Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2024 08:55 Gisele Pelicot tjáði sig við fréttafólk í dómshúsinu í Avignon í dag. Þar sagðist hún ekki sjá eftir því að hafa stigið fram og þakkaði fyrir stuðninginn. AP/Lewis Joly Dominique Pelicot hefur verið sakfelldur í öllum ákæruliðum fyrir að nauðga eiginkonu sinni í mörg ár og byrla henni ólyfjan svo aðrir menn gætu nauðgað henni. Enginn af hinum mönnunum fimmtíu var sýknaður að fullu. Í einu tilfelli var einn sýknaður af ákæru um nauðgun en sakfelldur fyrir annarskonar kynferðisbrot. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér neðst. Dómar mannanna voru í öllum tilfellum, nema í tilfelli Dominique, undir kröfum saksóknara og það töluvert. Börn Dominique og Gisele Pelicot segjast óánægð með úrskurð dómaranna fimm í málinu. Þyngstu dómarnir á eftir þeim sem Dominique Pelicot fékk, voru dómar fjögurra manna. Einn þeirra, Romain Vandevelde, fékk fimmtán ára dóm en hann er HIV smitaður og nauðgaði Gisele að minnsta kosti sex sinnum. Þrír menn voru þar að auki dæmdir til þrettán ára fangelsisvistar en þeir höfðu allir einnig nauðgað Gisele sex sinnum. Þeir heita Charly Arbo, Jérôme Vilela og Dominique D. Dominique er sagður hafa brostið í grát í dómsal í morgun, auk annarra sakborninga. Nauðgað að minnsta kosti 92 sinnum Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Dominique Pelicot (71) byrlaði eiginkonu sinni Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld og hafa þau vakið gífurlega athygli á heimsvísu. Hún hefur verið hyllt sem hetja fyrir kröfu sína og það að hafa krafist þess að réttarhöldin yrðu opin. Sjá einnig: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Saksóknarar höfðu farið fram á að Dominique Pelicot yrði dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Í máli annars manns sem nauðgaði ekki Gisele Pelicot heldur eigin konu og byrlaði henni ólyfjan svo Dominique gæti nauðgað henni, fór saksóknarar fram á sjö ára fangelsisvist. Einn maður til viðbótar var ákærður fyrir að hafa munnmök við sofandi Gisele og var farið fram á fjögurra ára fangelsisvist í hans tilfelli. Heilt yfir fóru saksóknarar fram á að ellefu menn yrðu dæmdir í tíu ára fanglesi, tveir yrðu dæmdir í ellefu ára fangelsi, sex menn yrðu dæmdir í þrettán ára fangelsi, sex í fjórtán ára fangelsi, þrír í fimmtán ára fangelsi, fjórir í sextán ára fangelsi, þrír í sautján ára fangelsi og einn yrði dæmdur í átján ára fangelsi. Hér að neðan verður fylgst með dómsuppkvaðningunni í Vaktinni á Vísi. Ef hún sést ekki þarf líklega að endurhlaða síðuna.
Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér neðst. Dómar mannanna voru í öllum tilfellum, nema í tilfelli Dominique, undir kröfum saksóknara og það töluvert. Börn Dominique og Gisele Pelicot segjast óánægð með úrskurð dómaranna fimm í málinu. Þyngstu dómarnir á eftir þeim sem Dominique Pelicot fékk, voru dómar fjögurra manna. Einn þeirra, Romain Vandevelde, fékk fimmtán ára dóm en hann er HIV smitaður og nauðgaði Gisele að minnsta kosti sex sinnum. Þrír menn voru þar að auki dæmdir til þrettán ára fangelsisvistar en þeir höfðu allir einnig nauðgað Gisele sex sinnum. Þeir heita Charly Arbo, Jérôme Vilela og Dominique D. Dominique er sagður hafa brostið í grát í dómsal í morgun, auk annarra sakborninga. Nauðgað að minnsta kosti 92 sinnum Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að Dominique Pelicot (71) byrlaði eiginkonu sinni Gisele (72) og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Af 51 manni sem hefur verið ákærður, Pelicot þar með talinn, eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Mennirnir sem hafa verið ákærðir eru frá 26 til 74 ára gamlir. Réttarhöld sem þessi fara yfirleitt fram fyrir luktum dyrum en konan, Gisele, fór fram á opin réttarhöld og hafa þau vakið gífurlega athygli á heimsvísu. Hún hefur verið hyllt sem hetja fyrir kröfu sína og það að hafa krafist þess að réttarhöldin yrðu opin. Sjá einnig: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Saksóknarar höfðu farið fram á að Dominique Pelicot yrði dæmdur í tuttugu ára fangelsi. Í máli annars manns sem nauðgaði ekki Gisele Pelicot heldur eigin konu og byrlaði henni ólyfjan svo Dominique gæti nauðgað henni, fór saksóknarar fram á sjö ára fangelsisvist. Einn maður til viðbótar var ákærður fyrir að hafa munnmök við sofandi Gisele og var farið fram á fjögurra ára fangelsisvist í hans tilfelli. Heilt yfir fóru saksóknarar fram á að ellefu menn yrðu dæmdir í tíu ára fanglesi, tveir yrðu dæmdir í ellefu ára fangelsi, sex menn yrðu dæmdir í þrettán ára fangelsi, sex í fjórtán ára fangelsi, þrír í fimmtán ára fangelsi, fjórir í sextán ára fangelsi, þrír í sautján ára fangelsi og einn yrði dæmdur í átján ára fangelsi. Hér að neðan verður fylgst með dómsuppkvaðningunni í Vaktinni á Vísi. Ef hún sést ekki þarf líklega að endurhlaða síðuna.
Frakkland Mál Dominique Pelicot Erlend sakamál Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira