Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 19. desember 2024 12:01 Íslensk fyrirtæki og félög halda áfram sérkennilegri baráttu sinni fyrir skerðingu kjara kvennastétta og annarra opinberra starfsmanna í gegnum Viðskiptaráð. Aðild að Viðskiptaráði eiga meðal annars fyrirtæki sem eru með tekjuhæstu forstjóra landsins í stafni og nokkrir þeirra sitja í stjórn Viðskiptaráðs. Forstjóri Kerecis, sem situr í stjórninni var með liðlega 74 milljónir í mánaðarlegar tekjur á síðasta ári samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Marel á aðild að Viðskiptaráði en forstjórinn þar var með 17,5 milljónir á mánuði á síðasta ári. Hagar og Festi eiga sömuleiðis aðild að Viðskiptaráði, forstjórar þeirra voru bæði með um 5,7 milljónir á mánuði, og forstjóri Festis situr í stjórn Viðskiptaráðs eins og forstjóri Icelandair en hann var með rétt tæpar fimm milljónir á mánuði á síðasta ári. Þau og fjöldi annarra fyrirtækja eru að fjármagna áróður gegn stórum kvennastéttum á opinberum markaði. Það myndu líklega flest taka það óstinnt upp ef einhver talaði fjálglega um að það mætti bara skerða kjarasamningsbundin eða lögbundin réttindi þeirra sí svona. Það brennur því enn á mér sú spurning af hverju fyrirtæki og félög í atvinnulífinu vilji skerða sjálfsögð réttindi og kjör kvennastétta á borð við sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, leikskólaliða, leikskólakennara, stuðningsfulltrúa í grunnskólum, grunnskólakennara og þeirra sem starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum? Af hverju vilja þau fjármagna þennan áróður? Þar fyrir utan er framsetning Viðskiptaráðs á kjörum þessa fólks röng og felur í sér samanburð á eplum og appelsínum. Mér er það til efs að nokkur sem hefur þekkingu á vinnumarkaði myndi reyna að tala fyrir slíkri „greiningu.“ Þetta eru einmitt þau störf sem hvað erfiðast er að manna vegna skorts á starfsfólki. Mannekla er ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að félagslegu kerfunum en þær áskoranir eru ekki fyrir hendi í vel launuðum störfum. Í allri umræðu um opinbera vinnumarkaðinn er mikilvægt að hafa í huga að rúmlega 70% þeirra sem þar starfa eru konur. Við vitum að kvennastéttirnar eru ekki ofaldar af kjörum sínum heldur búa þær þvert á móti við launamisrétti þar sem hið opinbera veitir sér afslátt af störfum þeirra. Áróður Viðskiptaráðs endurspeglar með skýrum hætti skakkt verðmætamat samfélagsins og vanmat á störfum kvenna. Er það réttlátt og sanngjarnt að viðskiptafræðingur sé með að meðaltali um 50% hærri árslaun en leikskólakennari? Leikskólakennarinn kann að vera með 36 stunda vinnuviku en viðskiptafræðingurinn býr líklega við sveigjanleika í starfi svo hann ræður hvenær og hvar hann stundar vinnu sína og vinnustundirnar eru því ekki taldar. Styttingu vinnuvikunnar hjá hinu opinbera, og þar með stóru kvennastéttunum, var ekki síst ætlað að vera skref í átt að því að jafna leikinn á milli þeirra sem njóta sveigjanleika í störfum og þeirra sem gera það ekki. Sömuleiðis til að stemma stigu við álaginu sem einkennir störf þeirra sem starfa í nánum persónulegum samskiptum við börn, sjúklinga og aldraða. Jöfnun launa milli markaða Þær stéttir á opinberum vinnumarkaði sem almennt búa við mun lægri laun en stéttir á almennum vinnumarkaði (að teknu tilliti til heildarkjara) eru stéttir sem eiga það sameiginlegt að störfin sem starfsfólk hefur sérhæft sig til eru nær eingöngu á opinberum vinnumarkaði. Þannig hefur ítarleg og áralöng greiningarvinna í starfshópi um jöfnun launa milli markaða leitt í ljós að meginástæða launamunar milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins á rót sína í vanmati á virði kvennastétta sem endurspeglast í lægri launum, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu, menntakerfinu og félagsþjónustu. Þar eru störfin sem minnst munu breytast í framtíðinni. Í flestum þeirra er mannekla nú þegar og til framtíðar mun þurfa fleiri til að sinna þeim vegna m.a. breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Ekki síst af þeirri ástæðu er löngu komið gott af því að strákarnir hjá Viðskiptaráði og forstjórar aðildarfyrirtækja þeirra – sem eru með mánaðarlaun sem samsvara nánast árslaunum fjölda kvennastétta - beri á torg gamaldags, karllæg og óupplýst viðhorf sín til starfa og launa kvennastétta. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Kjaramál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Íslensk fyrirtæki og félög halda áfram sérkennilegri baráttu sinni fyrir skerðingu kjara kvennastétta og annarra opinberra starfsmanna í gegnum Viðskiptaráð. Aðild að Viðskiptaráði eiga meðal annars fyrirtæki sem eru með tekjuhæstu forstjóra landsins í stafni og nokkrir þeirra sitja í stjórn Viðskiptaráðs. Forstjóri Kerecis, sem situr í stjórninni var með liðlega 74 milljónir í mánaðarlegar tekjur á síðasta ári samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Marel á aðild að Viðskiptaráði en forstjórinn þar var með 17,5 milljónir á mánuði á síðasta ári. Hagar og Festi eiga sömuleiðis aðild að Viðskiptaráði, forstjórar þeirra voru bæði með um 5,7 milljónir á mánuði, og forstjóri Festis situr í stjórn Viðskiptaráðs eins og forstjóri Icelandair en hann var með rétt tæpar fimm milljónir á mánuði á síðasta ári. Þau og fjöldi annarra fyrirtækja eru að fjármagna áróður gegn stórum kvennastéttum á opinberum markaði. Það myndu líklega flest taka það óstinnt upp ef einhver talaði fjálglega um að það mætti bara skerða kjarasamningsbundin eða lögbundin réttindi þeirra sí svona. Það brennur því enn á mér sú spurning af hverju fyrirtæki og félög í atvinnulífinu vilji skerða sjálfsögð réttindi og kjör kvennastétta á borð við sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, leikskólaliða, leikskólakennara, stuðningsfulltrúa í grunnskólum, grunnskólakennara og þeirra sem starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum? Af hverju vilja þau fjármagna þennan áróður? Þar fyrir utan er framsetning Viðskiptaráðs á kjörum þessa fólks röng og felur í sér samanburð á eplum og appelsínum. Mér er það til efs að nokkur sem hefur þekkingu á vinnumarkaði myndi reyna að tala fyrir slíkri „greiningu.“ Þetta eru einmitt þau störf sem hvað erfiðast er að manna vegna skorts á starfsfólki. Mannekla er ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að félagslegu kerfunum en þær áskoranir eru ekki fyrir hendi í vel launuðum störfum. Í allri umræðu um opinbera vinnumarkaðinn er mikilvægt að hafa í huga að rúmlega 70% þeirra sem þar starfa eru konur. Við vitum að kvennastéttirnar eru ekki ofaldar af kjörum sínum heldur búa þær þvert á móti við launamisrétti þar sem hið opinbera veitir sér afslátt af störfum þeirra. Áróður Viðskiptaráðs endurspeglar með skýrum hætti skakkt verðmætamat samfélagsins og vanmat á störfum kvenna. Er það réttlátt og sanngjarnt að viðskiptafræðingur sé með að meðaltali um 50% hærri árslaun en leikskólakennari? Leikskólakennarinn kann að vera með 36 stunda vinnuviku en viðskiptafræðingurinn býr líklega við sveigjanleika í starfi svo hann ræður hvenær og hvar hann stundar vinnu sína og vinnustundirnar eru því ekki taldar. Styttingu vinnuvikunnar hjá hinu opinbera, og þar með stóru kvennastéttunum, var ekki síst ætlað að vera skref í átt að því að jafna leikinn á milli þeirra sem njóta sveigjanleika í störfum og þeirra sem gera það ekki. Sömuleiðis til að stemma stigu við álaginu sem einkennir störf þeirra sem starfa í nánum persónulegum samskiptum við börn, sjúklinga og aldraða. Jöfnun launa milli markaða Þær stéttir á opinberum vinnumarkaði sem almennt búa við mun lægri laun en stéttir á almennum vinnumarkaði (að teknu tilliti til heildarkjara) eru stéttir sem eiga það sameiginlegt að störfin sem starfsfólk hefur sérhæft sig til eru nær eingöngu á opinberum vinnumarkaði. Þannig hefur ítarleg og áralöng greiningarvinna í starfshópi um jöfnun launa milli markaða leitt í ljós að meginástæða launamunar milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins á rót sína í vanmati á virði kvennastétta sem endurspeglast í lægri launum, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu, menntakerfinu og félagsþjónustu. Þar eru störfin sem minnst munu breytast í framtíðinni. Í flestum þeirra er mannekla nú þegar og til framtíðar mun þurfa fleiri til að sinna þeim vegna m.a. breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Ekki síst af þeirri ástæðu er löngu komið gott af því að strákarnir hjá Viðskiptaráði og forstjórar aðildarfyrirtækja þeirra – sem eru með mánaðarlaun sem samsvara nánast árslaunum fjölda kvennastétta - beri á torg gamaldags, karllæg og óupplýst viðhorf sín til starfa og launa kvennastétta. Höfundur er formaður BSRB.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun