Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. desember 2024 17:50 Þær Inga, Kristrún og Þorgerður Katrín tilkynntu það að stjórnarsáttmáli verði kynntur um helgina vísir/bjarni Formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar stefna að því að kynna stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um helgina. Þá hefur skipting ráðuneyta sömuleiðis verið rædd. Frá þessu greindu þær á blaðamannafundi nú síðdegis. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði þjóðina virkilega blessaða, fái hún „þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf“. „Við erum búin að funda stíft í vikunni og erum komin á þann stað að við erum búin að ná saman. Við erum að ganga frá lokaendum í málum og við verðum að funda með okkar fólki. En við stefnum að því að kynna sáttmála núna um helgina,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar staðfestir að skipting ráðuneyta hafi verið rædd. „Við munum kynna það fyrir okkar fólki núna á næstunni,“ segir Þorgerður Katrín. Þær vildu þó ekki gefa upp hvar verði fækkað í ráðuneytum. Sýnt verði á spilin um helgina. „Við stefnum að því að kynna stjórnarsáttmálann, og já mynda nýja ríkisstjórn í kjölfarið,“ segir Kristrún. Inga gefur lífeyrissjóðsbreytingar eftir Inga Sæland segir að í ljós hafi komið að mun fleira hafi sameinað flokkana eftir að viðræður hófust. Mikið traust og mikil hlýja ríki. „Ef þið fáið þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf, þá myndi ég segja að þjóðin okkar væri virkilega blessuð,“ segir Inga. „Ég hlakka til að takast á við þetta, og það gerum við allar, við erum bjartsýnar og brosandi. Ég segi bara áfram veginn.“ Inga gaf það einnig upp að hugmyndir hennar flokks um 450 þúsund króna lágmarksframfærslu, fjármagnaða með breytingum á lífeyrissjóðskerfinu, hafi ekki náð fram að ganga í viðræðunum. „Það hefði verið afskaplega ánægjulegt ef við hefðum fengið 51 prósent, þá gengi það væntanlega upp. Við lögðum áherslu á það hvernig við ætluðum að fjármagna 450 þúsund krónur, það var með staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði. Um það náðist ekki sátt, en í staðinn munum við stíga sameiginlega mörg stór og falleg skref í þágu þeirra sem Flokkur fólksins ber fyrir brjósti. Ég hlakka bara til að sýna á spilin þannig að fólkið okkar geti litið björtum augum fram á veginn,“ segir Inga. Mikil hjálp frá stjórnsýslunni Kristrún segir mikið magn gagna hafi borist frá stjórnsýslunni í viðræðunum, hátt í sextíu minnisblöð. „Við höfum legið yfir miklum smáatriðum, okkar traust byggir á því að við höfum náð saman um ákveðnar staðreyndir,“ segir Kristrún sem þakkar fyrir hjálpina úr stjórnsýslunni. Hún vildi ekki gefa upp hvort hún hefði valið ráðherraembætti, en sagði að leitast hafi verið við að mynda „samheldinn hóp“ og máli skipti að fólk verði í stöðum þar sem það getur komið hlutum í verk Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við vandlega yfir nýjustu tíðindi af kórónuveirufaraldrinum hér heima og utanlands. 15. apríl 2021 18:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Frá þessu greindu þær á blaðamannafundi nú síðdegis. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði þjóðina virkilega blessaða, fái hún „þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf“. „Við erum búin að funda stíft í vikunni og erum komin á þann stað að við erum búin að ná saman. Við erum að ganga frá lokaendum í málum og við verðum að funda með okkar fólki. En við stefnum að því að kynna sáttmála núna um helgina,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar staðfestir að skipting ráðuneyta hafi verið rædd. „Við munum kynna það fyrir okkar fólki núna á næstunni,“ segir Þorgerður Katrín. Þær vildu þó ekki gefa upp hvar verði fækkað í ráðuneytum. Sýnt verði á spilin um helgina. „Við stefnum að því að kynna stjórnarsáttmálann, og já mynda nýja ríkisstjórn í kjölfarið,“ segir Kristrún. Inga gefur lífeyrissjóðsbreytingar eftir Inga Sæland segir að í ljós hafi komið að mun fleira hafi sameinað flokkana eftir að viðræður hófust. Mikið traust og mikil hlýja ríki. „Ef þið fáið þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf, þá myndi ég segja að þjóðin okkar væri virkilega blessuð,“ segir Inga. „Ég hlakka til að takast á við þetta, og það gerum við allar, við erum bjartsýnar og brosandi. Ég segi bara áfram veginn.“ Inga gaf það einnig upp að hugmyndir hennar flokks um 450 þúsund króna lágmarksframfærslu, fjármagnaða með breytingum á lífeyrissjóðskerfinu, hafi ekki náð fram að ganga í viðræðunum. „Það hefði verið afskaplega ánægjulegt ef við hefðum fengið 51 prósent, þá gengi það væntanlega upp. Við lögðum áherslu á það hvernig við ætluðum að fjármagna 450 þúsund krónur, það var með staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði. Um það náðist ekki sátt, en í staðinn munum við stíga sameiginlega mörg stór og falleg skref í þágu þeirra sem Flokkur fólksins ber fyrir brjósti. Ég hlakka bara til að sýna á spilin þannig að fólkið okkar geti litið björtum augum fram á veginn,“ segir Inga. Mikil hjálp frá stjórnsýslunni Kristrún segir mikið magn gagna hafi borist frá stjórnsýslunni í viðræðunum, hátt í sextíu minnisblöð. „Við höfum legið yfir miklum smáatriðum, okkar traust byggir á því að við höfum náð saman um ákveðnar staðreyndir,“ segir Kristrún sem þakkar fyrir hjálpina úr stjórnsýslunni. Hún vildi ekki gefa upp hvort hún hefði valið ráðherraembætti, en sagði að leitast hafi verið við að mynda „samheldinn hóp“ og máli skipti að fólk verði í stöðum þar sem það getur komið hlutum í verk
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við vandlega yfir nýjustu tíðindi af kórónuveirufaraldrinum hér heima og utanlands. 15. apríl 2021 18:00 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við vandlega yfir nýjustu tíðindi af kórónuveirufaraldrinum hér heima og utanlands. 15. apríl 2021 18:00