var verið að selja aðgang að og svo til hægri þau stæði sem nú er verið að selja aðgang að.Sena Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri borginnar segir alveg klárt að svæði A sé landsvæði Reykjavíkurborgar og því hafi þau bent Senu á að það mætti ekki selja aðgang að stæðunum við Engjaveg. Eftir það hafi Sena hætt að selja í stæði á svæði A. „Þessi mál verða tekin til skoðunar á nýju ári,“ segir Eva Bergþóra. Fjallað var um málið á vef Heimildarinnar í gær. Bílastæðin eru alla jafna gjaldfrjáls en fram kom í frétt Heimildarinnar að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Sena selur aðgang að stæðunum. Sem dæmi hefði það verið gert á tónleikum Backstreet Boys. Í frétt Heimildarinnar sagði framkvæmdastjóri Senu, Ísleifur Þórhallsson, að með því að selja aðgang að stæðunum væri verið að „leitast við að auka gæði tónleikahaldsins og auka þjónustu við tónleikagesti.“ Nánast uppselt er á tónleikana en ódýrustu miðarnir voru seldir á 9.990 krónur en þeir dýrustu á 29.990. Enn er hægt að kaupa VIP miða og á svæði B. Reykjavík Tónleikar á Íslandi Skipulag Bílar Bílastæði Neytendur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
Í svari frá Reykjavíkurborg til fréttastofu um málið kemur fram að Sena, sem heldur tónleikana, hafi fengið leyfi frá Íþrótta- og sýningarhöllinni hf., sem rekur Höllina, til að selja í stæðin. Sena var upprunalega að selja í þrjú ólík stæði, A, B og C en er núna aðeins að selja í stæði B og C. Á myndinni til vinstri má sjá stæðin sem fyrst var verið að selja aðgang að og svo til hægri þau stæði sem nú er verið að selja aðgang að.Sena Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri borginnar segir alveg klárt að svæði A sé landsvæði Reykjavíkurborgar og því hafi þau bent Senu á að það mætti ekki selja aðgang að stæðunum við Engjaveg. Eftir það hafi Sena hætt að selja í stæði á svæði A. „Þessi mál verða tekin til skoðunar á nýju ári,“ segir Eva Bergþóra. Fjallað var um málið á vef Heimildarinnar í gær. Bílastæðin eru alla jafna gjaldfrjáls en fram kom í frétt Heimildarinnar að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Sena selur aðgang að stæðunum. Sem dæmi hefði það verið gert á tónleikum Backstreet Boys. Í frétt Heimildarinnar sagði framkvæmdastjóri Senu, Ísleifur Þórhallsson, að með því að selja aðgang að stæðunum væri verið að „leitast við að auka gæði tónleikahaldsins og auka þjónustu við tónleikagesti.“ Nánast uppselt er á tónleikana en ódýrustu miðarnir voru seldir á 9.990 krónur en þeir dýrustu á 29.990. Enn er hægt að kaupa VIP miða og á svæði B.
Reykjavík Tónleikar á Íslandi Skipulag Bílar Bílastæði Neytendur Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira