Þetta staðfestir Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar. Formennirnir þrír, Valkyrjurnar eins og þær hafa undanfarið verið kallaðar, hafa síðustu daga ekki veitt fjölmiðlum viðtöl um gang viðræðna og hefur lítið fengist upp úr þeim um stöðu mála.
Af þessum orðum aðstoðarmannsins að dæma er ljóst að gangur er í viðræðum. Nánar verður fjallað um stöðu mála í Hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.