Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Lovísa Arnardóttir skrifar 19. desember 2024 21:10 Tónleikarnir eru haldnir í Laugardalshöll á laugardag. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg veitti ekki leyfi til gjaldtöku á bílastæðum við Laugardalshöll fyrir jólatónleika Björgvins Halldórssonar um helgina. Sena er því ekki lengur að selja í stæði við Engjaveg. Á vef Senu er upplýsingasíða fyrir stæðasöluna. Þar kemur fram að selt sé í tvö stæði við höllina en jafn mikið kostar í bæði stæðin, 5.990 krónur. Í svari frá Reykjavíkurborg til fréttastofu um málið kemur fram að Sena, sem heldur tónleikana, hafi fengið leyfi frá Íþrótta- og sýningarhöllinni hf., sem rekur Höllina, til að selja í stæðin. Sena var upprunalega að selja í þrjú ólík stæði, A, B og C en er núna aðeins að selja í stæði B og C. Á myndinni til vinstri má sjá stæðin sem fyrst var verið að selja aðgang að og svo til hægri þau stæði sem nú er verið að selja aðgang að.Sena Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri borginnar segir alveg klárt að svæði A sé landsvæði Reykjavíkurborgar og því hafi þau bent Senu á að það mætti ekki selja aðgang að stæðunum við Engjaveg. Eftir það hafi Sena hætt að selja í stæði á svæði A. „Þessi mál verða tekin til skoðunar á nýju ári,“ segir Eva Bergþóra. Fjallað var um málið á vef Heimildarinnar í gær. Bílastæðin eru alla jafna gjaldfrjáls en fram kom í frétt Heimildarinnar að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Sena selur aðgang að stæðunum. Sem dæmi hefði það verið gert á tónleikum Backstreet Boys. Í frétt Heimildarinnar sagði framkvæmdastjóri Senu, Ísleifur Þórhallsson, að með því að selja aðgang að stæðunum væri verið að „leitast við að auka gæði tónleikahaldsins og auka þjónustu við tónleikagesti.“ Nánast uppselt er á tónleikana en ódýrustu miðarnir voru seldir á 9.990 krónur en þeir dýrustu á 29.990. Enn er hægt að kaupa VIP miða og á svæði B. Reykjavík Tónleikar á Íslandi Skipulag Bílar Bílastæði Neytendur Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Í svari frá Reykjavíkurborg til fréttastofu um málið kemur fram að Sena, sem heldur tónleikana, hafi fengið leyfi frá Íþrótta- og sýningarhöllinni hf., sem rekur Höllina, til að selja í stæðin. Sena var upprunalega að selja í þrjú ólík stæði, A, B og C en er núna aðeins að selja í stæði B og C. Á myndinni til vinstri má sjá stæðin sem fyrst var verið að selja aðgang að og svo til hægri þau stæði sem nú er verið að selja aðgang að.Sena Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri borginnar segir alveg klárt að svæði A sé landsvæði Reykjavíkurborgar og því hafi þau bent Senu á að það mætti ekki selja aðgang að stæðunum við Engjaveg. Eftir það hafi Sena hætt að selja í stæði á svæði A. „Þessi mál verða tekin til skoðunar á nýju ári,“ segir Eva Bergþóra. Fjallað var um málið á vef Heimildarinnar í gær. Bílastæðin eru alla jafna gjaldfrjáls en fram kom í frétt Heimildarinnar að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Sena selur aðgang að stæðunum. Sem dæmi hefði það verið gert á tónleikum Backstreet Boys. Í frétt Heimildarinnar sagði framkvæmdastjóri Senu, Ísleifur Þórhallsson, að með því að selja aðgang að stæðunum væri verið að „leitast við að auka gæði tónleikahaldsins og auka þjónustu við tónleikagesti.“ Nánast uppselt er á tónleikana en ódýrustu miðarnir voru seldir á 9.990 krónur en þeir dýrustu á 29.990. Enn er hægt að kaupa VIP miða og á svæði B.
Reykjavík Tónleikar á Íslandi Skipulag Bílar Bílastæði Neytendur Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira